Fréttir

Handboltaleikjaskóli KA hefst á sunnudaginn

Hinn stórskemmtilegi handboltaleikjaskóli KA fyrir hressa krakka á aldrinum 2-5 ára fer af stað á sunnudaginn (7. september). Skólinn hefur slegið í gegn undanfarin ár og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og prófa

Kynningarkvöld handboltans á föstudaginn

Handboltaveislan er að hefjast gott fólk og verður kynningarkvöld KA og KA/Þórs á föstudaginn í KA-Heimilinu. Léttar veitingar verða í boði og er þetta frábær leið til að kynnast liðunum okkar fyrir átök vetrarins

Handboltaæfingar vetrarins byrja á mánudaginn!

Handboltaveturinn er að fara af stað og tekur vetrartaflan í starfi KA og KA/Þórs gildi á mánudaginn (25. ágúst) og erum við afar spennt að fara á fullt aftur

Guðmundur Helgi til liðs við KA

Guðmundur Helgi Imsland skrifaði í gær undir samning hjá Handknattleiksdeild KA og spilaði strax sinn fyrsta leik fyrir félagið er hann kom inn á í 29-23 sigri KA á Þór í opnunarleik KG Sendibílamótsins

Einar Rafn verður spilandi aðstoðarþjálfari

Einar Rafn Eiðsson skrifaði í dag undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA og verður nú spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og verður því Andra Snæ Stefánssyni þjálfara liðsins innan handar bæði innan sem utan vallar

Svabbi kóngur snýr aftur á völlinn!

Handboltalið KA heldur áfram að undirbúa sig fyrir baráttuna í Olísdeildinni í vetur og hefur nú borist ansi góður liðsstyrkur en Svavar Ingi Sigmundsson hefur ákveðið að taka fram skóna að nýju og leika með liðinu í vetur

Giorgi Dikhaminjia til liðs við KA

Handknattleiksdeild KA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir komandi vetur en Georgíumaðurinn Giorgi Dikhaminjia skrifaði í dag undir hjá félaginu. Giorgi sem er 28 ára gamall er 188 cm á hæð og leikur sem hægri skytta en getur einnig leyst hægra hornið af

Patrekur Stefánsson framlengir um tvö ár

Patrekur Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2026-2027. Eru þetta afar góðar fregnir enda Patti lykilmaður í KA-liðinu og verið það undanfarin ár

Tinna Valgerður framlengir við KA/Þór

KA/Þór undirbýr sig nú af kappi fyrir baráttuna í efstudeildinni og var lykilskref tekið í þeirri vegferð í gær er Tinna Valgerður Gísladóttir skrifaði undir nýjan samning við félagið

Ingvar Heiðmann gengur í raðir KA

Handknattleiksdeild KA hefur borist góður liðsstyrkur en Ingvar Heiðmann Birgisson er genginn í raðir KA á nýjan leik og leikur með liðinu í Olísdeildinni á komandi vetri