Fréttir

Gunnar Níelsson: KA-fjölskyldan er virkilega mögnuð

Loksins, loksins,  fyrsti heimaleikur okkar fer fram í kvöld.  Ég hef beðið þessarar stundar frá lokum október en nú er sú bið á enda. Lið okkar er klárt í slaginn, góður sigur um síðustu helgi eftir áfallið gegn ÍR helgina á undan staðfestir þessi orð mín.  

Vinnudagur aftur í dag á Akureyrarvelli!

Ágætu KA-menn! Við þurfum áfram á liðsinni ykkar að halda í dag á Akureyrarvelli! Við ætlum að mæta kl. 16 og halda áfram þar sem frá var horfið í gær við annars vegar þökulagningu sunnan syðra marksins og hins vegar að setja niður sætin í stúkuna! Ef við fáum góðan hóp fólks förum við langt með þetta verkefni í dag. Sjáumst!    

Grillveisla fyrir leik KA og VÍkings R á Akureyrarvelli!

Fyrsti heimaleikur KA á þessu keppnistímabili verður á Akureyrarvelli á morgun, föstudaginn 25. maí, og hefst hann kl 18.30. Fyrir leikinn verður boðið til grillveislu á vellinum og eru allir hvattir til þess að mæta snemma og hafa gaman. Veðurspáin er flott og því ekkert því til fyrirstöðu að eiga góða stund á vellinum, hvetja okkar stráka til sigurs og njóta þess að sitja í fyrsta skipti í nýju sætunum á Akureyrarvelli.

Áfram KA menn!! Lag og myndband!

Þá loksins er okkar frábæra lag, ÁFRAM KA MENN, komið í nýjan búning eftir mikla vinnu. Hér að neðan má sjá afraksturinn. Ég vil þakka öllum þeim sem hjálpuðu til við verkefnið og sérstaklega Eyþóri Inga og Þórði Gunnari, upptökustjóra.

KA-vinnudagur á Akureyrarvelli á morgun - miðvikudaginn 23. maí - sjálfboðaliðar óskast!!

Miðvikudaginn 23. maí frá kl. 16.00 verður vinnudagur KA-manna á Akureyrarvelli. Hafist verður handa við að setja niður sæti í stúku Akureyrarvallar og einnig verða lagðar þökur sunnan syðra marks vallarins. Allar vinnufúsar hendur eru vel þegnar og eru allir stuðningsmenn KA og velunnarar hvattir til að koma í góða veðrinu á Akureyrarvöll - í vinnugallanum - og leggja sitt að mörkum!!!

Dávid Disztl: Frábær tilfinning að vera í gulu og bláu aftur

Nýjasti liðsmaður KA er eins og flestir vita ungverski framherjinn Dávid Disztl sem er okkur KA-mönnum vel kunnu,r enda raðaði hann inn mörkum fyrir félagið 2009 (15 í 19 leikjum) og 2010.

Ársmiðar til sölu!!

Stuðningsmönnum KA í knattspyrnu er bent á að nú stendur yfir sala ársmiða á heimaleiki KA í sumar. Við hvetjum sanna stuðningsmenn að fá sér ársmiða á völlinn í sumar og tryggja sér um leið kaffi og meðlæti í hálfleik. Miðana er hægt panta með því að hringja í Óskar Þór, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar, í síma 773 3009 eða senda póst á oskar@ka-sport.is Við skorum á stuðningsmenn KA að sýna stuðning sinn í verki og tryggja sér ársmiða. Minnum á að fyrsti heimaleikurinn er nk. föstudag, 25. maí, þegar við tökum á móti Víkingi R, sem spekingarnir spá að tryggi sér úrvalsdeildarsæti á nýjan leik með því að verða annað hvort í 1. eða 2. sæti 1. deildar í haust.

Frábær 1-3 útisigur á Leikni

KA-menn sigldu frábærum 1-3 útisigri í höfn gegn Leikni í Breiðholtinu í gær. Það er ár og dagur síðan KA hefur unnið Breiðhyltinga á þeirra heimavelli og því var sigurinn ákaflega sætur.

KA mætir Fjarðabyggð í bikarnum

KA spilar á Akureyrarvelli gegn Fjarðabyggð í 32ja liða úrslitum bikarsins. Þetta varð ljóst eftir dráttinn í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Margir aðrir spennandi leikir fara fram í þessari umferð bikarsins, en hæst ber vissulega endurtekinn slagur Skagamanna og KR á Akranesi

Upphitun: Leiknir - KA 19.maí klukkan 14:00

2.umferð 1.deildarinnar fer fram á morgun og líkt og í fyrstu umferðinni fara okkar menn í Breiðholtið og mæta núna Leikni Reykjavík kl 14:00 á morgun, laugardag.