Fréttir

Jói Valgeirs besti dómarinn í sumar

KA-maðurinn Jóhannes Valgeirsson var valinn besti dómari Landsbankadeildarinnar þetta sumarið á lokahófi KSÍ á Broadway í Reykjavík um síðustu helgi.

Stórskemmtilegt árgangamót KA (Myndaveisla)

Föstudaginn 19. september hélt knattspyrnudeildin skemmtilegt árgangamót en það var haldið í tengslum við lokahóf deildarinnar sem haldið var kvöldið eftir.

Þór/KA: Viðtal við Nóa Björnsson um knattspyrnu kvenna

Sameiginlegt lið Þórs og KA í knattspyrnu hefur heldur betur staðið sig vel í sumar.Stelpurnar stóðu sig vel á vellinum og umgjörðin í kringum leiki og liðið sjálft var til fyrirmyndar. Nú á dögunum var tekið viðtal við Nóa Björnsson á vefsíðu Þórsara um þetta sameiginlega lið, þar sem m.a. spáð er í spilin um framhaldið og einnig er komið inn á hversu vel samstarf félagana hefur gengið að undanförnu. Viðtalið, sem birtist fyrr í mánuðinum á heimasíðu Þórs, má lesa í heild sinni  hér . 

Engar framkvæmdir í bráð - Það verður þökulagt aftur

Í dag var fundað um uppbyggingu á félagssvæði KA. Samkvæmt upplýsingum frá formanni KA, Stefáni Gunnlaugssyni, verður fyllt upp í það sem búið er að grafa með möl og síðan mold í vor og þökulagt.

Framkvæmdum slegið á frest (Nýjar myndir)

Bæjarstjóri Akureyrar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, tilkynnti í dag að framkvæmdum á vallarsvæði KA verður slegið á frest um ókominn tíma. Fundað verður í fyrramálið um hvað verður gert en Stefáni Gunnlaugssyni formanni var falið það verkefni að funda með bænum um þetta mál. Framkvæmdir hófust á vellinum s.l. föstudag og er búið að grafa niður á 2 metra á stóru svæði á vellinum sem þýðir það að ef að framkvæmdum verður frestað um ár, eins og heyrst hefur, verður völlurinn skiljanlega ónothæfur næsta sumar og í stað vallar mun standa þar opið sár. Því er ljóst að um grafalvarlegt mál er að ræða.

Janez Vrenko verður ekki áfram

Slóvenski varnarmaðurinn Janez Vrenko mun ekki leika með KA áfram þar sem stjórn knattspyrnudeildar KA ákvað að endurnýja ekki samninginn við kappann.

Norbert áfram næstu tvö árin

Þessa dagana er verið að móta og styrkja leikmannahópinn fyrir átök næsta sumars og liður í því er eðlilega að reyna að halda mönnum sem fyrir eru.

Arnór Egill semur til þriggja ára

Arnór Egill Hallsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við KA. Arnór var að klára sitt síðasta tímabil í 2. flokk nú í sumar en hann spilar venjulega sem framherji eða framliggjandi vængmaður.

Magnús Blöndal semur út tímabilið 2011

Fyrirliði 2. flokks KA, Magnús Blöndal hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við KA.

Jói Valgeirs besti dómari umferða 15-22

KA-dómarinn Jóhannes Valgeirsson var valinn besti dómari umferða 15-22 í Landsbankadeildinni í gær þegar þessar umferðir voru gerðar upp í höfuðstöðvum KSÍ.