13.05.2012
Það var í Mars síðastliðnum sem upp kom lítil skemmtileg hugmynd, að endurgera trúlega besta stuðningsmannalag allra tíma, Áfram KA
menn. Gunnar Níelsson vinur minn og formaður knattspyrnudeildar vildi þá gera myndband við gamla lagið en ég spurði hann hvort að við ættum
ekki bara að endugera lagið og lífga aðeins uppá það því í sannleika sagt þá var það að verða barn síns
tíma enda gert 1989.
11.05.2012
KA-maðurinn góðkunni, Andrés Vilhjálmsson sem lék með liðinu fyrri hluta tímabilsins í fyrra
áður en hann sleit krossbönd gegn Selfossi, fluttist í vetur til Noregs og verður því ekkert með liðinu í sumar, hann mun hins vegar fá
annað hlutverk fyrir félagið og verður okkar sérfræðingur fyrir leiki og spáir í spilin. KA mætir ÍR á morgun og hvað segir
Andrés um þá viðureign?
11.05.2012
Á morgun rennur stóri dagurinn upp, flautað verður til leiks í 1.deildinni á nýjan leik eftir 8 mánaða hlé. KA- menn ferðast suður
í borg óttans og leika gegn ÍR-ingum á ÍR velli klukkan 14:00. Okkar menn hafa æft eins og brjálæðingar síðustu mánuði
til að vera tilbúnir fyrir morgundaginn.
11.05.2012
Ungverski framherjinn Dávid Disztl er aftur genginn í raðir KA-manna. Hann spilaði með KA sumarið 2009 og aftur sumarið 2010. Fyrra sumarið spilaði
hann 22 leiki og skoraði í þeim 18 mörk. Sumarið 2010 kom hann við sögu í 24 leikjum með KA og skoraði 8 mörk.
11.05.2012
Á kynningarkvöldi knattspyrnudeildar í gærkvöld var skrifað undir þrjá styrktarsamninga við yngriflokkastarf KA í knattspyrnu.
Fyrirtækin sem samið var við að þessu sinni eru Íslensk verðbréf, Norðlenska og Höldur. Fjórða samstarfsfyrirtækið er Brynja
ehf. og verður skrifað undir samning við það á næstu dögum. Í fyrra var skrifað undir samstarfssamning yngriflokkastarfsins við
Bústólpa.
11.05.2012
Það var fullt út úr dyrum á kynningarkvöldi knattspyrnudeildar í KA-heimilinu í gærkvöld þar sem farið var yfir komandi
knattspyrnusumri. Greinilegt er að stuðningsmenn KA eru spenntir fyrir sumrinu og ætla ekki að láta sitt eftir liggja til að hjálpa liðinu í
baráttunni.
10.05.2012
Með 0-1 tapi gegn Georgíu í þriðju og síðustu umferð riðlakeppni Evrópukeppninnar í fótbolta í dag er ljóst
að Ísland er úr leik. Íslenska liðinu hefði dugað jafntefli til þess að fara áfram í undanúrslit keppninnar eftir að
Þjóðverjar unnu Frakka 3-0 en það voru Georgíumenn sem höfðu sigur. Ævar Ingi Jóhannesson spilaði nær allan leikinn í dag en
Fannar Hafsteinsson var á varamannabekknum.
10.05.2012
Í kvöld klukkan 20.30 blæs knattspyrnudeild KA til kynningar á KA-liðinu sem verður í eldlínunni í sumar og þar viljum
við sjá sem allra flesta stuðningsmenn. Kynningin verður í KA-heimilinu.
10.05.2012
KA hefur samið við enska vinstri bakvörðinn Darren Lough, sem er 23ja ára gamall og spilaði með unglingaliðum og varaliði
úrvalsdeildarliðsins Newcastle. Hann kom einnig við sögu í æfingaleikjum aðalliðsins. Í vetur hefur hann spilað með utandeildarliðinu
Ashington. Darren er nú þegar kominn með keppnisleyfi með KA og því löglegur í fyrsta leik KA-liðsins í 1. deildinni nk. laugardag gegn
ÍR-ingum.
10.05.2012
Nú eru aðeins tveir dagar í mót og þá birtist síðasti hlutinn þar sem KA-menn spá í spilin fyrir sumarið. Í þetta
skipti eru sex spámenn og hægt að segja að um er að ræða algjörar kanónur! Fyrstan má nefna Jón Óðinn Waage eða Óda
Júdó eins og hann er alltaf kallaður hann þarf ekkert að kynna frekar en mann númer tvö, legöndið Þorvald Makan, næstur kemur svo Gunnar
Þórir Björnssonm, harður stuðningsmaður, því næst Ragnar Heiðar Sigtrygsson, sem situr í svokallaðari vallarnefnd hjá
félaginu þá er röðin komin að Sigga Gunnars, útvarps-, sjónvarps og Derby mann,i og að lokum er það svo Davíð Már
Kristinsson, harður KA- maður.