02.09.2008
Þá er komið að næstsíðasta heimaleik okkar manna í sumar og það er stórleikur gegn erkifjendunum í Þór. Leikurinn
hefst kl. 18:00 og fer auðvitað fram á Akureyrarvellinum.
02.09.2008
KA-menn endurheimtu fjórða sætið með 3-2 sigri á Leikni í Breiðholtinu á laugardaginn en upphaflega átti leikurinn að fara fram deginum
áður en vegna veðurs komust KA-menn ekki suður þá.
22.08.2008
Í gærkvöldi tóku KA-menn á móti toppliði deildarinnar, Eyjamönnum, á glæsilegum Akureyrarvellinum. KA-menn sýndu mikinn karakter
í leiknum og uppskáru 2-1 sigur og fjórða sætið í bili.
20.08.2008
Á mánudaginn var Akureyrarslagur af bestu gerð í öðrum flokk karla á Akureyrarvellinum en leikurinn var einnig áhugaverður fyrir þær
sakir að bæði lið eru að berjast í neðri hluta A-deildar og vantar sárnauðsynlega stig.
20.08.2008
Á morgun mætir KA toppliði ÍBV á Akureyrarvelli og hefst leikurinn klukkan 18.30. KA er sem stendur í 5. sæti á meðan ÍBV vantar
aðeins sex stig til að komast upp.
KA-stuðningsmenn ætla að hittast á Allanum kl. 17:30 og þar verða Vinir Sagga fremstir í flokki áður en haldið verður á
Akureyrarvöll.
20.08.2008
- Rakel Hönnudóttir gefur landsliðstreyjuna sína
Á laugardaginn unnu stelpurnar í sjötta flokki KA það afrek að verða Hnátumeistarar KSÍ á Norður- og Austurlandi en það var
eitt atvik sem skyggði á sigurgleði stelpnanna.
18.08.2008
Kristinn Rúnar Jónsson þjálfari U18 ára landsliðs karla hefur valið landslið sitt er tekur þátt í æfingamóti á
Tékklandi í lok ágúst. KA-menn eiga tvo fulltrúa í liðinu, þá Andra Fannar Stefánsson og Hauk Heiðar Hauksson.
18.08.2008
Á ári hverju stendur KSÍ fyrir úrtökumótum á Laugarvatni fyrir krakka fædda 1993 en það er skref áður en
landsliðshópar eru myndaðir í þessum aldursflokki. KA átti þrjá fulltrúa, eina stelpu og tvo stráka en úrtökumótin
voru ekki á sama tíma.
18.08.2008
Á föstudagskvöldið fóru KA-menn til Siglufjarðar og léku gegn sameinuðu liði KS/Leifturs en okkar menn sigla tiltölulega lygnan sjó í
efri hluta deildarinnar meðan KS/Leiftur eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.
17.08.2008
Á morgun, mánudagskvöld, mætast KA og Þór í öðrum flokki en bæði lið eru í A-deild og er þetta fyrsti leikur
þessara liða í sumar.