Meistaraflokkur kvenna í blaki liđ ársins 2023

Blak
Meistaraflokkur kvenna í blaki liđ ársins 2023
Stórkostlegt liđ! (mynd: Ţórir Tryggva)

Meistaraflokkur kvenna í blaki er liđ ársins hjá KA áriđ 2023 og eru stelpurnar ansi vel ađ heiđrinum komnar en ţćr eru ríkjandi Íslandsmeistarar, Bikarmeistarar og Deildarmeistarar auk ţess ađ ţćr hófu síđasta tímabil á ţví ađ hampa titlinum Meistarar Meistaranna.

Í lok síđasta tímabils átti liđiđ ţrjá fulltrúa í úrvalsliđi ársins sem valiđ er af Blaksambandi Íslands en ţađ eru ţćr Jóna Margrét Arnarsdóttir uppspilari, Helena Kristín Gunnarsdóttir kantur og Valdís Kapitola Ţorvarđardóttir líberó. Ţá var Helena Kristín valin besti leikmađur úrvalsdeildarinnar og sýnir  ţađ hversu ótrúlega sterku liđi KA spilar fram ţar sem ţađ er fagmađur í hverri stöđu.

Stelpurnar hafa haldiđ áfram sama damp á núverandi tímabili og sitja í efsta sćti deildarinnar ásamt liđi Aftureldingar og ljóst ađ hörđ barátta er framundan viđ ađ verja Deildarmeistaratitilinn.

Ţá var Miguel Mateo Castrillo ţjálfari stelpnanna valinn ţjálfari ársins en auk ţess ađ hampa öllum ţessum titlum međ kvennaliđi KA stýrđi hann karlaliđi KA til Íslandsmeistaratitilsins. Mateo er gríđarlega metnađarfullur og hefur heldur betur lyft grettistaki í starfi blakdeildar KA frá ţví hann kom til félagsins áriđ 2018.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is