Fréttir

Næsta sumar hefst á Selfossi

Búið er að draga í töfluröð fyrir fyrstu deildina næsta sumar og munu okkar menn hefja sumarið á leik á útivelli gegn Selfyssingum.

Stelpurnar í Þór/KA biðla til bæjarbúa

Í gær, fimmtudaginn 24 okt, datt bréf og gíróseðill inn um bréfalúgur bæjarbúa þar sem aðstandendur sameinaðs liðs Þór/KA í knattspyrnu biðla til bæjarbúa um að styrkja liðið með því að greiða gíróseðilinn. Við hér á síðunni hvetjum alla til þess að styrkja stelpurnar sem hafa staðið sig mjög vel undanfarin ár innan sem utan vallar.

Fjórir voru hjá Bolton í tæpa viku

Fjórir strákar sem gengu upp í annan flokk í haust héldu til Bolton og dvöldu þar við æfingar í síðustu viku en þeir fengu að fara út í kjölfar góðrar frammistöðu í knattspyrnuskóla Grétar Rafns þar sem þjálfarar frá Bolton stýrðu æfingunum.

Andri Fannar og Haukur Heiðar á landsliðsæfingar

Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið valdir í æfingahóp hjá U19 ára landsliði Íslands og æfir hópurinn tvívegis um helgina.

Bingó – kaffihlaðborð

Næstkomandi sunnudag, 26. október, verður yngriflokkastarf KA í knattspyrnu með bingó og kaffihlaðborð í sal Brekkuskóla. Bingóið hefst stundvíslega kl. 14. Að lokinni fyrri umferð bingósins verður gert hlé fyrir kaffihlaðborðið og síðan verður seinni umferðin spiluð.

Jói Valgeirs besti dómarinn í sumar

KA-maðurinn Jóhannes Valgeirsson var valinn besti dómari Landsbankadeildarinnar þetta sumarið á lokahófi KSÍ á Broadway í Reykjavík um síðustu helgi.

Stórskemmtilegt árgangamót KA (Myndaveisla)

Föstudaginn 19. september hélt knattspyrnudeildin skemmtilegt árgangamót en það var haldið í tengslum við lokahóf deildarinnar sem haldið var kvöldið eftir.

Þór/KA: Viðtal við Nóa Björnsson um knattspyrnu kvenna

Sameiginlegt lið Þórs og KA í knattspyrnu hefur heldur betur staðið sig vel í sumar.Stelpurnar stóðu sig vel á vellinum og umgjörðin í kringum leiki og liðið sjálft var til fyrirmyndar. Nú á dögunum var tekið viðtal við Nóa Björnsson á vefsíðu Þórsara um þetta sameiginlega lið, þar sem m.a. spáð er í spilin um framhaldið og einnig er komið inn á hversu vel samstarf félagana hefur gengið að undanförnu. Viðtalið, sem birtist fyrr í mánuðinum á heimasíðu Þórs, má lesa í heild sinni  hér . 

Engar framkvæmdir í bráð - Það verður þökulagt aftur

Í dag var fundað um uppbyggingu á félagssvæði KA. Samkvæmt upplýsingum frá formanni KA, Stefáni Gunnlaugssyni, verður fyllt upp í það sem búið er að grafa með möl og síðan mold í vor og þökulagt.

Framkvæmdum slegið á frest (Nýjar myndir)

Bæjarstjóri Akureyrar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, tilkynnti í dag að framkvæmdum á vallarsvæði KA verður slegið á frest um ókominn tíma. Fundað verður í fyrramálið um hvað verður gert en Stefáni Gunnlaugssyni formanni var falið það verkefni að funda með bænum um þetta mál. Framkvæmdir hófust á vellinum s.l. föstudag og er búið að grafa niður á 2 metra á stóru svæði á vellinum sem þýðir það að ef að framkvæmdum verður frestað um ár, eins og heyrst hefur, verður völlurinn skiljanlega ónothæfur næsta sumar og í stað vallar mun standa þar opið sár. Því er ljóst að um grafalvarlegt mál er að ræða.