Frítt að prófa handbolta í janúar!

Handbolti

Það er heldur betur handboltaæði í gangi á landinu um þessar mundir enda hefur íslenska karlalandsliðið staðið sig stórkostlega á Evrópumeistaramótinu. Í tilefni af mótinu býður KA og KA/Þór í samvinnu við HSÍ og Bónus öllum krökkum í 1.-4. bekk að koma og prófa handbolta í janúar.

Þeir sem skrá sig á hsi.is og prófa handbolta í mánuðinum fá auk þess handbolta að gjöf. Það er því um að gera að prófa þessa mögnuðu íþrótt núna í janúar!

Æfingataflan hjá KA og KA/Þór er eftirfarandi:


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is