3 dagar í fyrsta leik | Patrekur Stefánsson: Samheldni og leikgleði mun koma okkur langt í vetur

Handbolti

Það eru aðeins þrír dagar í að KA hefji leik í Olís-deild karla. KA leikur gegn Selfossi, á Selfossi á laugardaginn kemur. Það er mikil tilhlökkun fyrir komandi vetri hjá karlaliðinu okkar og af því tilefni fékk heimasíðan Patrek Stefánsson til að svara nokkrum spurningum

Nú ert enn eitt Íslandsmótið að fara í gang, sennilega þitt tíunda í meistaraflokki, hvernig ertu?
Ég er eins og nýr, aldrei verið betri.

Hvert stefnir KA í vetur, hver eru markmiðin ykkar? Við stefnum í úrslitakeppnina og svo er alltaf markmið að komast í FINAL4 sem er ein skemmtilegasta helgi ársins.

Hvernig er hópurinn samansettur? Er góður mórall hjá ykkur? Það er alltaf góður mórall, þó svo að það sé orðið töluvert aldursbil milli elsta og yngsta (21 ár). Það er oft mikill hasar og læti á æfingum en menn enda svo alltaf inní klefa hlægjandi og eru góðir félagar.

Hvernig er leikdagsrútínan þín?  Þegar stórt er spurt! Fer svolítið eftir því hvort það sé heima- eða útileikur og hvort það sé á virkum degi eða helgi. Ég reyni samt alltaf að taka smá "game-day lyftingar" og fer alltaf á Serrano fyrir heimaleiki. Annars er það bara klassískt í útileikjum. Rúta og matur á KING BK Kjúkling. 

Hver verður lykillinn að velgengni hjá KA í vetur? Samheldni og leikgleði mun koma okkur langt í vetur. Svo ætla "ungu" gaurarnir að hætta að vera "bara" efniliegir og verða góðir. Það býr ógeðslega mikið í þeim. 

KA.is þakkar Patreki kærlega fyrir spjallið!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is