26.01.2009
Á fimmtudagskvöldið sl. náði annar flokkur í sín fyrstu stig í Soccerademótinu með sigri á Magna.
22.01.2009
Varnarmaðurinn Þórður Arnar Þórðarson sem kom til KA frá Þór um mitt sumar árið 2007 framlengdi samning sinn við KA á
dögunum.
22.01.2009
Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið valdir í æfingahóp U19 ára landsliðsins á æfingar sem fram fara um helgina
fyrir sunnan.
22.01.2009
Strákarnir í öðrum flokki mæta Magna í Soccerademótinu í kvöld en Magni mun leika í 2. deild í sumar.
21.01.2009
Dean Martin eða Dínó, spilandi þjálfari meistaraflokks, er þessa dagana staddur í Englandi þar sem hann sækir KSÍ VI
þjálfaranámskeið.
21.01.2009
Á laugardaginn sl. lék annar flokkur gegn aðalliði Þórs í Boganum en leikurinn var hluti af Soccerademótinu. KA1 sem er skipað leikmönnum
meistaraflokks átti ekki leik þessa helgina.
17.01.2009
2. flokkur leikur í dag gegn aðalliði Þórs í A-riðli Soccerademótsins. KA1 leikur ekki um helgina.
16.01.2009
Þorlákur Árnason nýráðinn þjálfari landsliðs U17 kvenna í knattspyrnu boðaði til einnar æfingar á miðvikudaginn
hér fyrir norðan þar sem hann valdi fjórtan stelpur frá Norðurlandi.
16.01.2009
Fyrstu leikirnir hjá KA og KA2 í Soccerademótinu fóru fram um seinustu helgi. KA-vann Völsung 3-0 en KA2 sem er skipað leikmönnum úr öðrum
flokki tapaði 2-0 fyrir Tindastól.
11.01.2009
Á bilinu 160 - 70
manns sóttu afmælishátíð Knattspyrnufélags Akureyrar sem haldin var í dag. Þar voru haldnar nokkrar ræður og kjöri á
íþróttamanni KA lýst. Það var Matus Sandor sem að hlaut tiltilinn þetta skiptið en í
öðrusæti var Piotr Slawomir Kempisty og þriðja sætinu skiptu þær Una Margrét
Heimisdóttir og Arna Valgerður Erlingsdóttir á milli sín. Frekari upplýsingar um þá sem tilnefndir
voru er hægt að finna hér. Höskuldur Þórhallsson hélt ræðu um hvernig
það er að vera K.A.-maður og Tryggvi Gunnarsson fór yfir liðið ár 2008. Annáll Tryggva Gunnarssonar birtist hér á síðunni von
bráðar. Sjáðu myndir hér.