17.05.2008
Á morgun, sunnudaginn 18. maí, verður leikin heil umferð í 1. deild karla. KA mætir liði Víkings Reykjavíkur og verður leikurinn í
Víkinni klukkan 16:00.
16.05.2008
Fundur um stöðu handboltans á Akureyri sem boðað var til s.l. fimmtudag 15. maí af
íþróttafélögunum KA og Þór tókst mjög vel. Af mætingunni á fundinn má dæma að áhuginn fyrir
handboltamálum á Akureyri hefur ekki farið dvínandi, en á bilinu60 - 70
manns mættu á fundinn.
15.05.2008
Myndir frá kynningarkvöldi knattspyrnudeildar sem fram fór sl. föstudagskvöld og myndir frá opnum fundi hjá Vinum Sagga sem fór fram á
fimmtudeginum eru komnar inn á síðuna.
14.05.2008
Þorsteinn Þorvaldsson hefur gengið til liðs við Magna sem hefur leik í annari deildinni á föstudaginn.
14.05.2008
Þeir Óskar
Pétursson og Örn Árnason ásamt Jónasi Þórir áttu sviðið í KA-Heimilinu s.l. mánudagskvöld. Drengirnir léku
á alls bæði oddi sungu og fóru með gamanmál.
Erlendur Haraldsson húsvörður KA-Heimilisins tók nokkrar myndir frá kvöldinu, þær er að finna hér.
13.05.2008
Fyrsti leikur sumarsins fór fram í Boganum í gær þar sem KA tók á móti Fjarðabyggð. Grasvellirnir eru ekki orðnir nægilega
góðir og því var keppt innandyra á gervigrasinu í Boganum.
12.05.2008
Eins og við er að búast eru ýmsar spurningar uppi varðandi stöðu handboltamála á Akureyri þessa dagana, ekki síst með tilliti til
frétta af miklum erfiðleikum varðandi fjárhagsstöðu handboltans. Boðað hefur verið til tveggja almennra funda í vikunni til að ræða
þessi mál.
12.05.2008
Um mitt seinasta sumar byrjuðu nokkrir félagar að mæta á 2. flokks leiki og vera með læti og styðja við bakið á strákunum. Nú
í sumar ætla þeir að taka skrefið lengra og mæta einnig á meistaraflokksleiki og gera hvað þeir geta til að koma liðinu í fremstu
röð.
11.05.2008
Hinn spilandi þjálfara KA-manna, Dean Edward Martin, eða Dínó eins og hann er kallaður gaf sér smá tíma frá undirbúningnum fyrir
mótið og svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur.