Fréttir

KA tapaði á Skaganum í dag

KA-menn sóttu ekki gull í greipar Skagamanna í Akraneshöllinni í dag í þriðja leik liðsins í Lengjubikarnum. Heimamenn höfðu sigur 4-1. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði mark KA í síðari hálfleik.

Staðan í Greifamótinu fyrir sunnudaginn

Eins og vera ber er staðan í Greifamóti KA í 4. flokki spennandi þegar einn keppnisdagur er eftir. Staðan er sem hér segir:

KA fer á Skagann í dag í Lengjubikarnum

KA sækir úrvalsdeildarlið Skagamanna heim í Lengjubikarnum í dag og hefst leikurinn kl. 14. Þetta er þriðji leikur KA í keppninni, í fyrsta leiknum tapaði liðið 2-3 fyrir Stjörnunni en hafði 2-0 sigur á ÍR í síðasta leik.

Lára Einarsdóttir valin í U-17 landsliðið gegn Dönum

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U-17 kvennalandsliðsins, hefur valið Láru Einarsdóttur úr KA í landsliðshópinn sem mætir Dönum í tveimur vináttulandsleikjum í Egilshöll í Reyjavík dagana 18. og 20. mars nk.

Leikir: M.fl karla, 4.fl kk og 4.fl kv

Nóg er um að vera þessa helgina hjá Knattspyrnufólki KA og öðrum KA mönnum. Í kvöld kl 19.00 hefst Herrakvöld á hótel KEA. Í dag hefst Greifamótið í 4.fl karla í boganum og 4.fl kvenna leggur af stað til Reykjavíkur til að spila nokkra æfingarleiki. Síðan er það M.fl karla sem spila á Akranesi á morgun laugardag

Góður árangur á Goðamóti 5.-6.fl kvenna

Síðustu helgi var Goðamót haldið í 5. og 6.fl kvenna. KA sendi til leiks 6 lið eða 3 lið í hvorum flokk og voru þetta allt í allt voru þetta 52 stelpur sem tóku þátt. Á mótinu voru nokkur lið frá Reykjavíkursvæðinu sem og lið hérna í kring.

Greifamót KA í 4. flokki kk um næstu helgi - uppfært leikjaplan

Greifamót KA í 4. flokki kk verður haldið í Boganum um næstu helgi. Mótið hefst klukkan 14.30 á föstudag og verður spilað til kl. 22.00. Á laugardaginn verður spilað kl. 08.00-16.40 og á sunnudaginn verður spilað kl. 08-15.10. Í mótinu eru skráð 17 lið til leiks - 7 A-lið og 10 B-lið.

Fríða Rún með fyrirlestur

Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur, verður með fyrirlestur fyrir knattspyrnukrakka í 3. og 4. flokki KA fimmtudaginn 8. mars kl. 15. Foreldrar og þjálfarar eru eindregið hvattir til að mæta á fyrirlesturinn með krökkunum.

Herrakvöld KA 9. mars n.k.

Herrakvöld KA verður haldið á Hótel Kea föstudaginn 9. mars n.k. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í janúar og verður dagskráin glæsileg og kvöldið vonandi eftirminnilegt. Miðasala er í KA-heimilinu og í Grok Verslun v/ Ráðhústorg.

KA vann Greifamótið í 3. flokki í bæði flokki A- og B-liða

KA sigraði Greifamótið í fótbolta í 3. flokki karla í Boganum um helgina í bæði A- og B-liðum. Í A-liðum sigraði KA Dalvík, Þór, Fjarðabyggð og Völsung og gerði jafntefli við KF og í B-liðum sigraði KA Völsung í stórskemmtilegum úrslitaleik með einu marki gegn engu.