20.07.2008
Á fimmtudagskvöldið fóru KA-menn til Eskifjarðar og léku gegn Fjarðabyggð í fyrsta leik seinni umferðar mótsins. Leikurinn var algjör
endurtekning af leik liðanna í vor - sömu markaskorarar og sami gangur leiksins, 2-2.
17.07.2008
Í dag mætast KA og Fjarðabyggð á Eskifjarðarvelli og eru allir KA menn sem hafa tök á því að mæta að fjölmenna austur og
styðja við bakið á strákunum. Leikurinn hefst klukkan 20.00.
16.07.2008
Í vikunni gekk framherjinn Gyula Horvarth til liðs við KA-menn en hann hafði verið á reynsluæfingum hjá liðinu í þónokkra daga
áður en ákveðið var að semja við kappann út tímabilið.
16.07.2008
Varnarjaxlinn Baldvin Ólafsson hefur verið sendur á láni út tímabilið til Magna á Grenivík en hann hefur ekki náð að komast
í lið KA-manna.
12.07.2008
Á laugardaginn sl. mættust Víkingur Ólafsvík og KA í Ólafsvík í aftakaveðri en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna þar
sem sigurmarkið kom í uppbótartíma - þriðja leikinn í röð hjá KA-mönnum!
11.07.2008
Á morgun munu KA-menn leggja leið sína til Ólafsvíkur og spila gegn Ólafsvíkingum en leikurinn hefst kl. 16:00. Skemmst er að minnast leiksins
í fyrra á Ólafsvíkurvelli sem fór 6-0 fyrir heimamönnum en strákarnir eru staðráðnir í að hefna þeirra ófara
núna!
09.07.2008
KA-menn tóku á móti Stjörnunni á sunnudaginn sl. í geysilega mikilvægum leik fyrir bæði lið hvað varðar framhaldið en
því miður rændu gestirnir stigunum þremur í dramatískum leik.
06.07.2008
Í dag mætast KA og Stjarnan á Akureyrarvellinum en leikurinn er geysilega mikilvægur fyrir KA-menn sem gætu náð að blanda sér í
toppbaráttuna með sigri en leikurinn hefst kl. 16:00 í dag.
01.07.2008
Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum KA-manni að á hverju ári, fyrstu helgina í júlí, heldur KA eitt stærsta
knattspyrnumót landsins ætlað strákum í fimmta flokki karla og koma lið frá öllu landinu á mótið.
28.06.2008
Í gærkvöldi mættust Þór og KA í erkifjendaslag í fyrstu deildinni og svo fór að KA-menn tóku öll stigin þrjú en
sigurmarkið kom í uppbótartíma og gat sigurinn því varla verið sætari.