Fréttir

6. flokkur drengja: Óbreyttir æfingatímar þrátt fyrir vetrarfrí í skólum

Rétt er að benda á að æfingar hjá 6. flokki drengja eru með óbreyttum hætti þrátt fyrir vetrarfrí í skólum. Einnig er því komið á framfæri að hafinn er undirbúningur vegna suðurferðar strákanna 13.-15. mars næstkomandi og eru þeir foreldrar sem hafa áhuga á að koma sem fararstjórar beðnir um að hafa samband við Jóhannes Bjarnason þjálfara í síma: 662 3200.

4. flokkur: Þór - KA á morgun!

 Á morgun, miðvikudag, klukkan 20:00 fer fram stórleikur í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Þar munu Þór og KA mætast í 4. flokki karla. Ljóst er að eins og vanalega þegar þessi lið mætast verður hart barist enda mikið í húfi fyrir drengina. KA er í 4. sæti deildarinnar með þónokkra leiki inni á liðin fyrir ofan en strákarnir eru með næst fæst töpuð stig liða í deildinni. Þórsarar eru aftur á móti neðstir. Staða liðanna í deild skiptir þó engu máli í svona leik og hvetjum við allt áhugafólk um íþróttir að mæta því þarna etja kappi framtíðarleikmenn bæjarsins. Áfram KA!

4. flokkur karla náði ekki að sigra

A-lið 4. flokks lék í undanúrslitum bikars í gær gegn Stjörnunni. Eftir að hafa verið yfir 9-11 í hálfleik og eftir mikinn spennuleik vann Stjarnan 22-21 og bikardraumurinn því úti hjá okkar mönnum. B-2 lið 4. flokks fór á Húsavík og var þar um annan hörkuleik að ræða. KA var yfir lengst af en í lokinn voru Völsungar sterkari og unnu 17-16.

Meistarafl. og 3. flokkur kvenna: Fínir sigrar á ÍR og Gróttu

Stelpurnar í meistara- og 3. flokk kvenna fóru suður í hálfgerða óvissuferð síðasta laugardag. Ferðin var óvissuferð að því leiti að óvíst var hvort að hægt væri að keyra heim um kvöldið sökum veðurs. Norðanstúlkur létu það þó ekki á sig fá enda aðeins í neyð sem leikjum er frestað fyrir tilstilli KA.

4. flokkur kvenna: Góður sunnudagur

Stelpurnar í A liði mættu liði Stjörnunnar á sunnudagsmorgun. Stjarnan hafði fyrir leikinn aðeins tapað einum leik í deildinni og því ljóst að erfiður leikur var í vændum.

4. flokkur í undanúrslitum bikars

Á sunnudag leikur A-lið 4. flokks í undanúrslitum bikarkeppninnar. Strákarnir mæta Stjörnunni í Mýrinni klukkan 15:00 á sunnudag og munu með sigri komast í sjálfa Laugardalshöllina. Um seinustu helgi vann KA þetta sama Stjörnulið 26-21 í KA-Heimilinu. KA-menn í Reykjavík eru hvattir til að mæta á leikinn. B-2 í 4. flokki á svo leik á Húsavík á sunnudag.

3. fl. kvenna: KA/Þór - Stjarnan

Leikurinn gegn Stjörnunni var nokkuð góður heilt yfir. Í byrjun leiks sýndu KA/Þór stelpur góðan leik og börðust vel í vörninni ásamt því að vera ákveðnar í sókninni. Nokkur klaufamistök urðu þó til þess að þegar fyrri hálfleik lauk var staðan jöfn, 13-13.

FH lagði KA/Þór

Síðastliðinn laugardag lék meistaraflokkur KA/Þórs sinn stærsta  leik á tímabilinu en þá spiluðu þær við lið FH í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna. FH stúlkur mættu ákveðnar til leiks og tóku strax öll völd á vellinum.  Mikil taugaspenna var í okkar stúlkum og reynslumikið lið FH nýtti sér aðstæður til hins ítrasta. FH leiddi með 12 mörkum í hálfleik og nokkuð ljóst að draumurinn um að komast í höllina var orðinn ansi fjarlægur.

Kolbrún Gígja valin í U-17 ára landsliðið

Rétt í þessu var verið að velja Kolbrúnu Gígju í u-17 ára landslið kvenna. Hún hefur verið að æfa með þeim en nú er búið að velja hana í lokahópinn. Fyrirliggjandi verkefni landsliðsins er keppni í forkeppni EM dagana 6-8 mars. Kolbrún hefur farið mikinn í 4. flokk í vetur ásamt því hafa spilað nokkra leiki með unglinga og meistaraflokk og staðið sig þar með sóma. Við sendum Kolbrúnu til hamingju með þessa viðurkenningu og óskum henni áframhaldandi velfarnaðar í boltanum.

4. flokkur kvenna: ágætur árangur um helgina

Þar sem þjálfari KA stúlkna var upptekinn þessa helgi út af undanúrslitaleik meistaraflokks var Vilhjálmur Einarsson fenginn til að fara suður með liðinu.  Á laugardeginum mættu stelpurnar Fjölni í Grafarvogi. Eitthvað gekk illa hjá Fjölnisstúlkum að manna liðið og fyrir vikið mættu einungis sex stelpur til leiks hjá Fjölni!