Fréttir

Fannar og Ævar Ingi í byrjunarliðinu gegn Frökkum í kvöld!

KA-strákarnir Fannar Hafsteinsson (markmaður) og Ævar Ingi Jóhannesson (vinstri kantur) verða báðir í byrjunarliði Íslands sem mætir Frökkum í fyrsta leik úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Slóveníu í dag. Leikurinn hefst kl. 18.30 að íslenskum tíma og verður unnt að fylgjast með textalýsingu af leiknum á vefsíðunni http://www.uefa.com/. KA sendir þeim Fannari og Ævari Inga og öllu íslenska liðinu barátttukveðjur fyrir leikinn í kvöld. Áfram Ísland!

9 dagar: Besta KA lið allra tíma? - Seinni hluti

Þá er komið að seinni hlutanum og er af nógu að taka á miðjunni og framlínunni og á formaðurinn í stökustu vandræðum.

10 dagar: Besta KA-lið allra tíma? - Fyrri hluti

Formaðurinn Gunnar Níelsson hefur í aðdraganda Íslandsmótsins sest niður og krassað niður á blað besta KA-lið sögunnar að hans mati. Liðið kemur hér inn á í tveimur pörtum og sá fyrri kemur í dag og seinni á morgun, gefum Gunnari orðið.

Greifamót KA 5. maí í yngstu aldursflokkunum - leikjaplan

Greifamót KA í 8. flokki, 7. flokki karla og kvenna og 6. flokki kvenna verður haldið nk. laugardag í Boganum. Um 50 lið eru skráð til þátttöku. Spilað verður á átta völlum - 5 í liði. Þátttakendur koma frá KA, Þór, Völsungi, Samherjum, Magna, KF, Dalvík og Hetti á Egilsstöðum.

11 dagar í mót og Akureyrarvöllur farinn að skarta sínu besta (samanburður)

Nú eru 11 dagar þangað til flautað verður til leiks í 1.deild karla þegar okkar menn mæta ÍR á ÍR-velli. Fyrsti heimaleikurinn verður föstudaginn 25. maí og stefnir allt í að leikurinn fari fram á Akureyrarvelli, í fyrsta sinn í fjöldamörg ár sem fyrsti heimaleikur færi þar fram.

Fannar og Ævar Ingi í U-17 landsliðshópnum í lokakeppni Evrópumótsins í Slóveníu

KA-mennirnir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson voru í morgun valdir í U-17 landslið Íslands sem mun keppa í lokakeppni Evrópumóts landsliða 4.-16. maí nk.  Liðið fer til Slóveníu á morgun, 1. maí.

Greifamót KA fyrir yngstu krakkana verður laugardaginn 5. maí

Árlegt Greifamót KA í yngstu aldursflokkunum - 8. flokki, 7. flokki kvk, 7. flokki kk og 6. flokki kvk - verður haldið í Boganum laugardaginn 5. maí.  

Samstarfssamningur knattspyrnudeildar KA og Greifans

Gengið hefur verið frá samstarfssamningi knattspyrnudeildar KA og veitingahússins Greifans á Akureyri. Samningurinn er til tveggja ára. Samningsaðilar hafa átt með sér gott samstarf í mörg undanfarin ár og nýi samningurinn,sem tekur bæði til N1-móts KA og mfl. og 2. fl. kk, er framhald á því og staðfestir að Greifinn verður áfram einn af mikilvægum bakhjörlum knattspyrnudeildar KA.

Ísland vann Belgíu í U-17 kvk en það dugði ekki til

Íslensku stúlkurnar í U-17 landsliðinu gerðu það sem þær þurftu í síðasta leiknum í milliriðli Evrópumótsins í dag með því að vinna Belgíu 3-1. Það dugði hins vegar ekki til því að á sama tíma vann Sviss England með einu marki gegn engu og þar með er ljóst að Sviss fer í úrslitakeppni Evrópumótsins en Ísland er úr leik.

Fannar og Ævar í undirbúningshópi fyrir lokakeppni Evrópumótsins

KA-mennirnir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson hafa verið valdir í 22ja manna undirbúningshóp fyrir lokakeppni Evrópumóts landsliða í Slóveníu 4. til 16. maí nk.