08.03.2012
Síðustu helgi var Goðamót haldið í 5. og 6.fl kvenna. KA sendi til leiks 6 lið eða 3 lið í hvorum flokk og voru þetta allt í allt voru
þetta 52 stelpur sem tóku þátt. Á mótinu voru nokkur lið frá Reykjavíkursvæðinu sem og lið hérna í kring.
07.03.2012
Greifamót KA í 4. flokki kk verður haldið í Boganum um næstu helgi. Mótið hefst klukkan 14.30 á föstudag og verður spilað til kl.
22.00. Á laugardaginn verður spilað kl. 08.00-16.40 og á sunnudaginn verður spilað kl. 08-15.10. Í mótinu eru skráð 17 lið til leiks
- 7 A-lið og 10 B-lið.
06.03.2012
Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur, verður með fyrirlestur fyrir knattspyrnukrakka í 3. og 4. flokki KA fimmtudaginn 8.
mars kl. 15. Foreldrar og þjálfarar eru eindregið hvattir til að mæta á fyrirlesturinn með krökkunum.
29.02.2012
Herrakvöld KA verður haldið á Hótel Kea föstudaginn 9. mars n.k. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í janúar og
verður dagskráin glæsileg og kvöldið vonandi eftirminnilegt.
Miðasala er í KA-heimilinu og í Grok Verslun v/ Ráðhústorg.
26.02.2012
KA sigraði Greifamótið í fótbolta í 3. flokki karla í Boganum um helgina í bæði A- og B-liðum. Í A-liðum sigraði
KA Dalvík, Þór, Fjarðabyggð og Völsung og gerði jafntefli við KF og í B-liðum sigraði KA Völsung í stórskemmtilegum
úrslitaleik með einu marki gegn engu.
25.02.2012
KA hafði 2-0 sigur á ÍR-ingum í 2. umferð Lengjubikarsins í Boganum í dag. Jóhann Helgason og Gunnar Valur Gunnarsson skoruðu mörk KA-manna
í fyrri hálfleik.
24.02.2012
Greifamót KA í 3. flokki karla verður um helgina í Boganum á Akureyri og hefst í dag kl. 15.30. Leikjaplan er að finna á heimasíðu
mótsins og þar verður einnig hægt að fylgjast með úrslitum leikja í mótinu. Ath. að frá upphaflegu leikjaplani hafa orðið
eilitlar breytingar á tímasetningum á leikjum á laugardag og sunnudag, sem kemur til af því að leikir í B-liðum hafa verið lengdir um
tíu mínútur - í 45 mínútur. Slóðin á heimasíðuna er http://www.ka-sport.is/greifamot/3fl/2012/ og þar er hægt að sjá nýtt og uppfært leikjaplan fyrir laugardag og sunnudag.
22.02.2012
KA spilar annan leik sinn í Lengjubikarnum um komandi helgi, nánar tiltekið laugardaginn 25. febrúar kl. 17.15 í Boganum, þegar ÍR-ingar koma norður.
KA-liðið spilaði á köflum skínandi vel á móti úrvalsdeldarliði Stjörnunnar um síðustu helgi, en varð að sætta sig
við tap í þeim leik, gegn gangi hans. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna í Bogann á laugardaginn og styðja strákana.
22.02.2012
Um komandi helgi verður árlegt Greifamót KA í 3. flokki karla í knattspyrnu haldið í Boganum. Spilað verður seinnipart föstudags, á
laugardag og mótinu lýkur eftir hádegi á sunnudag. Leikjaplan í mótinu er sem hér segir:
19.02.2012
Það verður að segja hlutina eins og þeir eru; 2-3 tap KA gegn Stjörnunni í Boganum í dag í fyrstu umferð Lengjubikarsins var svekkjandi og
ósanngjarnt. KA-menn voru sterkari aðilinn í leiknum og sköpuðu sér miklu fleiri færi en úrvalsdeildarlið Stjörnunnar.