01.08.2008
Heimasíðan heyrði hljóðið í Skagamanninum Andra Júlíussyni í dag en í vikunni var ákveðið að hann kæmi til KA
á láni út tímabilið frá úrvalsdeildarliði ÍA. Andra líst vel á þessa tilbreytingu og hlakkar til að koma norður.
31.07.2008
Í dag fékkst það staðfest að sóknarmaðurinn Andri Júlíusson sem er á mála hjá ÍA mun koma á láni til
KA út leiktímabilið en Andra hefur gengið illa að festa sig í sessi hjá Landsbankadeildarliðinu í sumar.
31.07.2008
Miðvallarleikmaðurinn Guðmundur Óli Steingrímsson er farinn aftur á heimaslóðir til Húsavíkur þar sem hann mun leika með
Völsungum, uppeldisfélagi sínu.
29.07.2008
Á þriðjudag mættust KA og Selfoss á heimavelli þeirra síðarnefndu en þeir fóru með 2-1 sigur af hólmi í flottu
fótboltaveðri á Selfossi.
29.07.2008
Selfyssingar tóku á mót okkar mönnum á Selfossvelli í kvöld. Skemmst er frá því að segja að lokatölur voru ekki okkar
mönnum í hag, 2 - 1 fyrir Selfoss. Það var Andri Fannar Stefánsson sem skoraði mark KA manna. Mörk Selfyssinga skoruðu þeir Sævar Gíslason
og Henning Eyþór.
Nánari umfjöllun væntanleg síðar.
29.07.2008
Í kvöld mætast Selfoss og KA á Selfossvelli en leikurinn hefst kl. 19:00 og er vonandi að KA-menn nái að koma sér á sigurbrautina í
kvöld.
23.07.2008
Á mánudagskvöldið komu Víkingar úr Reykjavík norður og léku gegn KA-mönnum en í fyrri umferðinni fóru Víkingar
með 3-1 sigur af hólmi en annað var uppi á teningnum í úrhellinu á Akureyrarvellinum.
22.07.2008
Eins og við greindum frá fyrr í dag hafa KA og Fram komist að samkomulagi um sölu og kaup á hinum unga fyrirliða KA-manna, Almarri Ormarssyni, og hefur hann
þegar skrifað undir samning við úrvalsdeildarliðið. Við tókum Almarr tali og spurðum hann út í félagaskiptin, afrek föður
síns og framtíð KA-liðsins og fleira.
22.07.2008
Almarr Ormarsson, leikmaður meistaraflokks KA, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Fram og er hann búinn að skrifa undir tveggja og hálfs árs
samning. Almarr spilaði því sinn síðasta leik með KA gegn Víkingi R. á Akureyrarvelli í gærkvöldi og verður hann löglegur sem
leikmaður Fram þegar Framarar sækja HK-menn í Kópavogi heim þann 28. júlí nk.
21.07.2008
Í kvöld mætast KA og Víkingur R. á flottum Akureyrarvellinum. Leikurinn hefst kl 19:15 og ætla Vinir Sagga að hita upp á Allanum kl. 18:00 og
þeir hvetja á alla KA-stuðningsmenn til að mæta þangað og syngja nokkra góða söngva áður en rölt er saman á völlinn!