Fréttir

4. flokkur kvenna: Leikir síðustu helgar

Stelpurnar í 4. flokki fóru suður um liðna helgi. Fyrir lágu fimm leikir, þrír hjá B liðinu og tveir hjá A liðinu. A liðið átti tvo leiki gegn Gróttu liðunum tveimur. Fyrst Gegn Gróttu3 og á sunnudeginum við Gróttu1.

Leikir um helgina í kvennaboltanum

Tveir leikir fara fram um helgina hjá KA/Þór í Meistaraflokki og 3. flokki kvenna.  Á laugardag kl.14:00 leikur meistaraflokkur við Þrótt.  KA/Þór er í 2. sæti í deildinni því er mikilvægt að vinna alla leiki sem eftir eru.  Á sunnudag kl. 13:30 leikur 3. flokkur kvenna við HK í KA heimilinu.  3.flokkur er í toppbaráttunni í efstu deild og er sigur gegn liðum sem eru neðar í deildinni nauðsynlegir. Fólk er hvatt til að koma og sjá skemmtilegan kvennahandbolta í KA heimilinu um helgina.

Reykjavíkurferð 6. flokks 13.-15.mars 2009

Mæting er kl. 15.30 í KA heimili. Keppt verður í íþróttahúsi Fram í Safamýri og munu okkar drengir hefja leik að morgni laugardags. Gist verður í skóla á keppnisstað. Óvíst er um heimkomu en það ræðst af gengi liðanna á mótinu. Útbúnaður: Svefnpoki, dýna, KA stuttbuxur, handboltaskó og sundföt. Gríðarlega mikilvægt að drengirnir séu vel nestaðir en þeir fá morgunverð á laugardag og sunnudag og eina heita máltíð hvorn dag auk léttrar hressingar á föstudagskvöld við komuna til Reykjavíkur. Erfiðlega hefur gengið að ráða fararstjóra til ferðarinnar og nú vantar einn fararstjóra fyrir A-lið og einn fyrir C-2. Áhugasamir vinsamlega hafið samband sem fyrst. Verð ferðarinnar er kr. 3.000 sem greiðist við brottför eða á æfingu á fimmtudag hjá þeim sem ekki fara með rútunni. Jóhannes G. Bjarnason 662-3200

4. flokkur karla: Sigur hjá B-2

B-2 lið 4. flokks karla spilaði einnig um helgina. Þeir mættu Aftureldingu. Eftir mjög kaflaskiptan leik okkar drengja unnu þeir 24-19. Þar með hafa öll þrjú lið flokksins unnið leiki sína um helgina sem er glæsilegt, sérstaklega í ljósi þess að flokkurinn fékk ekkert að æfa í KA-Heimilinu alla vikuna vegna þess að íþróttahúsið var upptekið fyrir skemmtanir og félagssamkomur. Strákarnir í liðunum ætluðu greinilega ekki að láta það á sig fá þótt ekki væri boðið upp á topp undirbúning fyrir leikina.

4. flokkur: 2 góðir sigrar á FH

A-lið og B-1 í 4. flokki karla léku gegn FH í dag. Leikirnir eru þeir fyrstu af fjölmörgum hjá KA í mars mánuði en núna er lokaspretturinn af Íslandsmótinu opinberlega hafinn. KA fer mjög vel af stað í þeim hluta mótsins og unnu bæði lið góða sigra. A-liðið vann 32-30 sigur eftir að hafa leitt með þremur mörkum í hálfleik. B-1 kláraði sinn leik strax í fyrri hálfleik og var sjö mörkum yfir í hálfleik. Þeir unnu að lokum 29-19 sigur.

6. fl. drengja: Aukaæfing á sunnudag kl. 9:30

Athugið að það er aukaæfing í KA-heimilinu á sunnudaginn klukkan 9:30. Mjög áríðandi að allir mæti.

4. flokkur karla spilar um helgina

Öll þrjú lið 4. flokks karla leika um helgina í KA-Heimilinu. A og B-1 fá FH í heimsókn. B-2 leikur gegn Aftureldingu. Ljóst er að um hörkuleiki er að ræða. Núna er lokaspretturinn á tímabilinu að fara að stað og einungis tæpir tveir mánuðir eftir. Strákarnir hafa lagt mikið á sig til þessa og verið að ná góðum úrslitum. Mjög mikilvægt er að byrja lokatörnina á fullu og koma sér í góð sæti fyrir úrslitakeppnina en bæði A og B1 eiga möguleika á deildarmeistaratitlum. Hvetjum alla til að mæta á leikina. Laugardagur: 11:30: KA - FH (A-lið) 12:30: KA1 - FH (B-lið) Sunnudagur: 11:00: KA2 - Afturelding (B-lið)

6. fl. drengja: Reykjavíkurferð 13.-15. mars

Fyrirhuguð er ferð til Reykjavíkur 13.-15. mars á Íslandsmót 6. flokks. Mótið fer fram í Framhúsinu í Safamýri og gist verður á keppnisstað. Lagt verður af stað um kaffileytið föstudaginn 13. mars en heimkoma ræðst af gengi liðanna á mótinu. Unglingaráð greiðir niður ferðina og þ.a.l. verður kostnaður drengjanna 3.000 krónur. Þeir drengir sem ekki fara á mótið eru vinsamlega beðnir um að tilkynna það sem fyrst. Nánari upplýsingar koma á heimasíðu KA og með miða mánudaginn 9. mars. Þeir foreldrar sem vilja fara sem fararstjórar vinsamlega hafið samband við undirritaðan. Jóhannes G .Bjarnason s. 662-3200

4. flokkur karla: Sannfærandi sigur gegn Þór

Eftir mikil vonbrigði síðastliðinn sunnudag sýndi A-lið 4. flokks svo um munar hvað í þá er spunnið. Liðið mætti Þór í gær í Síðuskóla. KA vann öruggan 8 marka sigur 34-42 í 50 mínútna handboltaleik eftir að hafa leitt 17-24 í hálfleik. KA lék mjög óhefðbundin handknattleik í leiknum og komu Þórsurum algjörlega úr jafnvægi með leik sínum.  KA-menn geta þakkað sigrinum það að allir 9 leikmenn sem voru á leikskýrslu voru klárir til leiks og allir skiluðu þeir, hvort sem það var í vörn eða sókn. Liðsheildin á þennan sigur 100%.

4. flokkur kvenna: Öruggur sigur á Víkingum

4. flokkur kvenna vann í dag öruggan sigur á Víkingum. Það er ekki hægt að segja að leikurinn hafi verið mikið fyrir augað en stelpurnar gerðu það sem þurfti til að klára leikinn og unnu að lokum 12 marka sigur 24-12.