Fréttir

KA-völlurinn núna og fyrir 11 mánuðum

Hægt er að fullyrða að KA-völlurinn niður í bæ komi talsvert betur undan vetri en í fyrra. Ég fór niður á völl í gær og tók mynd því til staðfestingar.

Umfjöllun og viðtal: Yfirburðasigur á Tindastól

Fyrr í kvöld tók KA á móti Tindastóli en greinilegt var að margir tókur spurningabombuna í sjónvarpinu (Gettu betur) fram yfir leikinn því fámennt var í Boganum, svo sem skiljanlegt er, enda lokaþáttur bombunnar, en nóg um það.

KA tekur á móti Tindastóli í kvöld

KA-menn taka á móti Tindastóli í Lengjubikarnum í Boganum í kvöld kl. 20. Þetta er næstsíðasti leikur KA-manna í Lengjubikarnum, síðasti leikur liðsins í mótinu verður eftir páska gegn ÍBV syðra.

Bekkirnir í stúku Akureyrarvelli fjarlægðir - búið að panta tæplega 700 sæti í stúkuna

Í dag var hafist handa við að fjarlægja gömlu trébekkina úr stúku Akureyrarvallar, en í þeirra stað koma tæplega 700 aðskilin sæti í stúkuna, samkvæmt kröfu leyfiskerfis KSÍ.

Aðalfundur KA þriðjudaginn 27. mars kl. 18.00

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 27. mars í KA-heimilinu. Fundurinn hefst klukkan 18.00.  

Nýr vefur uppfærir nýjustu úrslitin

  Fyrr í þessum mánuði opnaði vefurinn Úrslit.net en þar er hægt að sjá úrslit og markaskorara úr öllum fótboltaleikjum sem fara fram hér á landi.

Fannar og Ævar Ingi og félagar í U-17 landsliði Íslands í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu!

Íslensku strákarnir í U-17 landsliðinu í knattspyrnu gerðu sér lítið fyrir í dag og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. Þetta er frábær árangur og undirstrikar enn og aftur hversu öflugt þetta landslið er. Íslendingar sigruðu Litháa í dag með fjórum mörkum gegn engu á sama tíma og Danir lögðu Skota 3-2. Íslendingar og Danir hlutu jafn mörg stig, en Ísland fer áfram í úrsitakeppnina með einu marki betra markahlutfall en Danir. Stórsigurinn í dag gerði því gæfumuninn. Sem fyrr var KA-maðurinn Fannar Hafsteinsson í marki Íslands í dag og hinn fulltrúi KA í liðinu, Ævar Ingi Jóhannesson, kom inn á á 44. mínútu.  

Tap gegn Keflavík í Reykjaneshöllinni

KA varð að sætta sig við 2-1 tap gegn úrvalsdeildarliði Keflavíkur í Lengjubikarnum í Reykjaneshöllinni í gær. Jóhann Helgason skoraði mark KA í síðari hálfleik.

KA fer til Keflavíkur í dag

KA sækir Keflvíkinga heim í dag suður með sjó í Lengjubikarnum. Bæði lið sigla fremur lygnan sjó í þessum riðli.

Magnaður sigur Íslands á Skotlandi í kvöld!

Íslensku strákarnir í U-17 landsliðinu sigruðu heimamenn í Skotlandi í kvöld í öðrum leik sínum í milliriðli Evrópumóts landsliða með einu marki gegn engu. KA-strákarnir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson stóðu vaktina í leiknum, Fannar varði mark Íslands og Ævar Ingi kom inn á 56. mínútu leiksins. FH-ingurinn Kristján Flóki Finnbogason skoraði mark Íslands á 43. mínútu leiksins.