Fréttir

3. flokkur karla: Fyrsti leikur í 8 liða úrslitakeppni

Þriðjudaginn 19. apríl hefst úrslitakeppnin hjá 3. flokki karla í handbolta. KA strákarnir taka á móti liði Fram í fyrsta leik keppninnar í KA heimilinu kl. 16:00  Það má búast við hörkuleik þar sem KA endaði í 3. sæti í deildinni með 30 stig en Fram var í 6. sæti með 27 stig. Við hvetjum fólk til að mæta í KA heimilið og og styðja strákana í baráttunni til að komast í úrslitaleikinn. Áfram KA

Fyrrverandi KA-maður á reynslu

Hinn ungi og efnilegi Davíð Örn Atlason er þessa dagana á reynslu hjá KA frá Víkingi. Davíð er ekki öllum KA-mönnum ókunnugur en hann æfði með KA í yngri flokkum og er sonur Atla Hilmarssonar fyrverandi þjálfara KA í handbolta og núverandi þjálfara Akureyrar.

Mynd vikunnar

Nú er komið að mynd vikunnar. Lítið hefur verið um það að fólk sendi einhverjar skemmtilegar myndir til okkar hér á síðunni og vil ég minna fólk á sem vill láta góðar og skemmtilegar myndir lýta dagsins ljós hér á síðunni að senda póst.

Hann spilaði með KA: Steinar Tenden

Þá er komið að nýjum lið eins og lofað var á Facebook í gær en hann nefnist "Hann spilaði með KA" og verður reglulega á dagskrá. Fyrstur í þessum lið er markamaskínan Steinar Tenden sem gerði garðinn frægan með KA árið 2003.

U-17 vann Svía í dag -Lára spilaði allan leikinn

KA-stelpan Lára Einarsdóttir og stöllur hennar í U-17 landsliðinu spiluðu sinn síðasta leik í dag í milliriðli EM í Póllandi. Mótherjarnir voru Svíar og voru íslensku stelpurnar ekki í vandræðum með að landa enn einum sigrinum. Lára spilaði allan leikinn á miðjunni og stóð sig með sóma. Leikurinn fór 4-1 og skoruðu Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV), Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss) og Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) mörkin.

Íslandsmeisturum fagnað - móttaka fyrir m.fl. karla í KA - Heimilinu í dag

Móttaka til heiðurs m.fl. karla í blaki, sem í gærkvöldi urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð, var í KA - Heimilinu í dag. Þar gáfu þau Hrefna G. Torfadóttir formaður og Sigurbjörn Sveinsson nýr varaformaður strákunum blóm frá félaginu. Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar var einnig viðstaddur og tók til hann til máls og óskaði hann þeim til hamingju með það mikla afrek að ná að verja alla titlana þrjá, bikar-, deildar- og íslandsmeistaratitilinn.

Leikur dagsins: Akureyri - HK klukkan 19:30

Í kvöld er komið að fyrstu viðureigninni í úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn. Akureyri og HK mætast í Höllinni klukkan 19:30 og nú má enginn láta sitt eftir liggja. Mætum á leikinn og tökum sem flesta með til að hjálpa strákunum í baráttunni.

Aðalfundur

Aðalfundur FIMAK var haldinn 4.apríl í Sal Giljaskóla.Mættir voru 24 auk fráfarandi stjórnar og fundarstjóra.Fundastjóri var kosinn Unnsteinn Tryggvason og fundaritari Guðný Andradóttir.

KA Íslandsmeistari í blaki karla -Vinna þrefalt annað árið í röð

Nú rétt í þessu var KA að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Liðið spilaði gegn HK í Kópavogi og náði að kreista fram sigur í æsilegum leik. HK vann fyrstu hrinuna 25-22 en KA vann þrjár næstu, allar með minnsta mun 23-25, 23-25 og . . .   takið vel eftir 29-31.

Áfram KA - stuttermabolir til sölu

3. flokkur strákar og stelpur verða með glæsilega „Áfram KA“ stuttermaboli til sölu á 2.000 kr. stk. Þeir eru í gulum lit og tveimur bláum. Bolina verður hægt að panta og greiða í KA heimilinu mánudaginn 11., þriðjudaginn 12. og miðvikudaginn 13. apríl nk. milli klukkan 17:00 og 19:00 í KA heimilinu. Allir í Áfram KA bol, stórir sem smáir!