Fréttir

Upphitun: Selfoss - KA

Í kvöld mætast Selfoss og KA á Selfossvelli en leikurinn hefst kl. 19:00 og er vonandi að KA-menn nái að koma sér á sigurbrautina í kvöld.

Umfjöllun: KA - Víkingur R.

Á mánudagskvöldið komu Víkingar úr Reykjavík norður og léku gegn KA-mönnum en í fyrri umferðinni fóru Víkingar með 3-1 sigur af hólmi en annað var uppi á teningnum í úrhellinu á Akureyrarvellinum.

Almarr Ormarsson: Skemmtileg áskorun fyrir mig

Eins og við greindum frá fyrr í dag hafa KA og Fram komist að samkomulagi um sölu og kaup á hinum unga fyrirliða KA-manna, Almarri Ormarssyni, og hefur hann þegar skrifað undir samning við úrvalsdeildarliðið. Við tókum Almarr tali og spurðum hann út í félagaskiptin, afrek föður síns og framtíð KA-liðsins og fleira.

Almarr Ormarsson genginn til liðs við Fram (Staðfest)

Almarr Ormarsson, leikmaður meistaraflokks KA, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Fram og er hann búinn að skrifa undir tveggja og hálfs árs samning. Almarr spilaði því sinn síðasta leik með KA gegn Víkingi R. á Akureyrarvelli í gærkvöldi og verður hann löglegur sem leikmaður Fram þegar Framarar sækja HK-menn í Kópavogi heim þann 28. júlí nk.

Upphitun: KA - Víkingur R.

Í kvöld mætast KA og Víkingur R. á flottum Akureyrarvellinum. Leikurinn hefst kl 19:15 og ætla Vinir Sagga að hita upp á Allanum kl. 18:00 og þeir hvetja á alla KA-stuðningsmenn til að mæta þangað og syngja nokkra góða söngva áður en rölt er saman á völlinn!

Umfjöllun: Fjarðabyggð - KA

Á fimmtudagskvöldið fóru KA-menn til Eskifjarðar og léku gegn Fjarðabyggð í fyrsta leik seinni umferðar mótsins. Leikurinn var algjör endurtekning af leik liðanna í vor - sömu markaskorarar og sami gangur leiksins, 2-2.

Upphitun: Fjarðabyggð - KA

Í dag mætast KA og Fjarðabyggð á Eskifjarðarvelli og eru allir KA menn sem hafa tök á því að mæta að fjölmenna austur og styðja við bakið á strákunum. Leikurinn hefst klukkan 20.00.

Ungverskur framherji til KA (Staðfest)

Í vikunni gekk framherjinn Gyula Horvarth til liðs við KA-menn en hann hafði verið á reynsluæfingum hjá liðinu í þónokkra daga áður en ákveðið var að semja við kappann út tímabilið.

Baldvin á láni til Magna (Staðfest)

Varnarjaxlinn Baldvin Ólafsson hefur verið sendur á láni út tímabilið til Magna á Grenivík en hann hefur ekki náð að komast í lið KA-manna.

Umfjöllun: Víkingur Ó. - KA

Á laugardaginn sl. mættust Víkingur Ólafsvík og KA í Ólafsvík í aftakaveðri en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma - þriðja leikinn í röð hjá KA-mönnum!