Fréttir

Fannar og Ævar Ingi í U-17 landsliðshópnum í lokakeppni Evrópumótsins í Slóveníu

KA-mennirnir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson voru í morgun valdir í U-17 landslið Íslands sem mun keppa í lokakeppni Evrópumóts landsliða 4.-16. maí nk.  Liðið fer til Slóveníu á morgun, 1. maí.

Greifamót KA fyrir yngstu krakkana verður laugardaginn 5. maí

Árlegt Greifamót KA í yngstu aldursflokkunum - 8. flokki, 7. flokki kvk, 7. flokki kk og 6. flokki kvk - verður haldið í Boganum laugardaginn 5. maí.  

Samstarfssamningur knattspyrnudeildar KA og Greifans

Gengið hefur verið frá samstarfssamningi knattspyrnudeildar KA og veitingahússins Greifans á Akureyri. Samningurinn er til tveggja ára. Samningsaðilar hafa átt með sér gott samstarf í mörg undanfarin ár og nýi samningurinn,sem tekur bæði til N1-móts KA og mfl. og 2. fl. kk, er framhald á því og staðfestir að Greifinn verður áfram einn af mikilvægum bakhjörlum knattspyrnudeildar KA.

Ísland vann Belgíu í U-17 kvk en það dugði ekki til

Íslensku stúlkurnar í U-17 landsliðinu gerðu það sem þær þurftu í síðasta leiknum í milliriðli Evrópumótsins í dag með því að vinna Belgíu 3-1. Það dugði hins vegar ekki til því að á sama tíma vann Sviss England með einu marki gegn engu og þar með er ljóst að Sviss fer í úrslitakeppni Evrópumótsins en Ísland er úr leik.

Fannar og Ævar í undirbúningshópi fyrir lokakeppni Evrópumótsins

KA-mennirnir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson hafa verið valdir í 22ja manna undirbúningshóp fyrir lokakeppni Evrópumóts landsliða í Slóveníu 4. til 16. maí nk.

Sviss vann Ísland í milliriðli Evrópumótsins

Íslensku stelpunum í U-17 landsliðinu í fótbolta tókst ekki að fylgja eftir góðum sigri á Englandi í milliriðli Evrópumótsins. Í gær urðu þær að sætta sig við 0-1 tap gegn Sviss. Í hinum leik riðilsins unnu þær ensku belgísku stallsystur sínar. Það er því allt opið í riðlinum fyrir síðustu umferðina.

Jóhann Helga með tvö mörk í sigri KA á Eyjamönnum í dag

KA lauk Lengjubikarnum með sigri á Eyjamönnum í dag á Leiknisvelli í Breiðholtinu með tveimur mörkum gegn einu. Jóhann Helgason gerði bæði mörk KA.

Góður sigur U-17 landsliðs kvenna á Englendingum

Stelpurnar í U-17 landsliði kvenna gerðu sér lítið fyrir og sigruðu enskar jafnöldrur sínar í milliriðli Evrópumóts landsliða í Belgíu í dag með einu marki gegn engu. Lára Einarsdóttir úr KA og leikmaður Þórs/KA var í byrjunarliðinu í dag. Sigurmark Íslands skoraði Sandra María Jessen úr Þór og leikmaður Þórs/KA á 14. mínútu leiksins.

KA svæðið kemur eins og nýtt undan vetri

Öll munum við eftir skelfingunni sem blasti við okkur þegar að vora tók í fyrra og KA svæðið leit út eins og fínasta strönd á Flórída og gerði það í raun mest allt síðasta sumar sem olli miklum erfiðleikum fyrir flokka félagsins sem og N1 mót og Arsenalskólann. Það virðist ætla að vera annað uppá tengingum þetta árið. Fyrir tæpu ári síðan sendi Þórir Tryggva mér mynd af ströndinni okkar og fór á á sama stað í morgun og smellti af mynd af svæðinu. Mynd segir meira en þúsund orð.

KSÍ: Sætin verði komin í stúku Akureyrarvallar fyrir 15. júlí nk.

Stjórn KSÍ hefur samþykkt að heimila KA að spila heimaleiki sína á Akureyrarvelli næsta sumar með því skilyrði að 300 aðskilin sæti verði komin í stúku vallarins fyrir 15. júlí nk.