22.03.2012
Stelpur úr m.fl Þór/KA kíktu í vikunni á æfingu hjá 5.fl. , 6.fl, og 7.fl kvenna. Þær eru nýbúnar að gefa út
dagatal fyrir árið 2012 en þetta er árlegt hjá stelpunum.
20.03.2012
Fannar Hafsteinsson varði mark Íslands gegn Dönum í fyrsta leik U-17 landsliðsins í milliriðli Evrópumótsins í Skotlandi í
kvöld. Leiknum lyktaði með jafntefli, 2-2. Ævari Inga Jóhannessyni var skipt inn á á 71. mínútu.
20.03.2012
Fannar Hafsteinsson, markmaður í 2. flokki og mfl. KA, hefur verið valinn í byrjunarlið Íslands sem mætir Dönum í milliriðli U-17
Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Spilað er í Skotlandi og hefst leikurinn kl. 19.30 að íslenskum tíma. Unnt verður að
fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA - http://www.uefa.com/
19.03.2012
Lára Einarsdóttir úr KA var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn með U-17 landsliðinu í vináttulandsleik í Egilshöll
í gær. Okkar stelpur höfðu 2-1 sigur. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Ísland og stelpurnar bættu við öðru marki áður en
þær dönsku náðu að minnka muninn. Seinni vináttulandsleikur liðanna verður í Egilshöll kl. 18 á morgun, þriðjudag.
17.03.2012
Það var mannskemmandi frost í Boganum þegar KA tók á móti Víkingi
Reykjavík í Lengjubikarnum fyrr í dag. Leikurinn var engin svakaleg skemmtun og var þetta ekkert meira en fínasta helgarafþreying.
15.03.2012
KA mætir Víkingi Reykjavík í Lengjubikarnum laugardaginn 17. mars nk. kl. 15.00 í Boganum. Þetta er fjórði leikur KA-liðsins í
þessu móti, en áður hefur KA tapað fyrir úrvalsdeildarliðum Skagamanna og Stjörnunnar en unnið 1. deildarlið ÍR.
12.03.2012
Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson, leikmenn 2. flokks og meistaraflokks KA, hafa verið valdir í U-17 landslið Íslands sem spilar í
milliriðli Evrópumóts landsliða í Skotlandi dagana 19.-25. mars.
11.03.2012
Mótsnefnd Greifamóta KA vill þakka af heilum hug öllum sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd Greifamóts KA í 4. flokki karla
í knattspyrnu um helgina. Án ykkar allra væri þetta ómögulegt!
11.03.2012
Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu bæði í A- og B-liðum í Greifamóti KA, sem lauk á fjórða
tímanum í dag. Í öðru sæti í A-liðum varð BÍ með jafnmörg stig og Þór, en markatala Vestfirðinganna var
þremur mörkum óhagstæðari en Þórs. KA varð síðan í þriðja sæti í A-liðum.
10.03.2012
4.fl kvenna er nú í Reykjavík þar sem þær spila 3 æfingaleiki bæði A og B lið. Í dag spilaði hvort lið 2 leiki. Á
móti Aftureldingu í morgun og Stjörnunni núna seinni partinn. Á morgun sunnudag spila bæði lið við Víking R