Fréttir

David Disztl verður áfram í herbúðum liðsins

Ungverski framherjinn David Disztl verður áfram í herbúðum KA-liðsins en hann kom hingað í síðustu viku á reynslu.

Vinir Sagga hita upp fyrir nágrannaslaginn

Næsti leikur KA-manna er nágrannaslagur af bestu gerð þegar KA og Þór mætast á Akureyrarvellinum. Baráttan verður ekki minni í stúkunni og þar ætla Vinir Sagga að sjálfsögðu að hafa betur og byrjar upphitun hjá þeim á veitingastaðnum DJ Grill kl. 17:00.

Veitingastaðurinn Strikið býður manni leiksins út að borða

Gengið hefur verið frá því að veitingastaðurinn Strikið mun bjóða manni leiksins í öllum heimaleikjum liðsins út að borða.

KA/Þór endaði í öðru sæti 2. deildar

KA/Þór lék sinn síðasta leik á tímabilinu á laugardag gegn Víkingi.  Þetta var lokaleikur í úrslitakeppni 2.deildar. Víkingar sigruðu í leiknum 26-25 eftir að staðan í hálfleik var 15-14 fyrir Víking.  Markahæstar í liði KA/Þórs voru Arna Erlingsdóttir með 8 mörk og Emma Sardarsdóttir með 6 mörk. Nú taka við þrek og kraftæfingar hjá stelpunum fram að sumarfríi í júní. Stefnan er svo sett á að æfingar hefjist um miðjan júlí og að æfa af krafti til að taka þátt í efstu deild á næsta vetri.

Umfjöllun: Selfoss - KA (Myndir)

Á sunnudaginn mættust Selfoss og KA í fyrsta leik tímabilsins. Ólafur Arnar Pálsson var á vellinum og skrifaði um leikinn.

Sumartímar í júdó

Æfingatímar í júdó breytast frá og með deginum í dag og verða með eftirfarandi hætti í sumar: Mánudagar kl. 20:00 - 21:30: Júdó. Þriðjudagar kl. 20:00 - 21:30: Þrek. Miðvikudagar kl. 20:00 - 21:30: Júdó. Fimmtudagar kl. 20:00 - 21:30: Þrek. Föstudagar kl. 20:00 - 21:30: Júdó. Þrekæfingar verða til að byrja með í KA-heimilinu.

KA gerði jafntefli við Selfoss

KA menn sótt Selfyssinga heim í fyrsta leik tímabilsins og lauk leiknum með jafntefli, 1-1. Steinn Gunnarsson skoraði mark KA manna á 16. mínótu leiksins en tveim mínótum síðar jafnafði Selfoss með marki Guðmundar Þórarinssonar. Nánari umfjöllun væntanleg síðar.

Leikdagur - : Selfoss - KA

Í dag hefst 1. deildin og fótboltasumarið af alvöru. KA-menn mæta Selfyssingum á Selfossi kl. 15:00.

1 dagur í leik - Arnar Már: Ekkert nema tilhlökkun

Á morgun hefst tímabilið hjá KA-liðinu. Eitthvað sem allir hafa beðið eftir síðan í lok september, fyrir kreppu. Núna hefjast leikar á Selfossi hjá KA-mönnum og segir fyrirliðinn Arnar Már að sínir menn séu tilbúnir í slaginn.

Norðurlandamótið í júdó - fréttir af okkar fólki

Sunnudagur kl. 11:20 Eyjólfur keppti í fullorðinsflokki í -66kg.  Hann tapaði fyrstu glímu en fékk uppreisn sem hann tapaði einnig.  Hann hefur því lokið þátttöku. 13:40 Eyjólfur fékk uppreisn en tapaði henni.  Þau eru því bæði búin í dag.  Eyjólfur keppir svo á morgun í fullorðinsflokki. 12:47 Helga keppti eina glímu í U20 sem hún tapaði.  Móherji hennar var Sabina Simmelhag.    Eyjólfur tapaði fyrstu glímunni sinni í U20 og ekki enn vitað hvort hann fær uppreisn. 11:20 Helga og Eyjólfur eru að öllum líkindum að hefja keppni í U20 11:20 Helga er búin að keppa í U17.  Hún tapaði báðum glímum og hafnaði í 3. sæti.  Lenti í fastataki í annarri glímunni en í hinni sigraði andstæðingur hennar með 2 yuko.