25.02.2012
KA hafði 2-0 sigur á ÍR-ingum í 2. umferð Lengjubikarsins í Boganum í dag. Jóhann Helgason og Gunnar Valur Gunnarsson skoruðu mörk KA-manna
í fyrri hálfleik.
24.02.2012
Greifamót KA í 3. flokki karla verður um helgina í Boganum á Akureyri og hefst í dag kl. 15.30. Leikjaplan er að finna á heimasíðu
mótsins og þar verður einnig hægt að fylgjast með úrslitum leikja í mótinu. Ath. að frá upphaflegu leikjaplani hafa orðið
eilitlar breytingar á tímasetningum á leikjum á laugardag og sunnudag, sem kemur til af því að leikir í B-liðum hafa verið lengdir um
tíu mínútur - í 45 mínútur. Slóðin á heimasíðuna er http://www.ka-sport.is/greifamot/3fl/2012/ og þar er hægt að sjá nýtt og uppfært leikjaplan fyrir laugardag og sunnudag.
22.02.2012
KA spilar annan leik sinn í Lengjubikarnum um komandi helgi, nánar tiltekið laugardaginn 25. febrúar kl. 17.15 í Boganum, þegar ÍR-ingar koma norður.
KA-liðið spilaði á köflum skínandi vel á móti úrvalsdeldarliði Stjörnunnar um síðustu helgi, en varð að sætta sig
við tap í þeim leik, gegn gangi hans. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna í Bogann á laugardaginn og styðja strákana.
22.02.2012
Um komandi helgi verður árlegt Greifamót KA í 3. flokki karla í knattspyrnu haldið í Boganum. Spilað verður seinnipart föstudags, á
laugardag og mótinu lýkur eftir hádegi á sunnudag. Leikjaplan í mótinu er sem hér segir:
19.02.2012
Það verður að segja hlutina eins og þeir eru; 2-3 tap KA gegn Stjörnunni í Boganum í dag í fyrstu umferð Lengjubikarsins var svekkjandi og
ósanngjarnt. KA-menn voru sterkari aðilinn í leiknum og sköpuðu sér miklu fleiri færi en úrvalsdeildarlið Stjörnunnar.
18.02.2012
Tæplega 1,6 milljóna króna hagnaður varð af rekstri knattspyrnudeildar KA á árinu 2011. Velta deildarinnar á síðasta ári - allra
flokka - varð samtals röskar 95 milljónir og hækkaði um tíu milljónir milli ára. Þetta kom fram á framhaldsaðalfundi knattspyrnudeildar
KA í gær.
18.02.2012
Einar Helgason, fyrrverandi leikmaður og þjálfari KA og ÍBA og einnig þjálfari margra annarra liða, var á framhaldsaðalfundi knattspyrnudeildar
KA í gær sæmdur gullmerki KSÍ fyrir sín miklu og góðu störf í þágu knattspyrnunnar á Íslandi. Vignir
Þormóðsson, stjórnarmaður í KSÍ, afhenti Einari gullmerkið og sagði eftirfarandi við það tækifæri:
17.02.2012
KA mætir Pepsídeildarliði Stjörnunnar í fyrstu umferð Lengjubikarsins í Boganum nk. sunnudag, 19. febrúar, kl. 16.00. Þetta
verður sannarlega verðugt verkefni fyrir KA-strákana því Stjarnan var ótvírætt spútniklið sl. keppnistímabils og spilaði
þá sérlega skemmtilegan sóknarleik. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna í Bogann og styðja við bakið á strákunum.
15.02.2012
Konukvöld KA verður haldið 17. febrúar í KA-heimilinu með pompi og prakt og eru allar KA-konur nær og fjær hvattar til að láta sjá sig!
Húsið verður opnað klukkan 20:30 (ekki 20:00 eins og stendur á facebook) og í boði verður:
13.02.2012
Í leik Þórs 2 og KA 2 í Boganum í gærkvöld varð Bergvin Jóhannsson, einn af liðsmönnum Þórs 2, fyrir slæmum
hnémeiðslum þegar hann rann á járnstólpa utan vallarins. Var Bergvin í kjölfarið fluttur á Sjúkrahúsið á
Akureyri. Hugur knattspyrnumanna í KA er hjá Bergvini og vill knattspyrnudeild KA, þ.m.t. allir leikmenn og þjálfarar mfl. og 2. flokks félagsins, senda honum
baráttukveðjur og bestu óskir um góðan bata.