Fréttir

Jólagjöfin í ár: Leikritið Óvitar komið á DVD

5 flokkur kvenna í knattspyrnu kemur til með á næstu dögum ganga í öll hús á Akureyri og bjóða til sölu leikritið Óvitar á DVD.

KA/Þór: Takk fyrir stuðningin kæru bæjarbúar

Kvennaráð Þór/KA fór óvenjulega leið í styrktarbeiðni til bæjarbúa þegar það sendi út greiðsluseðla fyrir skömmu. Viðtökurnar voru vinsamlegar og fyrir það er liðið þakklátt. Hafin er metnaðarfullur undirbúningur fyrir komandi sumar. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja liðið geta enn greitt seðilinn, hann finnst m.a. í heimabankanum.

Andri Fannar og Haukur Heiðar boðaðir á æfingar

Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið boðaðir á æfingar hjá U19 ára landsliðinu sem fram fara um helgina.

Landsliðsfólk heimsótti æfingar hjá yngri flokkunum (Myndir)

Á laugardaginn sl. var boðið upp á skemmtilega tilbreytingu í Boganum á hinum hefðbundnu laugardagsæfingum hjá yngri flokkum KA en Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari A-landsliðs karla mætti í Bogann ásamt landsliðskonunum Ástu Árnadóttir og Rakeli Hönnudóttir.

Vinir Móða veittu Sandori viðurkenninguna

Á lokahófi knattspyrnudeildarinnar í haust var Sandor Matus valinn leikmaður ársins af stuðningsmannahópnum Vinum Móða.

Samið við Davíð Rúnar

Davíð Rúnar Bjarnason sem er á miðári í öðrum flokki hefur skrifað undir þriggja ára samning.

Karen og Helena aftur á landsliðsæfingar

Karen Birna Þorvaldsdóttir og Helena Jónsdóttir hafa verið boðaðar á landsliðsæfingar aðra helgina í röð í sínum aldursflokki.

Landsliðskonur og landsliðsþjálfari karla mæta á æfingar yngri flokka KA á laugardaginn 22. nóvember

Það verður líf og fjör á æfingum í yngri flokkum KA nk. laugardag, 22. nóvember.  Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, mætir á svæðið og stýrir æfingum í karlaflokkunum og landsliðskonurnar Ásta Árnadóttir, leikmaður Vals, og Rakel Hönnudóttir, leikmaður Þórs/KA, stýra æfingum í kvennaflokkunum.

Ekkert varð af leiknum

Leikurinn sem var fyrirhugaður gegn ÍA á laugardagsmorgun féll niður þar sem strákarnir komust ekki suður vegna ófærðar.

Tímabilið hefst á morgun

Það má með sanni segja að 2008-2009 tímabilið hjá KA-mönnum hefjist fyrir alvöru á morgun þrátt fyrir að strákarnir hafi hafi æfingar fyrir allnokkru en á morgun fer fram fyrsti leikurinn hjá liðinu er þeir mæta Skagamönnum í æfingaleik.