Fréttir

Hagnaður af rekstri knattspyrnudeildar KA 2011

Tæplega 1,6 milljóna króna hagnaður varð af rekstri knattspyrnudeildar KA á árinu 2011. Velta deildarinnar á síðasta ári - allra flokka - varð samtals röskar 95 milljónir og hækkaði um tíu milljónir milli ára. Þetta kom fram á framhaldsaðalfundi knattspyrnudeildar KA í gær.

Einar Helgason sæmdur gullmerki KSÍ

Einar Helgason, fyrrverandi leikmaður og þjálfari KA og ÍBA og einnig þjálfari margra annarra liða, var á framhaldsaðalfundi knattspyrnudeildar KA í gær sæmdur gullmerki KSÍ fyrir sín miklu og góðu störf í þágu knattspyrnunnar á Íslandi. Vignir Þormóðsson, stjórnarmaður í KSÍ, afhenti Einari gullmerkið og sagði eftirfarandi við það tækifæri:

KA mætir Stjörnunni í Lengjubikarnum á sunnudaginn

KA mætir Pepsídeildarliði Stjörnunnar í fyrstu umferð Lengjubikarsins í Boganum nk. sunnudag, 19. febrúar, kl. 16.00. Þetta verður sannarlega verðugt verkefni fyrir KA-strákana því Stjarnan var ótvírætt spútniklið sl. keppnistímabils og spilaði þá sérlega skemmtilegan sóknarleik. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna í Bogann og styðja við bakið á strákunum.

Konukvöld KA á morgun 17. febrúar!! - Nú fer hver að verða síðust að panta miða!!!

Konukvöld KA verður haldið 17. febrúar í KA-heimilinu með pompi og prakt og eru allar KA-konur nær og fjær hvattar til að láta sjá sig! Húsið verður opnað klukkan 20:30 (ekki 20:00 eins og stendur á facebook) og í boði verður:

Kveðja til Bergvins Jóhannssonar

Í leik Þórs 2 og KA 2 í Boganum í gærkvöld varð Bergvin Jóhannsson, einn af liðsmönnum Þórs 2, fyrir slæmum hnémeiðslum þegar hann rann á járnstólpa utan vallarins. Var Bergvin í kjölfarið fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hugur knattspyrnumanna í KA er hjá Bergvini og vill knattspyrnudeild KA, þ.m.t. allir leikmenn og þjálfarar mfl. og 2. flokks félagsins, senda honum baráttukveðjur og bestu óskir um góðan bata.

KA 2 tapaði fyrir Þór 2

KA 2 varð að sætta sig við neðsta sæti í Hleðslumótinu í fótbolta eftir 0-2 tap gegn Þór 2 í Boganum í  gærkvöld. Þar með varð ljóst að KA-liðin urðu á sitthvorum endanum; KA 1 vann mótið en KA 2 rak lestina.

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar KA 17. febrúar

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar KA fyrir árið 2011 verður haldinn í KA-heimilinu föstudaginn 17. febrúar kl. 18.00. Á dagskrá fundarins er afgreiðsla reikninga og önnur mál.

Myndaveisla: KA Hleðslumótsmeistari 2012

KA sigraði Þór 3-2 í spennandi leik í úrslitum Hleðslumótsins og KA því Norðurlandsmeistari annað árið í röð og þriðji sigurinn í röð á nágrönnum okkar í Þór. Þórir Tryggva var á staðnum í dag og smellti af myndavélinni eins og herforingi. Myndirnar má sjá hér

KA tvöfaldir Goðamótsmeistarar í 4. flokki kvenna

KA-stelpurnar stóðu sig frábærlega á Goðamóti Þórs í 4. flokki um helgina. Þær sigruðu í A-liðum, áttu lið í öðru og þriðja sæti í B-liðum, sigruðu í C-liðum og áttu þar líka lið í fjórða sæti.  Sigurliðið í C-liðum var eingöngu skipað stelpum úr 5. flokki og því er árangur þeirra sérlega glæsilegur.

KA1 Hleðslumótsmeistari 2012!

KA1 sigraði Þór1 í úrslitaleik Hleðslumótsins í knattspyrnu í Boganum í dag með þremur mörkum gegn tveimur.