29.01.2009
Knattspyrnudeild KA
ætlar að endurvekja getraunaþjónustuna sem hefur legið niðri um nokkurt skeið. Getraunaþjónustan verður opin á föstudagskvöldum
frá klukkan 20 - 22 og á laugardögum frá klukkan 12 - 13:30. Við hvetjum alla KA menn til þess að líta við í KA - heimilinu, fá
sér kaffi, tippa og spjalla um enska boltan í leiðinni. Um leið viljum við benda öllum þeim sem að eru að tippa á 1x2 og Lengjunni að ef
þeir setja félagsnúmer KA 600 á getraunaseðilinn þá rennur hluti af andvirði miðans til KA!
29.01.2009
KA sigraði annan leikinn í röð í Soccerademótinu á mánudagskvöldið en þá léku þeir gegn annars flokks liði
Þórs í Boganum.
27.01.2009
Karen Birna Þorvaldsdóttir, leikmaður þriðja flokks kvenna, hefur verið boðuð á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliði
kvenna.
27.01.2009
Tveir leikmenn úr þriðja flokki karla hjá KA hafa verið valdir í úrtakshóp U16 ára landsliðs karla sem æfir tvívegis í
Boganum um komandi helgi.
26.01.2009
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt samkomulag við KA vegna notkunar og reksturs Akureyrarvallar sem fyrirhugað var að rífa fljótlega.
26.01.2009
Í kvöld leikur KA sinn annan leik í Soccerademótinu og er andstæðingurinn annar flokkur Þórs.
26.01.2009
Á fimmtudagskvöldið sl. náði annar flokkur í sín fyrstu stig í Soccerademótinu með sigri á Magna.
22.01.2009
Varnarmaðurinn Þórður Arnar Þórðarson sem kom til KA frá Þór um mitt sumar árið 2007 framlengdi samning sinn við KA á
dögunum.
22.01.2009
Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið valdir í æfingahóp U19 ára landsliðsins á æfingar sem fram fara um helgina
fyrir sunnan.
22.01.2009
Strákarnir í öðrum flokki mæta Magna í Soccerademótinu í kvöld en Magni mun leika í 2. deild í sumar.