15.08.2008
Í dag fer KA í erfiðan útileik gegn KS/Leiftri. Leikurinn fer fram á Siglufjarðarvelli og hefst klukkan 19.00. Allir KA menn eru eindregið hvattir til að
fara á Siglufjörð og styðja við bakið á liðinu.
15.08.2008
Á þriðjudagskvöldið tóku KA-menn á móti Njarðvík en okkar menn áttu harma að hefna eftir síðasta leik liðanna
þar sem Njarðvíkingar tóku öll þrjú stigin, fyrr í sumar.
12.08.2008
Í kvöld mætast KA og Njarðvík á Akureyrarvellinum og leikurinn hefst kl. 19:15. Í síðasta leik liðanna hirtu Njarðvíkingar
öll þrjú stigin af KA-mönnum og vonandi að strákarnir nái að taka þrjú stig í kvöld til að bæta upp fyrir
það.
07.08.2008
Nú rétt í þessu var að ljúka leik okkar KA manna gegn Haukum á Ásvöllum. KA og Haukar hafa mæst tvisvar á undanförnum
árum á Ásvöllum, ávallt hefur rignt og ávallt hafa bæði lið skorað sitthvort markið. Á því varð þó
ein breyting - Haukarnir skoruðu ekkert. Sigur í útileik 0-1 gegn liði sem fyrirfram mátti búast við erfiðari leik gegn.
07.08.2008
Í kvöld mætast KA-menn og Haukar á gervigrasinu að Ásvöllum í Hafnarfrði, leikurinn fer fram kl 19:15 og
hvetjum við alla KA-menn fyrir sunnan að kíkja á leikinn og styðja sína menn til sigurs.
01.08.2008
Heimasíðan heyrði hljóðið í Skagamanninum Andra Júlíussyni í dag en í vikunni var ákveðið að hann kæmi til KA
á láni út tímabilið frá úrvalsdeildarliði ÍA. Andra líst vel á þessa tilbreytingu og hlakkar til að koma norður.
31.07.2008
Í dag fékkst það staðfest að sóknarmaðurinn Andri Júlíusson sem er á mála hjá ÍA mun koma á láni til
KA út leiktímabilið en Andra hefur gengið illa að festa sig í sessi hjá Landsbankadeildarliðinu í sumar.
31.07.2008
Miðvallarleikmaðurinn Guðmundur Óli Steingrímsson er farinn aftur á heimaslóðir til Húsavíkur þar sem hann mun leika með
Völsungum, uppeldisfélagi sínu.
29.07.2008
Á þriðjudag mættust KA og Selfoss á heimavelli þeirra síðarnefndu en þeir fóru með 2-1 sigur af hólmi í flottu
fótboltaveðri á Selfossi.
29.07.2008
Selfyssingar tóku á mót okkar mönnum á Selfossvelli í kvöld. Skemmst er frá því að segja að lokatölur voru ekki okkar
mönnum í hag, 2 - 1 fyrir Selfoss. Það var Andri Fannar Stefánsson sem skoraði mark KA manna. Mörk Selfyssinga skoruðu þeir Sævar Gíslason
og Henning Eyþór.
Nánari umfjöllun væntanleg síðar.