Uppselt á leik kvöldsins!

Handbolti

Miðasala á leik KA og Gróttu í Olís deild karla í handboltanum hófst klukkan 12:00 í dag og lauk átján mínútum síðar. Vegna Covid reglna getum við aðeins fengið 101 áhorfanda í KA-Heimilið og ljóst að mun færri komast að en vildu.

Við bendum hinsvegar á að KA-TV verður með leikinn í beinni og því ekkert mál að fylgjast vel með gangi mála. Nálgast má útsendinguna hér fyrir neðan:


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is