KA Ofurbikarmeistari í blaki karla 2020

Blak

Karlalið KA gerði sér lítið fyrir og hampaði Ofurbikarnum um helgina eftir sigur á Aftureldingu í úrslitaleik eftir mikinn spennuleik. KA byrjaði betur og komst í 2-0 en gestirnir gáfust ekki upp og knúðu fram oddahrinu þar sem KA vann að lokum 15-12 og leikinn þar með 3-2.

Kvennalið KA tryggði sér bronsið eftir 3-1 sigur á Þrótti Neskaupstað í leiknum um þriðja sætið og ljóst að spennandi blaktímabil er framundan.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is