Fréttir

M.fl kvenna gaf dagatöl

Stelpur úr m.fl Þór/KA kíktu í vikunni á æfingu hjá 5.fl. , 6.fl, og 7.fl kvenna. Þær eru nýbúnar að gefa út dagatal fyrir árið 2012 en þetta er árlegt hjá stelpunum.

KA-mennirnir Fannar og Ævar Ingi í eldlínunni í jafnteflisleik gegn Dönum í kvöld

Fannar Hafsteinsson varði mark Íslands gegn Dönum í fyrsta leik U-17 landsliðsins í milliriðli Evrópumótsins í Skotlandi í kvöld. Leiknum lyktaði með jafntefli, 2-2. Ævari Inga Jóhannessyni var skipt inn á á 71. mínútu.

Fannar byrjar í markinu gegn Dönum í kvöld

Fannar Hafsteinsson, markmaður í 2. flokki og mfl. KA, hefur verið valinn í byrjunarlið Íslands sem mætir Dönum í milliriðli U-17 Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Spilað er í Skotlandi og hefst leikurinn kl. 19.30 að íslenskum tíma. Unnt verður að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA - http://www.uefa.com/

Lára spilaði allan leikinn í sigri landsliðsins á Danmörku

Lára Einarsdóttir úr KA var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn með U-17 landsliðinu í vináttulandsleik í Egilshöll í gær. Okkar stelpur höfðu 2-1 sigur. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Ísland og stelpurnar bættu við öðru marki áður en þær dönsku náðu að minnka muninn. Seinni vináttulandsleikur liðanna verður í Egilshöll kl. 18 á morgun, þriðjudag.

Umfjöllun og tölfræði: Markalaust gegn Víkingi

Það var mannskemmandi frost í Boganum þegar KA tók á móti Víkingi Reykjavík í Lengjubikarnum fyrr í dag. Leikurinn var engin svakaleg skemmtun og var þetta ekkert meira en fínasta helgarafþreying. 

KA mætir Víkingi R í Lengjubikarnum

KA mætir Víkingi Reykjavík í Lengjubikarnum laugardaginn 17. mars nk. kl. 15.00 í Boganum. Þetta er fjórði leikur KA-liðsins í þessu móti, en áður hefur KA tapað fyrir úrvalsdeildarliðum Skagamanna og Stjörnunnar en unnið 1. deildarlið ÍR.

Fannar og Ævar Ingi valdir í U-17 landsliðið fyrir milliriðil Evrópumótsins

Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson, leikmenn 2. flokks og meistaraflokks KA, hafa verið valdir í U-17 landslið Íslands sem spilar í milliriðli Evrópumóts landsliða í Skotlandi dagana 19.-25. mars.

Þakkir frá mótsnefnd Greifamótanna!

Mótsnefnd Greifamóta KA vill þakka af heilum hug öllum sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd Greifamóts KA í 4. flokki karla í knattspyrnu um helgina. Án ykkar allra væri þetta ómögulegt!

Þór Greifamótsmeistari í 4. flokki kk í A- og B-liðum

Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu bæði í A- og B-liðum í Greifamóti KA, sem lauk á fjórða tímanum í dag. Í öðru sæti í A-liðum varð BÍ með jafnmörg stig og Þór, en markatala Vestfirðinganna var þremur mörkum óhagstæðari en Þórs. KA varð síðan í þriðja sæti í A-liðum.

4.fl kvenna að standa sig vel fyrir sunnan

4.fl kvenna er nú í Reykjavík þar sem þær spila 3 æfingaleiki bæði A og B lið. Í dag spilaði hvort lið 2 leiki. Á móti Aftureldingu í morgun og Stjörnunni núna seinni partinn. Á morgun sunnudag spila bæði lið við Víking R