Fréttir

Upphitun: Magni - KA

KA mætir Magna frá Grenivík á morgun, þriðjudag, í leik um hvort liðið kemst í 32-liða úrslit VISA-bikarsins. Leikurinn hefst kl. 20:00 á Grenivíkurvelli.

Duffys treyjurnar komnar í sölu

Hinar stórkostlegu DUFFYS stuðningsmannapeysur eru nú loksins komnar í sölu.

Umfjöllun: KA - Haukar

KA unnu í kvöld mikilvægan sigur á móti Haukum en Haukar höfði ekki tapað leik í deildinni fyrir viðureign liðanna í kvöld. Þetta var aftur á móti fyrsti sigurleikur KA í sumar. Umfjöllun með myndum.

Upphitun: KA - Haukar

Á morgun, föstudaginn 30. maí, munu Haukar koma í heimsókn og fer leikurinn fram á Akureyrarvelli kl. 19:15. Vinir Sagga ætla að hittast á Allanum kl. 17:45 og fara svo snemma á Akureyrarvöllinn og þar verður grillað kl. 18:30.

Tveir sigrar hjá öðrum - Boltinn farinn af stað hjá þriðja

Eftir dapra byrjun náði annar flokkurinn að rífa sig upp og landa tveimur sigrum og þá er boltinn farinn að rúlla hjá báðum liðum þriðja flokks. B-liðið hjá öðrum flokk hefur þó ekki hafið keppni en leiknum þeirra gegn ÍR var frestað til 14. júní.

Lokahóf yngriflokka 2008

Lokahóf yngriflokka Blakdeildar KA var haldið nú á dögunum. Verðlaun voru veitt fyrir bestu framfarir og síðan voru veitt s.k. háttvísis verðlaun fyrir góða hegðun, ástundun og dugnað á æfingum.

KA mætir Magna í VISA-bikarnum

Í kvöld mættust Völsungur og Magni á Húsavíkurvelli í fyrstu umferð VISA-bikars karla en sigurliðið úr leiknum hafði dregist gegn KA í annarri umferðinni.

Myndir frá lokahófi handboltans

Þann 16. maí síðastliðinn stóð unglingaráð handboltans fyrir árlegu lokahófi yngri handboltaiðkenda. Þar var að vanda glatt á hjalla eins og lög gera ráð fyrir. Þórir Tryggvason var á staðnum með myndavélina og sendi okkur dágóðan slatta af myndum sem eru komnar inn í myndasafnið. Smelltu hér til að  skoða myndirnar.

Umfjöllun: KA - Selfoss

KA og Selfoss áttust við á Akureyrarvelli í gær í hörkuleik sem lauk með 2-2 jafntefli. Eftir að KA hafði komist í 2-0.

Landsliðsúrtak 1992: Fjórir frá KA

Fjórir leikmenn 4. flokks KA voru í dag valdir í úrtakshóp fyrir landslið Íslands í handbolta fyrir leikmenn fædda 1992 og síðar. Leikmennirnir eru þeir Gunnar Bjarki Ólafsson (markvörður), Ásgeir Jóhann Kristinsson (skytta), Guðmundur Hólmar Helgason (miðjumaður) og Sigþór Árni Heimisson (horna- og miðjumaður). Gunnar, Ásgeir og Guðmundur eru allir fæddir árið 1992 og Sigþór árið 1993.