12.03.2010
KA ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í næsta leik sínum í Lengjubikarnum. Þá koma FH-ingar í
heimsókn en þeir eru eina liðið í B-riðli sem ekki hefur tapað stigum. Þeir hafa spilað við Val og Víking og unnið örugglega 3-0 og
2-0. KA hefur enn ekki hlotið stig svo róðurinn verður sjálfsagt erfiður. Leikurinn fer fram í Boganum á sunnudag kl 16:15.
04.03.2010
KA og Fram mætast nk. laugardag í Lengjubikarnum hér í Boganum. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðar á vormánuðum en hann
hefur verið færður til laugardagsins 6. mars.
28.02.2010
Aðalfundur Knattspyrnudeildar var haldinn s.l. fimmtudagskvöld. Um 30 manns mættu á fundinn. Á fundinum var kjörin ný stjórn en í henni eru,
26.02.2010
Um helgina verður nóg að gera hjá KA mönnum ungum sem og eldri leikmönnum. kl 15:00 í dag verður flautað til leiks á Goðamóti
þórs en mótið er fyrir 5.fl karla. KA sendir þar til leiks 4 lið sem etja kappi við mörg af sterkustu liðum landsins í þessum aldursflokki.
Þjálfarar eru Dean Martin (m.fl þjálfari) og Egill Ármann Kristinsson
24.02.2010
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður haldinn í kvöld, fimmtudagskvöldið 25. febrúar, kl 20:00 í KA - heimilinu. Allir félagsmenn eru hvattir til
þess að mæta til að fyljast með starfi deildarinnar. Einnig er þetta ágætur vettvangur til að ræða mál sem brenna á mönnum
en orðið verður gefið laust undir lok fundar.
18.02.2010
Undirbúningsmótin halda áfram og eftir svekkjandi silfur á Soccerade mótinu er komið að baráttunni í Lengjubikarnum. Með okkur í
riðli eru FH, Fjölnir, Fram, Leiknir R., Selfoss, Valur og Víkingur R. Fyrsti leikurinn fer fram um helgina og munu við sækja Víkinga heim en leikurinn mun fara fram
í Egilshöll á laugardag. Hann hefst kl 17:00 og hvetjum við alla KA menn á svæðinu til þess að mæta og styðja strákana til sigurs.
Næsti leikur verður svo á Akranesi gegn Selfoss en fyrsti heimaleikur okkar er ekki fyrr en 14. mars. Leikjaplan er hægt að sjá undir lesa meira.
17.02.2010
KA vann Þór 3-2 í leik um 7. sætið á Soccerademótinu í kvöld. Leikurinn var hraður og nokkuð skemmtilegur en KA-menn byrjuðu hann
hörmulega, lentu 0-2 undir eftir tíu mínútur. Míló tók greinilega fjórfalda hárþurrkumeðferð í hálfleik a la
Ferguson og átti KA allan seinni hálfleikinn. Í honum uppskáru þeir þrjú mörk og í heildina verður að telja sigur KA
sanngjarnan.
15.02.2010
Á sunnudaginn er einn af aðal dögum ársins, jú konudagurinn. Á þeim degi má alls ekki klikka á því að gefa konunni
blóm því annars gæti farið illa. Í fyrra bauð knattspyrnudeild KA upp á afar góðan kost en hægt var að panta blómvönd
sem síðan var sendur heim til viðkomandi. Gekk þetta svo vel að ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn. Hægt er að kaupa tvær
gerðir af blómvöndum, fyrir 2500. kr og 3500. kr og verður svo vendinum keyrt heim fyrir
hádegi sunnudaginn n.k. Þetta er kjörin leið til að gleðja það sem veitir manni mesta ánægju í
lífinu, jú konuna og að sjálfsögðu KA!
Áhugasamir sendið pantanir á gassi@ka-sport.is eða hafið samband við:
Gassa - 899 7888
Dóra - 861 5525
15.02.2010
Hinn geysi sterki fótboltamaður frá Ólafsfirði, Ingi Freyr Hilmarsson, sem leikið hefur með KA undanfarin ár er á förum frá liðinu.
Ingi hefur gert samning við 3. deildarliðið Årdal FK og mun halda utan á næstunni og hefja æfingar með þeim. Knattspyrnudeild KA óskar honum
góðs gengis úti.
15.02.2010
Úrlistaleikur um 1. sætið á Soccerade-mótinu fór fram í gærkvöld. Þar mættu okkar menn liði Völsungs. Staðan var 1 - 1
eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni sem Völsungar unnu svo. Deanó sagði í samtali við
tíðindamann síðunnar að honum hafi fundist við vera mun betri aðilinn í leiknum en vandamálið hafi bara verið að við gátum ekki
klárað færin. Næstu helgi hefst svo Lengjubikarinn og verður spennandi að sjá hvernig okkar menn standa sig þar.