Opna Norðlenska hefst í kvöld!

Handbolti
Opna Norðlenska hefst í kvöld!
Veislan er að hefjast! (mynd: Þórir Tryggva)

Það styttist óðum í að Olísdeildarveislan hefjist í handboltanum og til að koma okkar liðum í gírinn fer fram Opna Norðlenska mótið hér á Akureyri þessa dagana. Í karlaflokki leika KA, ÍR og Þór en kvennamegin leika KA/Þór, FH og Stjarnan.

Athugið að engir áhorfendur verða leyfðir á mótinu en þess í stað stefnir KA-TV á að sýna alla leiki mótsins beint og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála og koma sér í gírinn fyrir komandi átök vetrarins.

Smelltu á myndina til að opna KA-TV rásina

Miðvikudagur 26. ágúst:
KA - Þór (kk) 18:30 KA-Heimili

Fimmtudagur 27. ágúst:
KA/Þór - FH (kvk) 18:30 KA-Heimili

Föstudagur 28. ágúst:
Stjarnan - KA/Þór (kvk) 17:00 KA-Heimili
Þór - ÍR (kk) 17:30 Höllin

Laugardagur 29. ágúst:
Stjarnan - FH (kvk) 11:30 KA-Heimili
KA - ÍR (kk) 14:30 KA-Heimili


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is