3 frá Spaðadeild KA á meistaramótinu

Tennis og badminton
3 frá Spaðadeild KA á meistaramótinu
Anton, Jóhann og Ari sáttir að móti loknu

Mikill uppgangur hefur verið í Spaðadeild KA undanfarin ár og hefur iðkendum fjölgað mikið en deildin varð til innan KA árið 2012. Meistaramótið í badminton fór fram í Hafnarfirði þetta árið og átti KA alls þrjá keppendur á mótinu en þetta er í fyrsta skiptið í nokkurn tíma sem KA sendir keppendur á mótið.

Þetta voru þeir Anton Heiðar Erlingsson, Jóhann Jörgen Kjerulf og Ari Þórðarson. Strákarnir stóðu sig með prýði og verður gaman að fylgjast með þeim í náinni framtíð sem og Spaðadeild KA í heild sinni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is