10.05.2008
Á mánudaginn, annan í hvítasunnu er fyrsti leikur KA í 1. deildinni í sumar og er hann gegn Fjarðabyggð. Leikurinn fer fram í Boganum
sökum þess að Akureyrarvöllur er ekki í nógu góðu ásigkomulagi og leikurinn hefst kl. 17:00.
09.05.2008
Nú þegar einungis þrír dagar eru í opnunarleik sumarsins gegn Fjarðabyggð er tilvalið að fá að heyra í hvað
aðstoðarþjálfarinn - Steingrímur Örn Eiðsson, hefur að segja um sumarið.
08.05.2008
Nú þegar einungis fjórir dagar eru í fyrsta leik sumarsins 2008 er viðeigandi að fá pistil á síðuna um komandi sumar og hinn mikli
KA-maður Sigurður Skúli Eyjólfsson sem flestir lesendur síðunnar ættu að kannast við ritaði hugleiðingar sínar um sumarið.
07.05.2008
Auðunn Víglundsson, varamaður í stjórn og fararstjóri í Portúgal, var með myndavélina á lofti í ferðinni og við
ætlum að líta á nokkrar velvaldar myndir úr ferðinni.
06.05.2008
Heimasíðan sló á þráðinn til fyrirliðans Almarrs Ormarssonar og spurði hann út í komandi sumar, nýju stöðuna hans og
fleira en nú eru ekki nema sex dagar þar til boltinn fer að rúlla í deildinni!
06.05.2008
Föstudagskvöldið komandi verður hið árlega kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA kl. 20:30 í KA-heimilinu.
05.05.2008
Aðalfundur Blakdeildar KA verður haldinn miðvikudaginn 7. maí kl. 20:00 í KA heimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar í boði
deildarinnar.
05.05.2008
Það er ekkert slegið slöku við í æfingum þrátt fyrir að það sé einungis vika í mót en eftir æfingu dagsins
skelltu strákarnir sér í ísbað áður en farið var í heita pottinn að slaka á. Við skulum líta á hvernig það
gekk.
05.05.2008
Mánudaginn 12 maí ( annar í hvítasunnu ) kl.20 verður haldin söng og grínskemmtun í KA-heimilinu með þeim Yfirliðsbræðrum.
Yfirliðsbræður eru þeir Óskar Pétursson og Örn Árnason ásamt undirleikaranum Jónasi Þórir.
05.05.2008
Vinir Sagga, stuðningsmannafélagið ötula, ætlar að halda opinn fund um komandi sumar á fimmtudagskvöldið nk. kl 20:30 í KA-heimilinu.