KA vann leikinn mikilvćga (myndaveislur)

Handbolti
KA vann leikinn mikilvćga (myndaveislur)
Gríđarlega mikilvćg stig í hús! (mynd: EBF)

KA tók á móti Fjölni í gćr í síđustu umferđ Olís deildar karla fyrir jólafrí. Ţarna var um sannkallađan fjögurra stiga leik ađ rćđa en međ sigri gat KA haldiđ sér í baráttunni um sćti í úrslitakeppninni og á sama tíma komiđ sér sex stigum frá fallsćti.

Strákarnir hófu leikinn af miklum krafti og komust strax í 5-0 áđur en gestirnir náđu áttum. Sá munur hélst á liđunum út fyrri hálfleikinn og leiddi KA 20-15 er flautađ var til hálfleiks. Mikill hrađi einkenndi leikinn og var svolítiđ um sveiflur, ljóst ađ leikurinn vćri hvergi nćrri búinn ţrátt fyrir góđa stöđu í hléinu.

Tímalína fyrri hálfleiks


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Ţóris Tryggvasonar frá leiknum

Ţađ tók líka Fjölnismenn ekki langan tíma ađ koma sér inn í leikinn í síđari hálfleik og ţeir jöfnuđu metin í 23-23 eftir um sjö mínútur. Í kjölfariđ var jafnt á öllum tölum og komin svakaleg spenna í leikinn. En strákarnir sýndu flottan karakter í ađ halda alltaf áfram og leyfđu Fjölnisliđinu aldrei ađ leiđa.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Egils Bjarna frá leiknum

Á endanum vannst gríđarlega mikilvćgur 35-32 sigur og var sigrinum eđlilega vel fagnađ en á sama tíma voru gestirnir eđlilega ansi svekktir međ ađ fá ekkert útúr leiknum ţrátt fyrir hetjulega baráttu.

Tímalína seinni hálfleiks

Sigţór Gunnar Jónsson átti stjörnuleik en hann var markahćstur međ 8 mörk og ţá gerđi Daníel Örn Griffin 7 mörk og var einnig ansi drjúgur. Dagur Gautason og Allan Norđberg gerđu báđir 5 mörk, Daníel Matthíasson 3, Jóhann Einarsson 2, Dađi Jónsson 2, Jón Heiđar Sigurđsson 1, Patrekur Stefánsson 1 og Einar Birgir Stefánsson 1 mark. Í markinu varđi Jovan Kukobat 12 skot og Svavar Ingi Sigmundsson varđi 1 skot.

Strákarnir eru ţví í flottri stöđu međ 11 stig í 8.-9. sćti ţegar jólafríiđ í deildinni fer í gang. Ađeins 8 umferđir eru eftir fram ađ úrslitakeppni og verđur gríđarlega spennandi ađ fylgjast međ hvort strákunum takist ćtlunarverk sitt ađ komast ţangađ. Stemningin í KA-Heimilinu í gćr var til fyrirmyndar og viljum viđ ţakka kćrlega fyrir ţann frábćra stuđning sem strákarnir hafa fengiđ í vetur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is