Fréttir

Knattspyrnuskóli Arsenal hafinn á KA-svæðinu

Gleðin og eftirvæntingin skein úr andlitum á þriðja hundrað krakka sem mættir voru í KA-heimilið í morgun til þess að fá upplýsingar um Knattspyrnuskóla Arsenal, sem hófst á KA-svæðinu í dag. Sex þjálfarar frá knattspyrnuakademíu Arsenal eru mættir á svæðið til þessa að kenna krökkunum og þeim til aðstoðar er stór hópur þjálfara frá Akureyri og víðar að. Arsenalskólinn stendur fram á sunnudag.

KA - Þór á morgun, grillaðar pylsur frá 18:30! (myndbönd)

Á morgun er dagurinn þar sem Akureyrarbær skiptist í tvær fylkingar og troðfyllir Akureyrarvöll, á morgun er dagurinn sem þú villt geta sagt seinna "ég var þar", á morgun er dagurinn sem KA ætlar að komast aftur á sigurbraut. 

Höttur - KA í kvöld

Næstu andstæðingar okkar eru Hattarmenn frá Egilsstöðum en blásið verður til leiks í kvöld kl 20.00 á Vilhjálmsvelli.

Mörkin og atvikin úr jafnteflinu við Tindastól

KA og Tindastóll gerðu 2-2 jafntefli síðasta laugardag. Við vorum á vellinum og tókum upp það sem gerðist

KA fékk Grindavík á heimavelli í bikarnum!

Í hádeginu í dag var dregið í 16 liða úrslitum í Borgunarbikarnum og fékk KA heimaleik gegn úrvalsdeildarliði Grindavíkur. Það er því ljóst að Guðjón Þórðarson mætir á fornar slóðir með lið sitt og Jóhann Helgason mætir sínum fyrrverandi félögum í Grindavíkurliðinu. Leikurinn fer fram á Akureyrarvelli mánudaginn 25. júní. Í 16 liða úrslitum í kvennaflokki mætir Þór/KA Keflavík á útivelli.

Tíndastóll kemur í heimsókn.

Á morgun kl 14 verður blásið til leiks okkar og Tindastóls á iðagrænum frábærum Akureyrarvelli í fimmtu umferð Íslandsmótsins í fótbolta.

KA mætir Fjarðabyggð í bikarnum á morgun

Á morgun miðvikudag mætast KA og Fjarðabyggð í Borgunarbikarnum. Þetta er leikur í 32 liða úrslitum bikarsins, leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og hefst hann kl 19.15

Mörkin og helstu atvikin úr leik KA gegn Víking

KA og Víkingur skildu jöfn 1-1 á föstudaginn í 3.umferð 1.deildar karla. Björgvin Kolbeinsson og Jóhann Már tóku leikinn upp og Jóhann setti saman helstu atvikin úr leiknum sem þið getið séð með því að smella á lesa meira

Jafntefli gegn Víkingi R á Akureyrarvelli

KA og Víkingur R deildu stigunum í leik liðanna á Akureyrarvelli í kvöld þar sem vindurinn var í aðalhlutverki. Víkingar skoruðu í fyrri hálfleik með sterkan vind í bakið og síðan snerist dæmið við í seinni hálfleik og Dávid Diszt jafnaði metin eftir fína sendingu frá hægri. Jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast nokkuð sanngjörn úrslit.

Fyrsti heimaleikurinn í kvöld

Í kvöld klukkan 18.30 munu okkar menn hlaupa útá Akureyrarvöll í fyrsta sinn á þessu tímabili og verður andstæðingurinn Víkingur frá Reykjavík.  Leikurinn er liður í 3 umferð 1 deildar en KA er með 3 stig eftir frábæran sigur gegn Leikni í 2 umferð.