Alex Cambray keppir á EM í dag kl. 13:00

Lyftingar

EM í kraftlyftingum í búnaði er í fullum gangi og keppir okkar maður, Alex Cambray Orrason, klukkan 13:00 í dag. Mótið fer fram í Thisted í Danmörku og verður spennandi að fylgjast með Alex en hann keppir í 93 kg flokki.

Mótið er í beinu streymi og er hægt að fylgjast með gangi mála með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:

https://goodlift.info

Alex hefur verið að gera gríðarlega góða hluti en hann vann gull á Vestur-Evrópuleikunum í september síðastliðnum þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari bæði í sínum flokk auk í opna flokknum. Óskum okkar manni góðs gengis en á morgun, sunnudag, keppir Sóley Margrét Jónsdóttir (+84kg) en hún keppir fyrir hönd Breiðabliks en er í grunninn Akureyringur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is