30.06.2008
Í kvöld var haldið einskonar framhald af fundi sem haldinn var s.l. mánudag um uppbyggingu á KA - svæðinu.
Því miður létu mjög fáir sjá sig á fundinum eða aðeins um 20 manns.
30.06.2008
Frá og með fimmtudeginum 3. júlí verða æfingar yngriflokka í strandblaki kl 19:00-20:30 á mánudögum og fimmtudögum bæði
fyrir stráka og stelpur. Vinsamlegast klæðið ykkur í samræmi við veður.
28.06.2008
Í gærkvöldi mættust Þór og KA í erkifjendaslag í fyrstu deildinni og svo fór að KA-menn tóku öll stigin þrjú en
sigurmarkið kom í uppbótartíma og gat sigurinn því varla verið sætari.
27.06.2008
Á mánudaginn klukkan 20.00 í KA-heimilinu verður annar fundur um framtíðarskipulag á KA svæðinu hvað vallarmál varðar.
26.06.2008
Á morgun fer fram nágrannaslagur af bestu gerð þegar KA og Þór mætast á Akureyrarvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er heimaleikur
Þórs. Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn á Allanum kl. 17.30.
26.06.2008
Fundur um fyrirhugaða uppbyggingu á KA-Svæðinu var boðaður á mánudagskvöldið. Heldur fátt var á
fundinum, aðeins á bilinu 20 – 25 manns.
26.06.2008
Á morgun fer fram nágrannaslagur af bestu gerð þegar KA og Þór mætast á Akureyrarvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er heimaleikur
Þórs. Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn á Allanum kl. 17.30.
25.06.2008
/*
Hið alþjóðlega handboltamót Partille Cup í Svíþjóð fer fram í sumar eins og áður.
Þar eru samankomnir yfir 15.000 handboltamenn á öllum aldri frá um 50 löndum að spila handbolta. Næstkomandi mánudag mun 4. flokkur KA fara á
mótið (bæði drengir og stúlkur), eins og hefur ávallt verið annað hvert ár hjá KA, en allt í allt fara fjörtíu og sjö
unglingar frá KA á mótið að spila.
25.06.2008
Heimasíðunni barst yfirlýsing frá formanni stuðningsmannafélagsins ,,Vinir Sagga" en þeir eru að undirbúa sig fyrir nágrannaslaginn og
vilja fá hjálp allra KA-manna!
22.06.2008
Á morgun, mánudag, er fundur í KA-heimilinu kl. 20:00 um framtíðarskipulag á KA-svæðinu en eins og flestir ættu að hafa tekið eftir eru
að fara í gang umfangsmiklar framkvæmdir á svæðinu og verður farið yfir stöðu mála í þeim efnum.