11.09.2008
Árni Arnar Sæmundsson leikmaður þriðja flokks karla hefur verið valinn á úrtaksæfingar fyrir U17 ára landslið karla.
11.09.2008
Eins og flestir KA-menn ættu að hafa tekið eftir þá endaði Þórsleikurinn í síðustu viku illa og ekki bætti úr skák
að tveir okkar manna, fyrirliðinn Elmar Dan og sóknarmaðurinn Andri Júlíusson fengu báðir rauð spjöld í leiknum.
11.09.2008
Knattspyrnudeild KA hefur ákveðið að halda árgangamót í fótbolta föstudaginn 19. sept. í tengslum við lokahóf deildarinnar sem
fram fer á Hótel KEA kvöldið eftir.
04.09.2008
Í gærkvöldi mættust KA og Þór í síðari leik liðanna í sumar en KA-menn stálu sigrinum í síðasta leik
með sigurmarki í uppbótartíma og áttu Þórsarar því harma að hefna frá þeim leik.
02.09.2008
U18 ára landslið Íslands hefur lokið keppni á æfingamóti í Tékklandi sem fram fór í síðustu viku. Eins og kunnugt er
voru tveir KA-menn í hópnum, þeir Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson og stóðu þeir sig með prýði ytra.
02.09.2008
Þá er komið að næstsíðasta heimaleik okkar manna í sumar og það er stórleikur gegn erkifjendunum í Þór. Leikurinn
hefst kl. 18:00 og fer auðvitað fram á Akureyrarvellinum.
02.09.2008
KA-menn endurheimtu fjórða sætið með 3-2 sigri á Leikni í Breiðholtinu á laugardaginn en upphaflega átti leikurinn að fara fram deginum
áður en vegna veðurs komust KA-menn ekki suður þá.
22.08.2008
Í gærkvöldi tóku KA-menn á móti toppliði deildarinnar, Eyjamönnum, á glæsilegum Akureyrarvellinum. KA-menn sýndu mikinn karakter
í leiknum og uppskáru 2-1 sigur og fjórða sætið í bili.
20.08.2008
Á mánudaginn var Akureyrarslagur af bestu gerð í öðrum flokk karla á Akureyrarvellinum en leikurinn var einnig áhugaverður fyrir þær
sakir að bæði lið eru að berjast í neðri hluta A-deildar og vantar sárnauðsynlega stig.
20.08.2008
Á morgun mætir KA toppliði ÍBV á Akureyrarvelli og hefst leikurinn klukkan 18.30. KA er sem stendur í 5. sæti á meðan ÍBV vantar
aðeins sex stig til að komast upp.
KA-stuðningsmenn ætla að hittast á Allanum kl. 17:30 og þar verða Vinir Sagga fremstir í flokki áður en haldið verður á
Akureyrarvöll.