Fréttir

KA mætir Víkingi R í Lengjubikarnum

KA mætir Víkingi Reykjavík í Lengjubikarnum laugardaginn 17. mars nk. kl. 15.00 í Boganum. Þetta er fjórði leikur KA-liðsins í þessu móti, en áður hefur KA tapað fyrir úrvalsdeildarliðum Skagamanna og Stjörnunnar en unnið 1. deildarlið ÍR.

Fannar og Ævar Ingi valdir í U-17 landsliðið fyrir milliriðil Evrópumótsins

Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson, leikmenn 2. flokks og meistaraflokks KA, hafa verið valdir í U-17 landslið Íslands sem spilar í milliriðli Evrópumóts landsliða í Skotlandi dagana 19.-25. mars.

Þakkir frá mótsnefnd Greifamótanna!

Mótsnefnd Greifamóta KA vill þakka af heilum hug öllum sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd Greifamóts KA í 4. flokki karla í knattspyrnu um helgina. Án ykkar allra væri þetta ómögulegt!

Þór Greifamótsmeistari í 4. flokki kk í A- og B-liðum

Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu bæði í A- og B-liðum í Greifamóti KA, sem lauk á fjórða tímanum í dag. Í öðru sæti í A-liðum varð BÍ með jafnmörg stig og Þór, en markatala Vestfirðinganna var þremur mörkum óhagstæðari en Þórs. KA varð síðan í þriðja sæti í A-liðum.

4.fl kvenna að standa sig vel fyrir sunnan

4.fl kvenna er nú í Reykjavík þar sem þær spila 3 æfingaleiki bæði A og B lið. Í dag spilaði hvort lið 2 leiki. Á móti Aftureldingu í morgun og Stjörnunni núna seinni partinn. Á morgun sunnudag spila bæði lið við Víking R

KA tapaði á Skaganum í dag

KA-menn sóttu ekki gull í greipar Skagamanna í Akraneshöllinni í dag í þriðja leik liðsins í Lengjubikarnum. Heimamenn höfðu sigur 4-1. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði mark KA í síðari hálfleik.

Staðan í Greifamótinu fyrir sunnudaginn

Eins og vera ber er staðan í Greifamóti KA í 4. flokki spennandi þegar einn keppnisdagur er eftir. Staðan er sem hér segir:

KA fer á Skagann í dag í Lengjubikarnum

KA sækir úrvalsdeildarlið Skagamanna heim í Lengjubikarnum í dag og hefst leikurinn kl. 14. Þetta er þriðji leikur KA í keppninni, í fyrsta leiknum tapaði liðið 2-3 fyrir Stjörnunni en hafði 2-0 sigur á ÍR í síðasta leik.

Lára Einarsdóttir valin í U-17 landsliðið gegn Dönum

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U-17 kvennalandsliðsins, hefur valið Láru Einarsdóttur úr KA í landsliðshópinn sem mætir Dönum í tveimur vináttulandsleikjum í Egilshöll í Reyjavík dagana 18. og 20. mars nk.

Leikir: M.fl karla, 4.fl kk og 4.fl kv

Nóg er um að vera þessa helgina hjá Knattspyrnufólki KA og öðrum KA mönnum. Í kvöld kl 19.00 hefst Herrakvöld á hótel KEA. Í dag hefst Greifamótið í 4.fl karla í boganum og 4.fl kvenna leggur af stað til Reykjavíkur til að spila nokkra æfingarleiki. Síðan er það M.fl karla sem spila á Akranesi á morgun laugardag