Blaktímabiliđ byrjar á morgun | Breytingar á liđunum okkar

Blak

Keppnin um meistara meistaranna fer fram á morgun, laugardag, í KA-heimilinu. Karlaliđiđ okkar tekur á móti Hamar frá Hveragerđi kl. 19:00 en kl. 16:30 taka stelpurnar á móti HK.


Af ţví tilefni ćtlum viđ ađ renna ađeins yfir breytingarnar sem hafa orđiđ á KA liđunum fyrir komandi vetur. Okkur til halds og trausts í ţessari vinnu var Miguel Mateo Castrillo sem ţjálfar bćđi liđin í vetur. 

Karlaliđ KA: 

Karlaliđ KA hefur misst fjóra leikmenn frá ţví á síđustu leiktíđ. 

Sölvi Páll Sigurpálsson sem leikur stöđu kants og sprakk út á síđustu leiktíđ hefur söđlađ um og fariđ heim til Neskaupsstađar. Sömu sögu er ađ segja um Andra Snć Sigurjónsson sem ákvađ ađ flytja aftur heim á Neskaupsstađ. Mateusz Jeleniewski verđur ekki međ liđinu amk fram til áramóta en mögulega ekkert á tímabilinu. Hann lék stöđu frelsingja og stýrđi allri móttöku og vörn hjá liđinu á síđustu leiktíđ. 

Draupnir Jarl Kristjánsson mun heldur ekki leika međ liđinu á komandi tímabili en hann lék stöđu uppspilara og stóđ sig međ prýđi. 

Ađrir leikmenn verđa áfram, ţar međ talin Zdravko sem kom á miđju tímabili í fyrra og var valinn besti uppspilari deildarinnar í lok tímabils. 

Ţar sem ađ bćđi ákveđin skörđ eru höggvin í liđiđ međ brotthvarfi ofantaldra leikmanna ákvađ félagiđ ađ sćkja sér einn leikmann til ađ styrkja liđiđ fyrir átökin í vetur. Sá leikmađur verđur vonandi klár í slaginn á morgun og heitir Ivanov og kemur frá Búlgaríu. Mateo ţjálfari bindur miklar vonir viđ hann í móttöku og uppspili hjá liđinu í vetur og verđur gaman ađ sjá hann í gulu og bláu.

Kvennaliđ KA:

Kvennaliđ KA hefur misst ţrjá mikilvćga leikmenn fyrir komandi tímabil. 

Gígja Guđnadóttir, fyrirliđi og ađstođarţjálfari karlaliđsins á síđustu leiktíđ, er flutt til Frakklands ţar sem hún mun búa og spila blak. Ţá er Jóna Margrét Arnarsdóttir farin til Spánar ţar sem hún mun leika blak í vetur. Jóna var ađstođarfyrirliđi liđsins síđasta vetur og ţví ţvílík skörđ höggvin í liđiđ bćđi innan sem utan vallar međ ţessum tveimur leikmönnum. Ţá mun Nera Mateljan ekki leika áfram međ KA en hún lék međ liđinu á síđustu leiktíđ sem díó. 

Í stađ ţessara ţriggja leikmanna hefur kvennaliđiđ sótt sér styrkingu í spćnskri stúlku ađ nafni Julia. Hún kemur frá liđi í efstu deild á Spáni og mun gefa liđinu mikiđ í móttöku og vörn. Hún er ađ jafna sig eftir krossbandsslit en er orđin leikfćr og verđur gaman ađ sjá hana á dúknum í KA-heimilinu í vetur.

Ţá munu yngri leikmenn KA liđsins fá stćrri tćkifćri enda tóku ţeir stórt stökk í framför í fyrra og mun Amelía Sigurđardóttir leika sem fyrsti uppspilari liđsins.

Viđ hvetjum alla til ţess ađ leggja leiđ sína í KA-heimiliđ á morgun og minnum á ađ ársmiđasala er í fullum gangi hér.

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is