Fréttir

4. flokkur karla: Sannfærandi sigur gegn Þór

Eftir mikil vonbrigði síðastliðinn sunnudag sýndi A-lið 4. flokks svo um munar hvað í þá er spunnið. Liðið mætti Þór í gær í Síðuskóla. KA vann öruggan 8 marka sigur 34-42 í 50 mínútna handboltaleik eftir að hafa leitt 17-24 í hálfleik. KA lék mjög óhefðbundin handknattleik í leiknum og komu Þórsurum algjörlega úr jafnvægi með leik sínum.  KA-menn geta þakkað sigrinum það að allir 9 leikmenn sem voru á leikskýrslu voru klárir til leiks og allir skiluðu þeir, hvort sem það var í vörn eða sókn. Liðsheildin á þennan sigur 100%.

4. flokkur kvenna: Öruggur sigur á Víkingum

4. flokkur kvenna vann í dag öruggan sigur á Víkingum. Það er ekki hægt að segja að leikurinn hafi verið mikið fyrir augað en stelpurnar gerðu það sem þurfti til að klára leikinn og unnu að lokum 12 marka sigur 24-12.

6. flokkur drengja: Óbreyttir æfingatímar þrátt fyrir vetrarfrí í skólum

Rétt er að benda á að æfingar hjá 6. flokki drengja eru með óbreyttum hætti þrátt fyrir vetrarfrí í skólum. Einnig er því komið á framfæri að hafinn er undirbúningur vegna suðurferðar strákanna 13.-15. mars næstkomandi og eru þeir foreldrar sem hafa áhuga á að koma sem fararstjórar beðnir um að hafa samband við Jóhannes Bjarnason þjálfara í síma: 662 3200.

4. flokkur: Þór - KA á morgun!

 Á morgun, miðvikudag, klukkan 20:00 fer fram stórleikur í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Þar munu Þór og KA mætast í 4. flokki karla. Ljóst er að eins og vanalega þegar þessi lið mætast verður hart barist enda mikið í húfi fyrir drengina. KA er í 4. sæti deildarinnar með þónokkra leiki inni á liðin fyrir ofan en strákarnir eru með næst fæst töpuð stig liða í deildinni. Þórsarar eru aftur á móti neðstir. Staða liðanna í deild skiptir þó engu máli í svona leik og hvetjum við allt áhugafólk um íþróttir að mæta því þarna etja kappi framtíðarleikmenn bæjarsins. Áfram KA!

4. flokkur karla náði ekki að sigra

A-lið 4. flokks lék í undanúrslitum bikars í gær gegn Stjörnunni. Eftir að hafa verið yfir 9-11 í hálfleik og eftir mikinn spennuleik vann Stjarnan 22-21 og bikardraumurinn því úti hjá okkar mönnum. B-2 lið 4. flokks fór á Húsavík og var þar um annan hörkuleik að ræða. KA var yfir lengst af en í lokinn voru Völsungar sterkari og unnu 17-16.

Meistarafl. og 3. flokkur kvenna: Fínir sigrar á ÍR og Gróttu

Stelpurnar í meistara- og 3. flokk kvenna fóru suður í hálfgerða óvissuferð síðasta laugardag. Ferðin var óvissuferð að því leiti að óvíst var hvort að hægt væri að keyra heim um kvöldið sökum veðurs. Norðanstúlkur létu það þó ekki á sig fá enda aðeins í neyð sem leikjum er frestað fyrir tilstilli KA.

4. flokkur kvenna: Góður sunnudagur

Stelpurnar í A liði mættu liði Stjörnunnar á sunnudagsmorgun. Stjarnan hafði fyrir leikinn aðeins tapað einum leik í deildinni og því ljóst að erfiður leikur var í vændum.

4. flokkur í undanúrslitum bikars

Á sunnudag leikur A-lið 4. flokks í undanúrslitum bikarkeppninnar. Strákarnir mæta Stjörnunni í Mýrinni klukkan 15:00 á sunnudag og munu með sigri komast í sjálfa Laugardalshöllina. Um seinustu helgi vann KA þetta sama Stjörnulið 26-21 í KA-Heimilinu. KA-menn í Reykjavík eru hvattir til að mæta á leikinn. B-2 í 4. flokki á svo leik á Húsavík á sunnudag.

3. fl. kvenna: KA/Þór - Stjarnan

Leikurinn gegn Stjörnunni var nokkuð góður heilt yfir. Í byrjun leiks sýndu KA/Þór stelpur góðan leik og börðust vel í vörninni ásamt því að vera ákveðnar í sókninni. Nokkur klaufamistök urðu þó til þess að þegar fyrri hálfleik lauk var staðan jöfn, 13-13.

FH lagði KA/Þór

Síðastliðinn laugardag lék meistaraflokkur KA/Þórs sinn stærsta  leik á tímabilinu en þá spiluðu þær við lið FH í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna. FH stúlkur mættu ákveðnar til leiks og tóku strax öll völd á vellinum.  Mikil taugaspenna var í okkar stúlkum og reynslumikið lið FH nýtti sér aðstæður til hins ítrasta. FH leiddi með 12 mörkum í hálfleik og nokkuð ljóst að draumurinn um að komast í höllina var orðinn ansi fjarlægur.