Fréttir

Samið við Davíð Rúnar

Davíð Rúnar Bjarnason sem er á miðári í öðrum flokki hefur skrifað undir þriggja ára samning.

Karen og Helena aftur á landsliðsæfingar

Karen Birna Þorvaldsdóttir og Helena Jónsdóttir hafa verið boðaðar á landsliðsæfingar aðra helgina í röð í sínum aldursflokki.

Landsliðskonur og landsliðsþjálfari karla mæta á æfingar yngri flokka KA á laugardaginn 22. nóvember

Það verður líf og fjör á æfingum í yngri flokkum KA nk. laugardag, 22. nóvember.  Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, mætir á svæðið og stýrir æfingum í karlaflokkunum og landsliðskonurnar Ásta Árnadóttir, leikmaður Vals, og Rakel Hönnudóttir, leikmaður Þórs/KA, stýra æfingum í kvennaflokkunum.

Ekkert varð af leiknum

Leikurinn sem var fyrirhugaður gegn ÍA á laugardagsmorgun féll niður þar sem strákarnir komust ekki suður vegna ófærðar.

Tímabilið hefst á morgun

Það má með sanni segja að 2008-2009 tímabilið hjá KA-mönnum hefjist fyrir alvöru á morgun þrátt fyrir að strákarnir hafi hafi æfingar fyrir allnokkru en á morgun fer fram fyrsti leikurinn hjá liðinu er þeir mæta Skagamönnum í æfingaleik.

Tvær frá KA á U17 kvenna landsliðsæfingar

Kristrún Lilja Daðadóttir landsliðsþjálfari U17 ára landsliðs kvenna hefur valið tvær KA-stelpur á æfingar sem fram fara um komandi helgi.

Andri Fannar og Haukur Heiðar æfa með U19

Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið valdir í æfingahóp hjá U19 ára landsliðinu sem æfir um helgina en þjálfari liðsins er Kristinn Rúnar Jónsson.

Tippkvöld hjá KA-mönnum

Í kvöld verður haldið tippkvöld í KA-heimilinu kl. 20:00 þar sem menn geta komið saman og tippað á leiki helgarinnar í boltanum.

Fréttatilkynning: Laugamót í knattspyrnu

Heimasíðunni barst þessi tilkynning á dögunum og fannst okkur ekkert nema sjálfsagt að birta han hér á vefnum: Hið árlega Laugamót í knattspyrnu verður haldið dagana 21. og 22. nóvember næstkomandi í Íþróttahúsi Framhaldsskólans á Laugum. Reiknað er með að keppni í kvennaknattspyrnu fari fram seinni part föstudagsins 21. nóvember og karlakeppnin fari fram á laugardeginum 22. nóvember.

Þorvaldur Sveinn snýr aftur (Staðfest)

Varnarmaðurinn Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við KA eftir eins árs dvöl hjá KS/Leiftri sem féll niður í 2. deild.