21.05.2012
Nýjasti liðsmaður KA er eins og flestir vita ungverski framherjinn Dávid Disztl sem er okkur KA-mönnum vel kunnu,r enda raðaði hann inn mörkum fyrir
félagið 2009 (15 í 19 leikjum) og 2010.
20.05.2012
Stuðningsmönnum KA í knattspyrnu er bent á að nú stendur yfir sala ársmiða á heimaleiki KA í sumar. Við hvetjum sanna stuðningsmenn
að fá sér ársmiða á völlinn í sumar og tryggja sér um leið kaffi og meðlæti í hálfleik. Miðana er
hægt panta með því að hringja í Óskar Þór, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar, í síma 773 3009 eða senda
póst á oskar@ka-sport.is Við skorum á stuðningsmenn KA að sýna stuðning sinn í verki og tryggja
sér ársmiða. Minnum á að fyrsti heimaleikurinn er nk. föstudag, 25. maí, þegar við tökum á móti Víkingi R, sem
spekingarnir spá að tryggi sér úrvalsdeildarsæti á nýjan leik með því að verða annað hvort í 1. eða 2.
sæti 1. deildar í haust.
20.05.2012
KA-menn sigldu frábærum 1-3 útisigri í höfn gegn Leikni í Breiðholtinu í gær. Það er ár og dagur síðan KA hefur
unnið Breiðhyltinga á þeirra heimavelli og því var sigurinn ákaflega sætur.
18.05.2012
KA spilar á Akureyrarvelli gegn Fjarðabyggð í 32ja liða úrslitum bikarsins. Þetta varð ljóst eftir dráttinn í
höfuðstöðvum KSÍ í dag. Margir aðrir spennandi leikir fara fram í þessari umferð bikarsins, en hæst ber vissulega endurtekinn slagur
Skagamanna og KR á Akranesi
18.05.2012
2.umferð 1.deildarinnar fer fram á morgun og líkt og í fyrstu umferðinni fara okkar menn í Breiðholtið og mæta núna Leikni Reykjavík kl
14:00 á morgun, laugardag.
17.05.2012
KA tapaði fyrsta leik sínum í 2. fl. kk. B-deild Íslandsmótsins í Boganum í dag. Andstæðingarnir voru Þróttur/SR og
sóttu gestirnir 1-0 sigur. Markið kom úr víti á átjándu mínútu, sem var dæmt á hendi varnarmanns KA. Heilt yfir var KA
sterkari aðilinn í leiknum, en gekk illa að skapa sér góð marktækifæri.
16.05.2012
KA-menn voru á skotskónum í Boganum í kvöld þar sem þeir mættu nágrönnum okkar í Magna á Grenivík. Þegar upp
var staðið höfðu KA-menn skorað sjö mörk gegn engu.
15.05.2012
Sérfræðingur KA-sport.is Andrés Vilhjálmsson er búinn að rýna
í spákúluna fyrir leik KA og Magna í bikarnum, sem fram fer í Boganum miðvikudaginn 16. maí kl. 19:00.
15.05.2012
Næsti leikur mfl. KA verður í bikarnum gegn Magna á Grenivík. Leikinn átti að spila á Grenivík, en hann hefur nú verið
færður inn í Boga og verður spilaður á morgun, miðvikudaginn 16. maí, kl. 19.
14.05.2012
Eftir margra mánaða æfingar og eitt lengsta undirbúningstímabil í heiminum er ávallt gríðarleg spenna fyrir að byrja fyrsta leikinn
á tímabilinu. Annað árið í röð hefur KA deildina í Breiðholtinu en nú var það á ÍR-vellinum og að
venju voru þar álíka margir KA-menn og ÍR-ingar.