21.01.2009
Á laugardaginn sl. lék annar flokkur gegn aðalliði Þórs í Boganum en leikurinn var hluti af Soccerademótinu. KA1 sem er skipað leikmönnum
meistaraflokks átti ekki leik þessa helgina.
17.01.2009
2. flokkur leikur í dag gegn aðalliði Þórs í A-riðli Soccerademótsins. KA1 leikur ekki um helgina.
16.01.2009
Þorlákur Árnason nýráðinn þjálfari landsliðs U17 kvenna í knattspyrnu boðaði til einnar æfingar á miðvikudaginn
hér fyrir norðan þar sem hann valdi fjórtan stelpur frá Norðurlandi.
16.01.2009
Fyrstu leikirnir hjá KA og KA2 í Soccerademótinu fóru fram um seinustu helgi. KA-vann Völsung 3-0 en KA2 sem er skipað leikmönnum úr öðrum
flokki tapaði 2-0 fyrir Tindastól.
11.01.2009
Á bilinu 160 - 70
manns sóttu afmælishátíð Knattspyrnufélags Akureyrar sem haldin var í dag. Þar voru haldnar nokkrar ræður og kjöri á
íþróttamanni KA lýst. Það var Matus Sandor sem að hlaut tiltilinn þetta skiptið en í
öðrusæti var Piotr Slawomir Kempisty og þriðja sætinu skiptu þær Una Margrét
Heimisdóttir og Arna Valgerður Erlingsdóttir á milli sín. Frekari upplýsingar um þá sem tilnefndir
voru er hægt að finna hér. Höskuldur Þórhallsson hélt ræðu um hvernig
það er að vera K.A.-maður og Tryggvi Gunnarsson fór yfir liðið ár 2008. Annáll Tryggva Gunnarssonar birtist hér á síðunni von
bráðar. Sjáðu myndir hér.
09.01.2009
Á morgun fer fram fyrsti mótsleikur okkar manna á árinu og nýju tímabili þegar þeir mæta Völsungum í leik sem er hluti af
Soccerademótinu.
07.01.2009
Markvörðurinn Sandor Matus og miðjumaðurinn Arnar Már Guðjónsson hafa báðir verið tilnefndir sem íþróttamenn KA fyrir
árið 2008.
07.01.2009
Guðmundur Óli Steingrímsson sem lék með KA-liðinu fyrri hluta seinasta sumars hefur gengið aftur í raðir KA ásamt tveimur yngri
bræðrum sínum, þeim Hallgrími og Sveinbirni.
03.01.2009
Mánudaginn 5. janúar hefjast skipulagðar æfingar að nýju hjá meistaraflokki, í KA-heimilinu kl. 17:00. Desember var með öðru sniði en
aðrir mánuðir þar sem strákarnir fengu að æfa sjálfir eftir gefinni áætlun.
23.12.2008
Knattspyrnudeild KA vill óska landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.