08.06.2012
Á morgun kl 14 verður blásið til leiks okkar og Tindastóls á iðagrænum frábærum Akureyrarvelli í fimmtu umferð
Íslandsmótsins í fótbolta.
05.06.2012
Á morgun miðvikudag mætast KA og Fjarðabyggð í Borgunarbikarnum. Þetta er leikur í 32 liða úrslitum bikarsins, leikurinn fer fram á
Akureyrarvelli og hefst hann kl 19.15
27.05.2012
KA og Víkingur skildu jöfn 1-1 á föstudaginn í 3.umferð 1.deildar karla. Björgvin Kolbeinsson og Jóhann Már tóku leikinn upp og
Jóhann setti saman helstu atvikin úr leiknum sem þið getið séð með því að smella á lesa meira
25.05.2012
KA og Víkingur R deildu stigunum í leik liðanna á Akureyrarvelli í kvöld þar sem vindurinn var í aðalhlutverki. Víkingar skoruðu
í fyrri hálfleik með sterkan vind í bakið og síðan snerist dæmið við í seinni hálfleik og Dávid Diszt jafnaði metin
eftir fína sendingu frá hægri. Jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast nokkuð sanngjörn úrslit.
25.05.2012
Í kvöld klukkan 18.30 munu okkar menn hlaupa útá Akureyrarvöll í fyrsta sinn á þessu tímabili og verður andstæðingurinn
Víkingur frá Reykjavík. Leikurinn er liður í 3 umferð 1 deildar en KA er með 3 stig eftir frábæran sigur gegn Leikni í 2 umferð.
25.05.2012
Loksins, loksins, fyrsti heimaleikur okkar fer fram í kvöld. Ég hef beðið þessarar stundar frá lokum október en nú er sú
bið á enda. Lið okkar er klárt í slaginn, góður sigur um síðustu helgi eftir áfallið gegn ÍR helgina á undan
staðfestir þessi orð mín.
24.05.2012
Ágætu KA-menn! Við þurfum áfram á liðsinni ykkar að halda í dag á Akureyrarvelli! Við ætlum að mæta kl. 16 og halda
áfram þar sem frá var horfið í gær við annars vegar þökulagningu sunnan syðra marksins og hins vegar að setja niður sætin
í stúkuna! Ef við fáum góðan hóp fólks förum við langt með þetta verkefni í dag. Sjáumst!
24.05.2012
Fyrsti heimaleikur KA á þessu keppnistímabili verður á Akureyrarvelli á morgun, föstudaginn 25. maí, og hefst hann kl 18.30. Fyrir leikinn verður
boðið til grillveislu á vellinum og eru allir hvattir til þess að mæta snemma og hafa gaman. Veðurspáin er flott og því ekkert því
til fyrirstöðu að eiga góða stund á vellinum, hvetja okkar stráka til sigurs og njóta þess að sitja í fyrsta skipti í nýju
sætunum á Akureyrarvelli.
23.05.2012
Þá loksins er okkar frábæra lag, ÁFRAM KA MENN, komið í nýjan búning eftir mikla vinnu. Hér að neðan má sjá
afraksturinn. Ég vil þakka öllum þeim sem hjálpuðu til við verkefnið og sérstaklega Eyþóri Inga og Þórði Gunnari,
upptökustjóra.
22.05.2012
Miðvikudaginn 23. maí frá kl. 16.00 verður vinnudagur KA-manna á Akureyrarvelli. Hafist verður handa við að setja niður sæti í
stúku Akureyrarvallar og einnig verða lagðar þökur sunnan syðra marks vallarins. Allar vinnufúsar hendur eru vel þegnar og eru allir stuðningsmenn KA og
velunnarar hvattir til að koma í góða veðrinu á Akureyrarvöll - í vinnugallanum - og leggja sitt að mörkum!!!