13.02.2012
KA 2 varð að sætta sig við neðsta sæti í Hleðslumótinu í fótbolta eftir 0-2 tap gegn Þór 2 í Boganum í
gærkvöld. Þar með varð ljóst að KA-liðin urðu á sitthvorum endanum; KA 1 vann mótið en KA 2 rak lestina.
09.02.2012
Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar KA fyrir árið 2011 verður haldinn í KA-heimilinu föstudaginn 17. febrúar kl. 18.00. Á dagskrá fundarins er
afgreiðsla reikninga og önnur mál.
05.02.2012
KA sigraði Þór 3-2 í spennandi leik í úrslitum Hleðslumótsins og KA því Norðurlandsmeistari annað árið í
röð og þriðji sigurinn í röð á nágrönnum okkar í Þór. Þórir Tryggva var á staðnum í dag og
smellti af myndavélinni eins og herforingi.
Myndirnar má sjá hér
05.02.2012
KA-stelpurnar stóðu sig frábærlega á Goðamóti Þórs í 4. flokki um helgina. Þær sigruðu í A-liðum, áttu
lið í öðru og þriðja sæti í B-liðum, sigruðu í C-liðum og áttu þar líka lið í fjórða
sæti. Sigurliðið í C-liðum var eingöngu skipað stelpum úr 5. flokki og því er árangur þeirra sérlega
glæsilegur.
05.02.2012
KA1 sigraði Þór1 í úrslitaleik Hleðslumótsins í knattspyrnu í Boganum í dag með þremur mörkum gegn tveimur.
04.02.2012
Á morgun, sunnudaginn 5. febrúar kl. 14.00, verður úrslitaleikur Hleðslumótsins í knattspyrnu í Boganum þar sem mætast KA1 og
Þór1. Bæði lið eru ósigruð í mótinu að riðlakeppni lokinni.
03.02.2012
Í dag voru undirritaðir tveggja ára samningar knatttspyrnudeildar KA við tvo pilta í 2. flokki - Kristján Frey Óðinsson og Gunnar Örvar
Stefánsson.
31.01.2012
Í morgun var tímasetningu á úrslitaleik Hleðslumótsins í fótbolta milli KA1 og Þórs1 breytt í þá veru að
hann verður kl. 14.00 nk. sunnudag - 5. febrúar - en ekki klukkan 17.00 eins og til stóð. Látið þetta endilega berast - við hvetjum KA-menn til þess
að fjölmenna í Bogann og hvetja strákana til sigurs!
31.01.2012
KA2 varð að sætta sig við 0-2 tap gegn Völsungi í Hleðslumótinu í Boganum sl. sunnudag. Þar með endaði KA2 í neðsta
sæti síns riðils í mótinu og spila við Þór2 um neðstu tvö sætin í mótinu. KA1 spilar hins vegar til úrslita
í mótinu við Þór1.
29.01.2012
KA1 sigraði KF með fimm mörkum gegn þremur í miklum baráttuleik í Boganum í gær þar sem dæmdar voru þrjár
vítaspyrnur, fjöldi gulra spjalda fór á loft og eitt rautt. Þar með endaði KA1 með fullt hús stiga í riðlinum og spilar til
úrslita í Hleðslumótinu gegn annað hvort Þór1 eða Dalvík/Reyni, en þessi lið mætast í dag og dugar Þór1
jafntefli til þess að halda efsta sæti riðilsins og spila úrslitaleikinn gegn KA1.