17.05.2012
KA tapaði fyrsta leik sínum í 2. fl. kk. B-deild Íslandsmótsins í Boganum í dag. Andstæðingarnir voru Þróttur/SR og
sóttu gestirnir 1-0 sigur. Markið kom úr víti á átjándu mínútu, sem var dæmt á hendi varnarmanns KA. Heilt yfir var KA
sterkari aðilinn í leiknum, en gekk illa að skapa sér góð marktækifæri.
16.05.2012
KA-menn voru á skotskónum í Boganum í kvöld þar sem þeir mættu nágrönnum okkar í Magna á Grenivík. Þegar upp
var staðið höfðu KA-menn skorað sjö mörk gegn engu.
15.05.2012
Sérfræðingur KA-sport.is Andrés Vilhjálmsson er búinn að rýna
í spákúluna fyrir leik KA og Magna í bikarnum, sem fram fer í Boganum miðvikudaginn 16. maí kl. 19:00.
15.05.2012
Næsti leikur mfl. KA verður í bikarnum gegn Magna á Grenivík. Leikinn átti að spila á Grenivík, en hann hefur nú verið
færður inn í Boga og verður spilaður á morgun, miðvikudaginn 16. maí, kl. 19.
14.05.2012
Eftir margra mánaða æfingar og eitt lengsta undirbúningstímabil í heiminum er ávallt gríðarleg spenna fyrir að byrja fyrsta leikinn
á tímabilinu. Annað árið í röð hefur KA deildina í Breiðholtinu en nú var það á ÍR-vellinum og að
venju voru þar álíka margir KA-menn og ÍR-ingar.
13.05.2012
Það var í Mars síðastliðnum sem upp kom lítil skemmtileg hugmynd, að endurgera trúlega besta stuðningsmannalag allra tíma, Áfram KA
menn. Gunnar Níelsson vinur minn og formaður knattspyrnudeildar vildi þá gera myndband við gamla lagið en ég spurði hann hvort að við ættum
ekki bara að endugera lagið og lífga aðeins uppá það því í sannleika sagt þá var það að verða barn síns
tíma enda gert 1989.
11.05.2012
KA-maðurinn góðkunni, Andrés Vilhjálmsson sem lék með liðinu fyrri hluta tímabilsins í fyrra
áður en hann sleit krossbönd gegn Selfossi, fluttist í vetur til Noregs og verður því ekkert með liðinu í sumar, hann mun hins vegar fá
annað hlutverk fyrir félagið og verður okkar sérfræðingur fyrir leiki og spáir í spilin. KA mætir ÍR á morgun og hvað segir
Andrés um þá viðureign?
11.05.2012
Á morgun rennur stóri dagurinn upp, flautað verður til leiks í 1.deildinni á nýjan leik eftir 8 mánaða hlé. KA- menn ferðast suður
í borg óttans og leika gegn ÍR-ingum á ÍR velli klukkan 14:00. Okkar menn hafa æft eins og brjálæðingar síðustu mánuði
til að vera tilbúnir fyrir morgundaginn.
11.05.2012
Ungverski framherjinn Dávid Disztl er aftur genginn í raðir KA-manna. Hann spilaði með KA sumarið 2009 og aftur sumarið 2010. Fyrra sumarið spilaði
hann 22 leiki og skoraði í þeim 18 mörk. Sumarið 2010 kom hann við sögu í 24 leikjum með KA og skoraði 8 mörk.
11.05.2012
Á kynningarkvöldi knattspyrnudeildar í gærkvöld var skrifað undir þrjá styrktarsamninga við yngriflokkastarf KA í knattspyrnu.
Fyrirtækin sem samið var við að þessu sinni eru Íslensk verðbréf, Norðlenska og Höldur. Fjórða samstarfsfyrirtækið er Brynja
ehf. og verður skrifað undir samning við það á næstu dögum. Í fyrra var skrifað undir samstarfssamning yngriflokkastarfsins við
Bústólpa.