23.05.2008
Í gær, fimmtudag, var haldin sérstök æfing fyrir stóra handboltamenn á Íslandi. Mikið hefur verið rætt og ritað um það
að undanförnu hve brýn nauðsyn sé á slíkum mönnum í íslenskan handbolta í framtíðinni. KA menn hafa stóra leikmenn
líkt og önnur lið og vildu að sjálfsögðu senda sína leikmenn á þessa æfingu.
23.05.2008
Í dag, föstudag, leika KA-menn sinn annan heimaleik á tímabilinu en þann fyrsta á Akureyrarvellinum þegar Selfyssingar sem eru í öðru
sæti deildarinnar koma í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:15 en Vinir Sagga og aðrir stuðningsmenn ætla að hittast á Allanum kl. 18:00.
22.05.2008
Nú er komið sumar hjá meistaraflokki og hafa æfingatímar tekið mið af því. Það verða þrjár þrekæfingar
í viku úti, sunnan við Hrafnagilsskóla og tvær júdóæfingar í KA heimili.
Æfingar í sumar verða á eftirtöldum tímum:
Útiæfingar:
Þriðjudaga - kl. 20:00
Föstudaga - kl. 20:00
Sunnudaga - kl. 15:00
Júdóæfingar í KA heimili:
Mánudaga - kl. 20:00
Fimmtudaga - kl. 20:00
Tímar geta breyst og því gott að hafa samband við Óda í síma 898-5558 ef þið hafið ekki mætt nýlega.
22.05.2008
Stefnt er að því að Fótboltaskóli Grétars Rafns Steinssonar, Bolton og Vífilfells verði með fimm daga námskeið á Akureyri
dagana 9. til 13. júní nk.
20.05.2008
Heimasíðunni hafa borist fjölmargar stórgóðar myndir úr leiknum í fyrradag gegn Víkingum sem eins og áður segir fór 3-1 fyrir
heimamönnum.
20.05.2008
Hinn ungi fyrirliði okkar manna, Almarr Ormarsson, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Víking
R.
20.05.2008
Um helgina lék A-liðið annars flokks sína fyrstu leiki í Íslandsmótinu í sumar en B-liðið hefur ekki leik fyrr en á laugardaginn nk.
19.05.2008
Kæru blakarar og foreldrar/forráðamenn
Nú er frábærum blakvetri að ljúka og verður lokahóf 3. – 6. flokks haldið þriðjudaginn 20. maí kl. 17:00. Við ætlum
að hittast við KA-heimilið kl. 17:00, sameinast þar í bíla og halda út í Kjarnaskóg ef veður leyfir. Þar munum við spila blak og
skemmta okkur saman. Fari svo að veðrið verði okkur ekki hliðhollt munum við vera í KA-heimilinu í staðinn.
19.05.2008
Aðalfundur Blakdeildar KA var haldin 7.
maí síðastliðinn. Nýr formaður var kosinn á fundinum Sigurður Arnar Ólafsson en Hjörtur Halldórsson sem áður var
formaður deildarinnar lét af embætti. Hjörtur mun þó áfram sitja í stjórn deildarinnar. Sigurður Arnar hefur lengi setið
í stjórn Blakdeildar KA og er þar flestum hnútum kunnugur. Hann hefur m.a. stýrt yngriflokkamálum deildarinnar í áraraðir.
18.05.2008
KA-menn sóttu Víkinga heim í 2. umferð 1. deildar karla í gærdag. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru prýðilegar, veður
nokkuð stillt og þurrt, völlurinn virðist koma ágætlega undan vetri.