04.04.2012
Í dag var dregið í riðla í lokakeppni Evrópumóts U-17 landsliða pilta, sem fram fer í Slóveníu dagana 4.-16. maí
nk. Íslenska liðið er í A-riðli ásamt Frökkum, Þjóðverjum og Georgíumönnum. Tveir KA-menn, Fannar Hafsteinsson,
markvörður og kantmaðurinn Ævar Ingi Jóhannesson, voru í U-17-landsliðinu, sem tryggði sér farseðilinn í lokakeppnina.
04.04.2012
Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U-17 landsliðs kvenna, hefur valið KA-stelpuna Láru Einarsdóttur í liðið
fyrir milliriðil Evrópumóts landsliða í Belgíu 13.-18. apríl nk.
03.04.2012
Nú eru eftir aðeins fá sæti í Arsenalskólann á Akureyri í júní í sumar. Nánari uppýsingar gefur
Pétur í síma 861 2884.
01.04.2012
Liverpool goðsögnin Robbie Fowler skrifaði nú rétt í þessu
undir samning við KA sem nær út komandi keppnistímabil. Það er ljóst að Robbie mun verða góð viðbót við KA-liðið
enda með áralanga reynslu úr ensku úrvalsdeildinni þar sem hann er einn markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi.
31.03.2012
Hægt er að fullyrða að KA-völlurinn niður í bæ komi talsvert betur undan vetri en í fyrra. Ég fór niður á völl
í gær og tók mynd því til staðfestingar.
30.03.2012
Fyrr í kvöld tók KA á móti Tindastóli en greinilegt var að margir tókur spurningabombuna í sjónvarpinu (Gettu betur) fram yfir
leikinn því fámennt var í Boganum, svo sem skiljanlegt er, enda lokaþáttur bombunnar, en nóg um það.
30.03.2012
KA-menn taka á móti Tindastóli í Lengjubikarnum í Boganum í kvöld kl. 20. Þetta er næstsíðasti leikur KA-manna í
Lengjubikarnum, síðasti leikur liðsins í mótinu verður eftir páska gegn ÍBV syðra.
29.03.2012
Í dag var hafist handa við að fjarlægja gömlu trébekkina úr stúku Akureyrarvallar, en í þeirra stað koma tæplega 700 aðskilin
sæti í stúkuna, samkvæmt kröfu leyfiskerfis KSÍ.
26.03.2012
Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 27. mars í KA-heimilinu. Fundurinn hefst klukkan 18.00.