07.09.2009
Æfingar eru komnar á fullt hjá stelpunum í KA /Þór eins og meðfylgjandi myndir Þóris Tryggvasonar frá einni
útiæfingunni sýna. Ekki er þó alltaf á hreinu hvað er verið að æfa!
01.09.2009
Foreldrar stúlkna í 4. flokki handboltans eru beðnir að koma á fund í KA-heimilið á fimmtudaginn klukkan 20:00. Rætt verður um starfið
í vetur svo og væntanlega ferð á Partille Cup í Svíþjóð næsta vor.
Kveðja
Stefán Guðnason sími: 8682396
31.08.2009
Margar fyrirspurnir hafa borist um hvenær handboltaæfingar hjá yngri flokkum byrji. Verið er að leggja lokahönd á æfingatöfluna og ætti
hún að birtast nú á allra næstu dögum. Æfingar hefjast síðan í kjölfarið, væntanalega síðar í vikunni og
verður það tilkynnt hér á heimasíðunni.
25.08.2009
Meistaraflokkur kvenna hjá KA/Þór hófust af fullum krafti um 10.ágúst. Þjálfari verður Hlynur Jóhannsson og honum til
aðstoðar Stefán Guðnason. Hlynur er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu því hann þjálfari sumar af stelpunum fyrir nokkrum
árum. Stefán Guðnason þjálfaði svo þær yngri í hópnum í fyrra.
24.08.2009
Handknattleiksdeild KA óskar eftir áhugasömum einstaklingum til að taka að sér dómgæslu fyrir félagið í vetur. Viðkomandi
verða sendir á dómaranámskeið til Reykjavíkur 11. -13. september og fá að því loknu réttindi til að dæma á efsta
stigi handboltans.
11.08.2009
Þeir Sævar, Jóhann Gunnar og Guðmundur flugu frá Akureyri til Kaupmannahafnar mánudaginn 3. ágúst og keyrðu svo beint til Kiel.
Þangað voru þeir komnir um eitt eftir miðnætti en Alfreð ætlaði að sækja þá á hótelið kl. átta næsta
morgun.
03.08.2009
Nú hefjast handboltaæfingar að nýju. Fyrsta æfing 4. flokks stráka verður á þriðjudaginn klukkan 18:45 en þá verður
útihlaup og stuttur fundur þar á eftir. Strákar mætið því í galla sem hæfir hlaupi og veðurfari.
Kveðja
Stefán Guðnason
30.07.2009
Það stendur mikið til hjá þeim félögum Sævari Árnasyni, Jóhanni Gunnari Jóhannssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni
þessa dagana en næstkomandi mánudag halda þeir í æfinga- og kynnisferð til Þýskalands. Þar verða þeir í heimsókn
hjá Alfreð Gíslasyni og meistaraliði hans Kiel fram á föstudaginn 7. ágúst.
03.07.2009
Frá hausti 2009 mun MA og VMA bjóða upp á afrekssvið sem valið er samhliða annarri braut. Ýmsar greinar verða með í vetur og hefur
Handknattleiksdeild KA hug á að vera með í þessu starfi.
Ítarlegri upplýsingar um málið fylgja hér á eftir.
28.05.2009
Hátt í 400 manns mættu á lokahóf handknattleiksdeildar sem haldið var miðvikudaginn 20. maí s.l. Veturinn hefur verið mjög góður
fyrir handboltann í KA en mikil fjölgun var í iðkendafjölda, voru þeir nú um 250. Það má m.a. þakka olympíusilfri
Íslendinga þessum aukna áhuga á sportinu. Einnig endurheimti KA þrjá reynslumikla þjálfara í vetur þá Jóa Bjarna,
Sævar Árna og Einvarð.