20.08.2008
- Rakel Hönnudóttir gefur landsliðstreyjuna sína
Á laugardaginn unnu stelpurnar í sjötta flokki KA það afrek að verða Hnátumeistarar KSÍ á Norður- og Austurlandi en það var
eitt atvik sem skyggði á sigurgleði stelpnanna.
18.08.2008
Kristinn Rúnar Jónsson þjálfari U18 ára landsliðs karla hefur valið landslið sitt er tekur þátt í æfingamóti á
Tékklandi í lok ágúst. KA-menn eiga tvo fulltrúa í liðinu, þá Andra Fannar Stefánsson og Hauk Heiðar Hauksson.
18.08.2008
Á ári hverju stendur KSÍ fyrir úrtökumótum á Laugarvatni fyrir krakka fædda 1993 en það er skref áður en
landsliðshópar eru myndaðir í þessum aldursflokki. KA átti þrjá fulltrúa, eina stelpu og tvo stráka en úrtökumótin
voru ekki á sama tíma.
18.08.2008
Á föstudagskvöldið fóru KA-menn til Siglufjarðar og léku gegn sameinuðu liði KS/Leifturs en okkar menn sigla tiltölulega lygnan sjó í
efri hluta deildarinnar meðan KS/Leiftur eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.
17.08.2008
Á morgun, mánudagskvöld, mætast KA og Þór í öðrum flokki en bæði lið eru í A-deild og er þetta fyrsti leikur
þessara liða í sumar.
15.08.2008
Í dag fer KA í erfiðan útileik gegn KS/Leiftri. Leikurinn fer fram á Siglufjarðarvelli og hefst klukkan 19.00. Allir KA menn eru eindregið hvattir til að
fara á Siglufjörð og styðja við bakið á liðinu.
15.08.2008
Á þriðjudagskvöldið tóku KA-menn á móti Njarðvík en okkar menn áttu harma að hefna eftir síðasta leik liðanna
þar sem Njarðvíkingar tóku öll þrjú stigin, fyrr í sumar.
12.08.2008
Í kvöld mætast KA og Njarðvík á Akureyrarvellinum og leikurinn hefst kl. 19:15. Í síðasta leik liðanna hirtu Njarðvíkingar
öll þrjú stigin af KA-mönnum og vonandi að strákarnir nái að taka þrjú stig í kvöld til að bæta upp fyrir
það.
07.08.2008
Nú rétt í þessu var að ljúka leik okkar KA manna gegn Haukum á Ásvöllum. KA og Haukar hafa mæst tvisvar á undanförnum
árum á Ásvöllum, ávallt hefur rignt og ávallt hafa bæði lið skorað sitthvort markið. Á því varð þó
ein breyting - Haukarnir skoruðu ekkert. Sigur í útileik 0-1 gegn liði sem fyrirfram mátti búast við erfiðari leik gegn.
07.08.2008
Í kvöld mætast KA-menn og Haukar á gervigrasinu að Ásvöllum í Hafnarfrði, leikurinn fer fram kl 19:15 og
hvetjum við alla KA-menn fyrir sunnan að kíkja á leikinn og styðja sína menn til sigurs.