09.05.2009
Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að fylgjast með úrslitum NM 2009 á slóðinni:
http://www.judokisa.net/kisa/pm2009/index.html
KA menn eiga tvo keppendur, þau Helgu Hansdóttur og Eyjólf Guðjónsson. Íslenskir keppendur eru alls 17. Helga keppir í -57 í
aldursflokkunum U17 og U20. Eyjólfur keppir í -66 í aldursflokkunum U20 og í fullorðinsflokki.
Keppt er í U17 í dag fyrir hád en U20 í dag e/hád. Fulorðinsflokkar eru á morgun.
Ef þið viljið skoða úrslit út frá nöfnum keppenda þá er hægt að smella vinstra megin á síðunni á flokkinn
>Ottelijat > Maittain. Þá sjáið þið öll nöfn keppenda á mótinu, flokkuð eftir þjóðerni. Keppendur eru 373.
Kv
Hans R.
07.05.2009
Á laugardaginn er komið að stærsta leik ársins í kvennaboltanum. KA/Þór og Víkingur leika þá til úrslita í 2.
deild kvenna og er þetta jafnframt lokaleikur kvennahandboltans í ár. Leikurinn fer fram á Blönduósi og hefst klukkan 13:00 á laugardaginn.
Það er því tilvalið að skreppa í bíltúr á Blönduós, sjá skemmtilegan handbolta og hvetja stelpurnar til sigurs.
07.05.2009
Þá er komið að hinum árlega pistli frá Sigurði Skúla Eyjólfssyni eða borgarstjóranum eins og hann kallar sig. Hann gefur að
líta hér að neðan.
07.05.2009
Undanfarna daga hefur Fótbolti.net verið að birta spá fyrirliða og þjálfara fyrir fyrstu deildina í sumar. Í dag var röðin komin
að KA-mönnum og er þeim spáð fjórða sætinu í sumar.
06.05.2009
Það eru nokkrir miklir KA-menn sem eru líklegast manna spenntastir fyrir sumrinu. Síðasta sumar settu þeir skemmtilega gulan svip á stúkuna með
söngvum og stuðningi og þarna er ég að sjálfsögðu að tala um strákana í stuðningsmannafélaginu Vinir Sagga sem hafa svo
sannarlega glætt stúkuna á Akureyrarvellinum nýju lífi með tilkomu sinni.
06.05.2009
Á mánudaginn kom til liðsins ungverskur framherji á reynslu að nafni David Disztl.
05.05.2009
Núna eru einungis fimm dagar í leik og að því tilefni heyrði heimasíðan í aðstoðarþjálfaranum Steina Eiðs og ræddi
við hann um komandi tímabil og fleira.
04.05.2009
Í maí stendur yngriflokkaráð fyrir þremur fróðlegum fyrirlestrum. Haukur Ingi Guðnason sálfræðingur kemur með fyrirlestur sem hann
kallar ,,Hugræn færni og árangur", Fríða Rún Þórðardóttir heldur fyrirlestur um næringu íþróttafólks og
Stefán Ólafsson heldur fyrirlestur um íþróttameiðsl og forvarnir.
04.05.2009
Fimmtudaginn nk. fer fram kynningarkvöld hjá stuðningsmannafélaginu Vinum Sagga fyrir fótboltasumarið 2009 á sportbarnum Allanum.
04.05.2009
KA vann sinn fyrsta Íslandsmeistartitil í júdó árið 1979 er Þorsteinn Hjaltason varð Íslandsmeistari. Nú 30 árum
síðar eru titlarnir orðnir 438. Það eru 135 einstaklingar sem hafa unnið þessa titla. Flesta titla hefur Freyr Gauti Sigmundsson unnið, eða
25. Af þeim sem enn eru að keppa er Bergþór Steinn Jónsson sá sem unnið hefur flesta titla en hann hefur unnið 9 sinnum. Listi yfir
Íslandsmeistara félagsins er að finna á júdósíðu KA.