KA/Ţór skellti Íslandsmeisturunum!

Handbolti
KA/Ţór skellti Íslandsmeisturunum!
Frábćr frammistađa í kvöld! (mynd: Ţórir Tryggva)

Ţađ var svo sannarlega búist viđ erfiđum leik í KA-Heimilinu í kvöld ţegar KA/Ţór tók á móti Íslandsmeisturum Fram í 7. umferđ Olís deildar kvenna. Fyrir leikinn voru Framarar á toppnum og höfđu leikiđ ákaflega vel ţađ sem af er tímabilinu. Á sama tíma var okkar liđ fjórum stigum á eftir toppliđinu eftir flotta byrjun.

Leikurinn fór furđulega af stađ, mikill hrađi einkenndi upphafsmínúturnar og bćđi liđ gerđu sig sek um fjölmörg mistök. Gestirnir voru fyrri ađ laga sinn leik til og leiddu 1-3 eftir rúmar sex mínútna leik. En okkar liđ er ekki beint ţekkt fyrir ađ leggja árar í bát og í kjölfariđ breyttist stađan í 5-3 ţar sem gestirnir skoruđu ekki mark í tćpar 9 mínútur.

Áfram voru sveiflur í leiknum og var leikurinn hin mesta skemmtun fyrir ţá sem lögđu leiđ sína á völlinn í kvöld. Framarar leiddu 9-10 er 10 mínútur lifđu af fyrri hálfleiknum en ţá kom aftur magnađur kafli hjá okkar liđi ţar sem gestirnir skoruđu ekki í rúmar 8 mínútur. Hálfleikstölur ţví 13-11 fyrir KA/Ţór.

Tímalína fyrri hálfleiks

Spilamennska liđsins var algjörlega til fyrirmyndar í fyrri hálfleik og forskotiđ sanngjarnt. Hinsvegar ţá hefur komiđ slćmur kafli í leikjum liđsins í vetur og gegn jafn sterkum andstćđing og Fram ţá má ţađ ekki gerast til ađ vinna stig. Mönnum var ţví ekki rótt í hléinu ţó stađan vćri góđ.

Ţađ tók ekki langan tíma fyrir Íslandsmeistarana ađ jafna metin og var gríđarleg spenna í leiknum. Er kortér lifđi leiks leiddu gestirnir 16-18 og í raun frábćrt hjá okkar liđi ađ halda jafn vel í jafn sterkt liđ og Fram hefur, ţađ sást ţó greinilega ađ stelpurnar ćtluđu sér meira en ađ hanga í leiknum og međ mikilli vinnu jöfnuđu ţćr metin.

Jafnt var á ölum tölum ţađ sem eftir lifđi leiksins og kviknađi heldur betur stemning í KA-Heimilinu. Hulda Bryndís Tryggvadóttir kom KA/Ţór yfir í 23-22 og ađeins ţrjár mínútur eftir af leiknum. Í kjölfariđ vannst boltinn en dćmd var leiktöf á okkar liđ í nćstu sókn ţannig ađ Framarar fengu ađra tilraun til ađ jafna metin.

Lena Margrét braust í gegn og jafnađi í 23-23 og Sólveig Lára Kristjánsdóttir fékk brottvísun. Ţađ var ljóst ađ stelpurnar myndu ekki ná ađ hanga á boltanum út leiktímann og verandi manni fćrri var ýmislegt sem benti til ţess ađ gestirnir myndu ná ađ klára leikinn.

Höndin fór upp en Martha Hermannsdóttir sem var frábćr í dag gerđi vel í ađ finna Önnu Ţyrí Halldórsdóttur á línunni og hún skorađi rétt eins og í öllum öđrum fćrum sínum í kvöld en hún átti svakalega innkomu, skorađi 5 mörk og sótti 4 vítaköst.

Gestirnir áttu misheppnađa sendingu fram til ađ taka miđjuna og tíminn rann frá ţeim og ótrúlegur 24-23 sigur KA/Ţórs ţví stađreynd! Fögnuđurinn var gífurlegur enda stelpurnar ađ leggja besta liđ landsins ađ velli og koma sér í frábćra stöđu ţegar einn ţriđji er búinn af deildinni.

Tímalína seinni hálfleiks

Liđsframmistađan skilađi ţessum sigri í hús og var alveg sama hver var ađ spila, ţađ skiluđu allar sínu. Martha og Sólveig Lára fóru fyrir magnađri vörn og er ekki oft sem mađur sér ţetta liđ Fram eiga í jafn miklum erfiđleikum međ ađ finna opnanir eins og í leiknum í kvöld.

Sóknarlega gengu hlutirnir upp og niđur en innkoma Önnu Ţyrí á línuna skilađi gríđarlega miklu og var ótrúlegt ađ fylgjast međ jafn ungri stelpu spila af jafn mikilli festu og raun bar vitni í ţeirri erfiđu stöđu sem línustađan er gegn fastri 6-0 vörn Íslandsmeistaranna.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is