Ţór og ungmennaliđ KA skildu jöfn (myndaveislur)

Handbolti
Ţór og ungmennaliđ KA skildu jöfn (myndaveislur)
Leikurinn var frábćr skemmtun (mynd: EBF)

Ţađ var alvöru bćjarslagur í Höllinni á laugardaginn ţegar ađalliđ Ţórs tók á móti ungmennaliđi KA í Grill66 deild karla í handbolta. Fyrir leik voru KA strákarnir stigi ofar Ţór og var mikil eftirvćnting fyrir leiknum og mćttu rúmlega 500 manns í stúkuna og stemningin eftir ţví.

Tvo lykilmenn vantađi í ungmennaliđ KA en strákarnir létu ţađ ekki á sig fá og mćttu öflugir til leiks gegn ađalliđi nágranna sinna. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik en strákarnir okkar voru iđulega međ frumkvćđiđ og leiddu 14-15 í hálfleik.

Ţórir Tryggvason og Egill Bjarni Friđjónsson ljósmyndarar voru á leiknum og bjóđa báđir til myndaveislu frá herlegheitunum hér fyrir neđan og kunnum viđ ţeim bestu ţakkir fyrir framtakiđ.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Ţóris Tryggva frá leiknum

Sama var uppi á teningunum í ţeim síđari, KA međ frumkvćđiđ en forskotiđ aldrei meira en tvö mörk og spennan gífurleg. KA leiddi 27-28 ţegar sjö mínútur lifđu leiks en ţá kom slakur kafli og Ţórsarar náđu 32-29 forystu og ađeins ţrjár mínútur til leiksloka.

En karakterinn í okkar unga liđi er gífurlegur og strákarnir héldu áfram ađ keyra á Ţórsara og jöfnuđu metin međ ţremur mörkum í röđ. Stađan var ţví 32-32 ţegar lokamínútan gekk í garđ, Ţórsarar misstu boltann og KA fékk um hálfa mínútu til ađ sćkja sigurmark. Lokasóknin endađi á aukakasti er leiktíminn var liđinn og fór skot okkar manna framhjá og jafntefli ţví niđurstađan eftir ćsispennandi leik.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Egils Bjarna frá leiknum

Strákarnir okkar eru ţví áfram stigi á undan nágrönnum okkar í nćstefstu deild handboltans en ţetta var fyrsti leikur ungmennaliđs KA á Akureyri í vetur en ţrátt fyrir ţađ hafa ţeir halađ inn 6 stigum og eru í ţriđja sćti deildarinnar eftir fyrstu fimm leiki vetrarins.

Kristján Gunnţórsson var markahćstur okkar manna í leiknum međ 9 mörk, Jónsteinn Helgi Ţórsson gerđi 8 mörk, Haraldur Bolli Heimisson 7, Arnór Ísak Haddsson 3, Ísak Óli Eggertsson 3 og ţá gerđu ţeir Logi Gautason og Jens Bragi Bergţórsson sitt hvort markiđ.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is