29.09.2008
Steinn Gunnarsson sem er nú genginn upp úr öðrum flokki skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning en gildandi samningur hans var
að renna út nú í haust.
29.09.2008
Laugardagskvöldið fyrir rúmri viku eftir sigurleikinn gegn Víkingum frá Ólafsvík hélt knattspyrnudeild KA stórglæsilegt lokahóf
á Hótel KEA.
25.09.2008
- Jóhannes Valgeirsson í spjalli um dómgæsluna
Nú í sumar hafa þrír KA-menn verið í eldlínunni í Landsbankadeildinni í sumar, um er að ræða þrjá dómara,
Jóhannes Valgeirsson milliríkjadómara, Áskel Þór Gíslason aðstoðardómara og Sverri Gunnar Pálmason aðstoðardómara.
25.09.2008
Dínó var valinn í lið ársins í fyrstu deildinni af fyrirliðum og þjálfurum í deildinni en það var Fótbolti.net sem
stóð fyrir valinu.
24.09.2008
Á laugardaginn sl. mættust KA-menn og Víkingar frá Ólafsvík í lokaleik sumarsins á flottum Akureyrarvellinum. Vitað var að með sigri
myndi KA gulltryggja fjórða sætið og það gerðu þeir með 1-0 sigri. Þrátt fyrir aðeins eins marks sigur spilaði KA-liðið
fínan fótbolta og óheppnin ein gerði það að verkum að mörkin urðu ekki fleiri. Umfjöllun með myndum.
19.09.2008
Nú þegar sumarið er farið að líða undir lok og síðasta leikur tímabilsins handan við hornið er við hæfi að heyra í
öðrum af þjálfurum liðsins, Steingrími Erni, og renna yfir farinn veg.
19.09.2008
Á laugardagskvöldið eftir leik KA og Ólafsvíkinga fer fram lokahóf knattspyrnudeildarinnar á Hótel KEA og hefst kl. 20:00.
19.09.2008
Á laugardaginn næstkomandi fá KA lið Víkings Ólafsvík í heimsókn á Akureyrarvöllinn. Þetta er síðasti leikur
á þessu tímabili og hvetjum við alla KA-menn að skella sér á leikinn sem hefst klukkan 14:00. KA stuðningsmenn
ætla að hittast á Allanum klukkan 12:45. Það er frítt inn fyrir alla og vonandi að sem flestir sjái sér
fært um að mæta á þennan síðasta leik sumarsins.
17.09.2008
Heimasíðunni bárust á dögunum fjölmargar myndir úr tapleik liðsins gegn Stjörnumönnum á föstudaginn sl. á gervigrasinu
í Garðabænum.
17.09.2008
Hinn feykiöflugi miðjumaður okkar manna, Arnar Már Guðjónsson, fékk á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í gær eins leiks
bann fyrir sex gul spjöld í sumar.