09.05.2012
Þá er komið að þrem góðum KA mönnum í viðbót og þeirra spá fyrir komandi sumar, að þessu sinni eru það
þeir Hjörvar Maronsson, fyrrum leikmaður KA og nýr stjórnarmeðlimur, Siguróli Sigurðsson, harður stuðningsmaður og formaður Vinir Sagga og
að lokum Hlynur Örn Ásgeirsson, harður KA-maður.
09.05.2012
SportTV vefsíðan sýnir beint frá a.m.k. einum leik í hverri umferð 1. deildar karla í sumar. Þetta eru góð tíðindi og mun
klárlega auka áhuga á leikjum í deildinni í sumar, sem verður alveg örugglega mjög spennandi og jöfn. Samningar um þetta tókust
í gær milli Knattspyrnusambands Íslands og SportTV.
08.05.2012
Nú er unnið hörðum höndum að því að endurvinna gamla, góða stuðningslag KA, sem Bjarni Hafþór Helgason samdið
árið 1989 - árið sem KA varð Íslandsmeistari í knattspyrnu. Það er Jóhann Már Kristinsson, sem hefur haft veg og vanda að
þessari vinnu og afraksturinn mun gleðja eyru stuðningsmanna KA og fleiri um það leyti sem KA tekur á móti Víkingi R í fyrsta heimaleiknum á
þessu keppistímabili.
08.05.2012
Nú eru einungis 4 dagar í að flautað verður til leiks í 1. deildinni og fékk ég því 9 góða KA menn til að spá
í spilin fyrir komandi sumar. Fyrstir ríða á vaðið Egill Ármann (þjálfari), Aðalbjörn Hannesson (þjálfari) og Orri
Gústafsson sem lék með KA í fyrra en tók sér frí frá fótboltanum og hélt til Japans í nám í
sjávarútvegsfræði.
07.05.2012
Þjóðverjar höfðu betur gegn okkar strákum í U-17 landsliðinu í Evrópumóti landsliða í Slóveníu í dag.
Þjóðverjarnir skoruðu markið sem skildi liðin að á 20. mínútu leiksins. KA-mennirnir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi
Jóhannesson voru í byrjunarliðinu í dag - Ævari var skipt útaf rétt undir lok leiksins.
07.05.2012
Í árlegri spá fyrirliða og þjálfara 1.deildar á vefsíðunni Fótbolti.net er okkur KA-mönnum spáð 6. sæti í
deildinni í sumar eða tveim sætum ofar en við enduðum í fyrra. Garðar Gunnar Ásgeirsson er sérfræðingur Fotbolti.net í þessum
spádómi og hann hafði þetta að segj um KA-liðið:
06.05.2012
Íslenska U-17 landsliðið í knattspyrnu með KA-strákana Fannar Hafsteinsson og Ævar Inga Jóhannesson innanborðs mæta Þjóðverjum
í öðrum leiknum í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á morgun, mánudag. Leikurinn hefst kl. 16.30 að íslenskum
tíma og er rétt að vekja athygli á því að hann verður sýndur í beinni útsendingu íþróttarásarinnar
Eurosport.
04.05.2012
Íslenska U-17 piltalandsliðið í knattspyrnu gerði í kvöld jafntefli við sterkt lið Frakka í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni
Evrópumótsins í Slóveníu. Íslendingar lentu undir 0-2 en með miklu harðfylgi og baráttu í seinni hálfleik skoruðu þeir
tvö mörk og uppskáru eitt stig. Fannar Hafsteinsson varði mark Íslands í leiknum í kvöld og greip oft gríðarlega vel inn
í og Ævar Ingi Jóhannesson, sem var á vinstri kantinum, spilaði allan leikinn af þeim krafti og ódrepandi baráttuvilja sem er einkennandi fyrir
hann.
04.05.2012
Nú eru aðeins átta dagar í að flautað verði til fyrsta leiks KA í 1. deildinni, þegar við heimsækjum ÍR-inga suður yfir
heiðar. Í aðdraganda knattspyrnusumarsins blæs knattspyrnudeild til kynningarkvölds í KA-heimilinu nk. fimmtudagskvöld, 10. maí, kl. 20.30
04.05.2012
Jóhann Helgason, oft kenndur við Sílastaði,
gekk í raðir KA á nýjan leik nú í október eftir að hafa spilað hjá Grindavík frá 2006. Hann er uppalinn hjá KA og
hefur leikið 51 leik í deild og bikar fyrir félagið en það var frá 2002 til 2005. Það má segja að Jóhann sé hvalreki
á strendur KA en leikmaðurinn er gífurlega reynslumikill, með 122 leiki í meistaraflokki og á örugglega eftir að reynast KA vel í
sumar.