17.09.2008
Nú þegar hafa átta lið boðað komu sína á árgangamót knattspyrnudeildar KA sem haldið verður föstudaginn næstkomandi
(19.09.08).
16.09.2008
Vetraræfingar yngri flokka KA í knattspyrnu hefjast fimmtudaginn 2. október nk. Æft verður í Boganum. Nýir iðkendur eru sérstaklega
boðnir velkomnir á æfingar og gefst þeim kostur á að æfa án endurgjalds í október. Sem fyrr er lögð áherslu á
faglega þjálfun og að knattspyrnan er og á að vera skemmtileg.
13.09.2008
Á morgun mætast KA og Þór í öðrum flokki á KA-vellinum og hefst leikurinn kl. 14:00. Þessi leikur verður að teljast sögulegir fyrir
nokkrar sakir og vonandi mæta sem flestir til að sjá þennan erkifjendaslag.
12.09.2008
Nú í kvöld spiluðu okkar menn við Stjörnumenn á samnefndum velli í Garðabænum. Áhorfendur voru fjölmargir í góðri
aðstöðu á vellinum og týpískt haustveður var um að ræða. Aðstæður því með ágætu móti en
leikurinn varð þó heldur bragðdaufur.
Með sigri í leiknum áttu Stjörnumenn möguleika á að koma sér upp í annað sæti deildarinnar og þar með eiga enn
góðann möguleika á að fylgja ÍBV upp í efstu deild. Okkar menn höfðu hins vegar ekki að jafnmiklu að keppa þar sem möguleikar
á að komast upp sem og að falla voru úr sögunni.
Svo fór að úrslit kvöldsins voru eins hagstæð Stjörnumönnum og hægt var. Á meðan að Fjarðabyggð lagði Selfoss unnu
þeir heimasigur á okkar mönnum með marki Daníels Laxdal í lok leiks. 1-0 fyrir Stjörnuna.
11.09.2008
Á morgun fara KA-menn suður og mæta Stjörnunni á Stjörnuvelli í Garðabænum. Þetta er síðasti útileikur KA í sumar og
jafnframt næstsíðasti leikur sumarsins. Leikurinn hefst klukkan 18:00. Við hvetjum alla KA-menn fyrir sunnan til að skella sér á leikinn.
11.09.2008
Árni Arnar Sæmundsson leikmaður þriðja flokks karla hefur verið valinn á úrtaksæfingar fyrir U17 ára landslið karla.
11.09.2008
Eins og flestir KA-menn ættu að hafa tekið eftir þá endaði Þórsleikurinn í síðustu viku illa og ekki bætti úr skák
að tveir okkar manna, fyrirliðinn Elmar Dan og sóknarmaðurinn Andri Júlíusson fengu báðir rauð spjöld í leiknum.
11.09.2008
Knattspyrnudeild KA hefur ákveðið að halda árgangamót í fótbolta föstudaginn 19. sept. í tengslum við lokahóf deildarinnar sem
fram fer á Hótel KEA kvöldið eftir.
04.09.2008
Í gærkvöldi mættust KA og Þór í síðari leik liðanna í sumar en KA-menn stálu sigrinum í síðasta leik
með sigurmarki í uppbótartíma og áttu Þórsarar því harma að hefna frá þeim leik.
02.09.2008
U18 ára landslið Íslands hefur lokið keppni á æfingamóti í Tékklandi sem fram fór í síðustu viku. Eins og kunnugt er
voru tveir KA-menn í hópnum, þeir Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson og stóðu þeir sig með prýði ytra.