Bikarúrslitahelgin í húfi gott fólk!

Handbolti

Það er heldur betur stórleikur framundan hjá karlaliði KA í handboltanum klukkan 20:00 í KA-Heimilinu á miðvikudaginn. Afturelding mætir norður í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar og er því sæti í sjálfri bikarúrslitahelginni í húfi.

Strákarnir fóru eins og allir ættu að vita alla leiðina í bikarúrslitaleikinn í fyrra og úr varð stórkostleg stemning hjá okkar mögnuðu stuðningsmönnum og ekki nokkur spurning að við ætlum okkur aftur alla leið í ár.

Hlökkum til að sjá ykkur og áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is