06.04.2010
Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Hamri mánudaginn 12. apríl kl. 20:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi
dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.
30.03.2010
Á morgun, miðvikudag, mætast KA og Valur í Boganum en leikurinn er í Lengjubikarnum.
26.03.2010
KA-menn leika í Lengjubikarnum á morgun. Það eru Fjölnismenn sem verða andstæðingar en leikurinn fer fram í Egilshöll.
16.03.2010
Hinn 22 ára gamli örvfætti varnarmaður, Kristján Páll Hannesson, hefur gengið til liðs við KA úr röðum Magna á
Grenivík.
14.03.2010
Okkar menn gerðu jafntefli við íslandsmeistara FH í Lengjubikarnum í dag. Lokatölur voru 3 - 3 en Andri Fannar skoraði öll mörkin okkar. Þess
má geta að við spiluðum manni færri í 70 mínútur en Dean Martin var rekinn útaf í upphafi leiks. Eftir jafnteflið situr KA í
næst neðsta sæti síns riðils með aðeins 1 stig, en þetta var fyrsta stigið sem við fáum á þessu móti. Myndir frá leiknum er hægt að sjá hér. Myndirnar tók Sævar Geir Sigurjónsson.
12.03.2010
KA ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í næsta leik sínum í Lengjubikarnum. Þá koma FH-ingar í
heimsókn en þeir eru eina liðið í B-riðli sem ekki hefur tapað stigum. Þeir hafa spilað við Val og Víking og unnið örugglega 3-0 og
2-0. KA hefur enn ekki hlotið stig svo róðurinn verður sjálfsagt erfiður. Leikurinn fer fram í Boganum á sunnudag kl 16:15.
04.03.2010
KA og Fram mætast nk. laugardag í Lengjubikarnum hér í Boganum. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðar á vormánuðum en hann
hefur verið færður til laugardagsins 6. mars.
28.02.2010
Aðalfundur Knattspyrnudeildar var haldinn s.l. fimmtudagskvöld. Um 30 manns mættu á fundinn. Á fundinum var kjörin ný stjórn en í henni eru,
26.02.2010
Um helgina verður nóg að gera hjá KA mönnum ungum sem og eldri leikmönnum. kl 15:00 í dag verður flautað til leiks á Goðamóti
þórs en mótið er fyrir 5.fl karla. KA sendir þar til leiks 4 lið sem etja kappi við mörg af sterkustu liðum landsins í þessum aldursflokki.
Þjálfarar eru Dean Martin (m.fl þjálfari) og Egill Ármann Kristinsson
24.02.2010
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður haldinn í kvöld, fimmtudagskvöldið 25. febrúar, kl 20:00 í KA - heimilinu. Allir félagsmenn eru hvattir til
þess að mæta til að fyljast með starfi deildarinnar. Einnig er þetta ágætur vettvangur til að ræða mál sem brenna á mönnum
en orðið verður gefið laust undir lok fundar.