02.02.2009
Tvö lið 4. flokks karla léku í gær. A-liðið fór suður og lék í 8-liða úrslitum bikars gegn Gróttu B og unnu þann
leik 29-19. Liðið er því komið í undanúrslit bikarkeppninnar. B-2 fékk Völsung í heimsókn og tapaði þar 23-26.
30.01.2009
Á morgun laugardag (31. jan) fá KA strákar Fram í heimsókn. Framarar hafa verið á góðu skriði upp á síðkastið
á meðan KA menn töpuðu fyrir Þór á miðvikudaginn í hörku leik. Strákarnir ætla hins vegar að snúa við blaðinu
á móti Fram og koma alveg trítilóðir inn í þann leik. Viljum við endilega hvetja sem flesta til að koma og horfa á strákana,
þeir hafa svo sannarlega verið að gera góða hluti og eru sem stendur í öðru sæti í deildinni. Leikurinn hefst kl: 16.00 í KA
heimilinu.
27.01.2009
Stelpurnar í 3. flokk spiluðu 3 leiki um helgina. Tvo í deild og einn í bikar.
Fyrsti leikurinn var við HK í Kaplakrika þar sem Digranes var upptekið. Leikurinn byrjaði þokkalega hjá KA/Þór stelpum og komust þær
fljótt í 4-1 þó var vörnin ákaflega brothætt og var það einungis út af gríðarlega góðri markvörslu hjá
Lovísu að KA/Þór náði þessu forskoti.
27.01.2009
Næstkomandi miðvikudag verður sannkallaður stórleikur í íþróttahúsi Síðuskóla. Þar munu eigast við
Þór og KA. Bæði lið hafa staðið sig mjög vel í deildinni í vetur og eru liðin í topp 4. Þessi lið hafa mæst einu
sinni í vetur og sýndu þar að miklir hæfileikar eru til staðar.
Því viljum við hvetja alla sem vilja sjá alvöru handbolta að koma í íþróttahús Síðuskóla miðvikudaginn 28.
janúar kl. 20:00. Athugið að leiktímanum var breytt!
25.01.2009
Bæði B-lið 4. flokks karla fylgdu fordæmi A-liðsins frá því í gær eftir og unnu bæði leiki sína gegn HK í dag. B-1
vann sannfærandi sigur 31-12 eftir að hafa verið 13-8 yfir í hálfleik. B-2 aftur á móti lentu í hörkuleik en unnu að lokum 18-17 en
liðið hafði verið mest fjórum mörkum yfir í leiknum. Góð helgi hjá 4. flokk því staðreynd.
24.01.2009
A-lið 4. flokks karla lék í dag gegn HK í KA-Heimilinu. Um var að ræða hörkuleik þar sem KA-menn léku mjög vel og bættu leik sinn
mikið frá seinustu helgi. Þeir spiluðu góða vörn og unnu 31-26 sigur eftir að hafa verið 15-12 yfir í hálfleik. Liðið lék
mjög hraðan handbolta og fékk t.d. fjölda góðra marka úr hraðaupphlaupum sem vörnin skapaði.
23.01.2009
Nú
í hádeginu var dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna. 2. deildar lið KA/Þór dróst á
móti FH sem leikur í N1 deildinni og fær KA/Þór heimaleikinn.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Haukar og Stjarnan.
Leikirnir fara fram 14. - 15. febrúar.
23.01.2009
Öll þrjú lið 4. flokks karla í handbolta eiga leiki um helgina í KA-Heimilinu en HK-ingar koma norður. Fólk er eindregið hvatt til þess að
mæta en öll liðin eru að berjast á toppnum í sínum deildum og þurfa á góðum leikjum um helgina að ræða. Dagskráin
er svohljóðandi:
Laugardagur:
15:00: KA - HK (A-lið)
Sunnudagur:
10:00: KA2 - HK2 (B-lið)
11:00: KA - HK (B-lið)
23.01.2009
Næstkomandi laugardag taka strákarnir í 3. fl. á móti HK. Strákarnir hafa byrjað nýja árið vel og unnið báða leikinna til
þessa. Strákarnir hafa spilað við HK fyrir sunnan og unnu þann leik, því eiga HK menn harma að hefna. Strákarnir ætla sér
þó ekkert annað en sigur og viljum vilja því hvetja alla til að koma í KA-húsið kl: 16.10 á laugardaginn.
22.01.2009
Stelpurnar í 3. flokk mættu Fylki síðastliðinn sunnudag. Fyrir leikinn voru Fylkisstúlkur taplausar á Íslandsmótinu og sátu þar
af leiðandi í efsta sæti deildarinnar.
KA stelpur byrjuðu leikinn af miklum krafti og einbeitingin skein úr augunum á þeim. Í vörninni börðust þær eins og ljón og
sóknarlega voru þær ákveðnar og umfram allt skynsamar. Einbeiting og baráttugleði KA/ Þórs stúlkna virtist slá Fylkisstelpur alveg
út af laginu. Í hálfleik var staðan 18-13 fyrir KA/Þór og hefðu þær jafnvel getað leitt með fleiri mörkum, slíkir voru
yfirburðirnir.