27.04.2009
Hér á eftir fara nýjar upplýsingar varðandi ferðatilhögun 6. flokks til Vestmannaeyja.
27.04.2009
Stelpurnar í KA/Þór fóru suður um helgina til að keppa í undanúrslitum Íslandsmótsins. Mótherjarnir voru lið
Stjörnustelpur sem enduðu í 2. sæti í deildinni en KA/Þór stúlkur enduðu í 3. sæti. Framan af leik var jafnt á öllum
tölum en um miðbik fyrri hálfleiks fór allt í baklás hjá norðanstúlkum.
24.04.2009
3. flokkur KA/Þór leikur um helgina í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið leikur á laugardag kl. 13:00 við Stjörnuna
í undanúrslitum og síðan á sunnudag annað hvort um 3. sætið eða 1. sætið. Allir leikirnir fara fram í Víkinni.
Komið og hvetjið stelpurnar ef þið eruð stödd á höfuðborgarsvæðinu.
20.04.2009
Stelpurnar í 5. flokki fóru í síðasta mót vetrarins núna um helgina sem leið. Sama keppnisfyrirkomulag var á þessu móti og
öðrum mótum vetrarins þ.e. keppt var í deild, alls fjórir leikir. Að þessu sinni kepptu stelpurnar í efstu deild í fyrsta skiptið eftir
að hafa byrjað í haust í neðstu deild. Eins og flestir vita hefur gengið afar vel í vetur, stelpurnar ekki tapað leik og liðið tekið
stöðugum framförum.
17.04.2009
KA/Þór – Haukar leika í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í 3. fl. kvenna á sunnudag kl. 16:00 í KA heimilinu.
KA/Þór varð í 3. sæti mótsins í vetur en Haukar í 6. sæti. Komið og hvetjið stelpurnar okkar í erfiðum leik.
16.04.2009
Í dag var haldinn aðalfundur Handknattleiksdeildar KA. Erlingur Kristjánsson rakti helstu viðburði liðins árs sérstaklega hvað varðar
kvennaboltann en Sigfús Karlsson rakti gang mála hjá unglingaráði. Ljóst er að starfsemin hefur gengið býsna vel í vetur, öflugur og
samhentur hópur komið til starfa og bjart framundan.
16.04.2009
Á morgun föstudag frá klukkan 14:30 - 15:30 verður aukaæfing í KA heimilinu fyrir 6. flokk stráka. Mjög mikilvægt er að allir mæti
þar sem nú styttist í Vestmannaeyjaferðina.
Kveðja
Jóhannes Bjarnason
16.04.2009
Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn 16. apríl í KA heimilinu kl. 18:00.
Dagskrá aðalfundar Handknattleiksdeildar KA
Fundur settur.
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla stjórnar
Reikningar Handknattleiksdeildar 2008 lagðir fram.
Kosning í stjórn Handknattleiksdeildar
Önnur mál
Allir áhugamenn um handbolta á Akureyri eru hvattir til að mæta.
Kveðja Erlingur formaður
15.04.2009
A-lið 4. flokks lék gegn Haukum í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í gær. Leikurinn fór fram á Ásvöllum en liðin
höfðu endað jöfn að stigum í deildinni. Haukar höfðu hins vegar innbyrðis viðureignirnar á KA. Það er skemmst frá
því að segja að Haukar unnu sanngjarnan sigur 34-30 eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. KA er því úr leik í
A-liðum.
14.04.2009
Stelpurnar í 4. flokk kvenna spiluðu þrjá daga í röð í páskafríinu. Á Íslandsmótinu átti A liðið
eftir einn leik við Fjölni og B liðið átti eftir einn leik gegn HK.
HK ákvað þó að koma með allan sinn flokk hingað norður og nýta tækifærið og spila æfingaleiki við lið KA. Í A
liðum hefur HK verið á miklu skriði í 1. deildinni en eftir slæma byrjun hafa þær unnið sig upp töfluna og sitja nú í 4. sæti
1. deildarinnar.