Viðburður

Handbolti - 18:30

KA/Þór - Valur | Olís kvenna

Það er enginn smá leikur framundan í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA/Þór tekur á móti toppliði Vals í Olís deild kvenna klukkan 18:30. Leikurinn er liður í 5. umferð deildarinnar og er Valsliðið á toppnum með fullt hús stiga eftir að hafa lagt Fram að velli í síðustu umferð.

Okkar lið hefur hinsvegar gert mjög vel í síðustu tveimur leikjum og kemur því inn í kvöldið með fullt sjálfstraust og ekki spurning að með ykkar stuðning getur liðið sótt til sigurs!

Hvetjum því að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í KA-Heimilið og styðja stelpurnar til sigurs. Fyrir þá sem komast ómögulega á leikinn verður hann í beinni á KA-TV. Nálgast má útsendingu KA-TV hér fyrir neðan:


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is