10.11.2008
Kristrún Lilja Daðadóttir landsliðsþjálfari U17 ára landsliðs kvenna hefur valið tvær KA-stelpur á æfingar sem fram fara um
komandi helgi.
07.11.2008
Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið valdir í æfingahóp hjá U19 ára landsliðinu sem æfir um helgina en
þjálfari liðsins er Kristinn Rúnar Jónsson.
07.11.2008
Í kvöld verður haldið tippkvöld í KA-heimilinu kl. 20:00 þar sem menn geta komið saman og tippað á leiki helgarinnar í boltanum.
05.11.2008
Heimasíðunni barst þessi tilkynning á dögunum og fannst okkur ekkert nema sjálfsagt að birta han hér á vefnum:
Hið árlega Laugamót í knattspyrnu verður haldið dagana 21. og 22. nóvember næstkomandi í
Íþróttahúsi Framhaldsskólans á Laugum. Reiknað er með að keppni í kvennaknattspyrnu fari fram seinni part föstudagsins 21.
nóvember og karlakeppnin fari fram á laugardeginum 22. nóvember.
05.11.2008
Varnarmaðurinn Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA eftir eins árs dvöl hjá KS/Leiftri sem féll
niður í 2. deild.
02.11.2008
Búið er að draga í töfluröð fyrir fyrstu deildina næsta sumar og munu okkar menn hefja sumarið á leik á útivelli gegn Selfyssingum.
24.10.2008
Í gær, fimmtudaginn 24 okt, datt bréf og gíróseðill inn um bréfalúgur bæjarbúa þar sem aðstandendur sameinaðs
liðs Þór/KA í knattspyrnu biðla til bæjarbúa um að styrkja liðið með því að greiða gíróseðilinn.
Við hér á síðunni hvetjum alla til þess að styrkja stelpurnar sem hafa staðið sig mjög vel undanfarin ár innan sem utan vallar.
24.10.2008
Fjórir strákar sem gengu upp í annan flokk í haust héldu til Bolton og dvöldu þar við æfingar í síðustu viku en þeir
fengu að fara út í kjölfar góðrar frammistöðu í knattspyrnuskóla Grétar Rafns þar sem þjálfarar frá Bolton
stýrðu æfingunum.
23.10.2008
Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið valdir í æfingahóp hjá U19 ára landsliði Íslands og æfir hópurinn
tvívegis um helgina.
22.10.2008
Næstkomandi sunnudag, 26. október, verður yngriflokkastarf KA í knattspyrnu með bingó og kaffihlaðborð í sal Brekkuskóla.
Bingóið hefst stundvíslega kl. 14. Að lokinni fyrri umferð bingósins verður gert hlé fyrir kaffihlaðborðið og síðan verður
seinni umferðin spiluð.