08.06.2008
Þrír leikmenn voru valdi á dögunum í A-landslið karla í blaki. Þetta eru þeir Hafsteinn og Kristján Valdimarsynir sem eru eru
nýliðar í landsliðinu og Hilmar Sigurjónsson.
Landsliðið tók þátt í forkeppni Evrópumóts smáþjóða sem fram fór nú um helgina á Möltu. Skemmst
er frá því að segja að liðið náði mjög góðum árangri á mótinu og lent í 2. sæti í riðlinum
og heldur til Luxemborgar á næsta ári í úrslitariðilinn. Nánari fréttir af leikjum liðsins má sjá á http://www.bli.is/
07.06.2008
KA-menn sóttu Njarðvíkinga heim í 5. umferð 1. deildar karla í gærkvöld. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru þokkalegar,
þó nokkur gola en þurrt og völlurinn leit mjög vel út.
06.06.2008
Bein útsending verður frá leik Njarðvíkur og KA sem fram fer í kvöld á Njarðvíkurvelli á útvarpi Sögu. Hægt er
að hlusta á netinu, www.utvarpsaga.is og fm92.1 hér á Akureyri.
06.06.2008
Sumaræfingar yngri flokkanna hefjast nk. fimmtudag, 5. júní, í öllum flokkum. Af því tilefni verður efnt til KA-dags laugardaginn 7.
júní í KA-heimilinu/KA-svæðinu kl. 11-14.
05.06.2008
Á morgun, föstudaginn 6.júní, munu KA-menn leggja leið sína til Njarðvíkur og spila þar við heimamenn í 5.umferð 1.deildarinnar.
04.06.2008
Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslit VISA-bikars karla í höfuðstöðvum KSÍ en í pottinum voru þau
tuttugu lið, þ.á.m. KA, sem höfðu komist áfram úr fyrstu og annarri umferðinni en nú bættust úrvalsdeildarliðin í pottinn.
04.06.2008
Í gærkvöldi lögðu KA-menn land undir fót og brunuðu alla leið til Grenivíkur þar sem þeir áttu leik gegn heimamönnum í
Magna í 2. umferð VISA-bikarsins.
02.06.2008
KA mætir Magna frá Grenivík á morgun, þriðjudag, í leik um hvort liðið kemst í 32-liða úrslit VISA-bikarsins. Leikurinn hefst kl.
20:00 á Grenivíkurvelli.
31.05.2008
Hinar stórkostlegu DUFFYS stuðningsmannapeysur eru nú loksins komnar í sölu.
31.05.2008
KA unnu í kvöld mikilvægan sigur á móti Haukum en Haukar höfði ekki tapað leik í deildinni fyrir viðureign liðanna í kvöld.
Þetta var aftur á móti fyrsti sigurleikur KA í sumar. Umfjöllun með myndum.