07.08.2011
KA-menn tóku öll þrjú stigin heim með sér úr leiknum við Hauka á Ásvöllum í gær. KA-menn skoruðu tvö mörk
en Haukar eitt.
05.08.2011
Fjölmennur hópur 3 flokks karla fór á dögunum í æfinga og keppniosferð til Austurríkis nárnar tiltekið til Gaflenz.
05.08.2011
Haukar taka á móti okkar mönnum í 15 umferð Íslandsmótsins í fótbolta á heimaveli sínum á Ásvöllum og hefst
leikurinn kl 16.00
02.08.2011
Egill þjálfari 3 fl kvenna K.A hafði samband við pikkara í morgun og sagði fréttir af Norway cup og gengi liðsins á mótinu.
31.07.2011
Norðurlandamót U-17 landsliða pilta hefst nk. þriðjudag, en mótið verður spilað á völlum á Norðurlandi, m.a. á
Akureyrarvelli, heimavelli KA. Mótið er spilað í tveimur riðlum og eru átta þátttökulið; Ísland 1 og 2, Svíþjóð,
Noregur, Finnland, Danmörk, Færeyjar og England. Athygli er vakin á því að ókeypis er á leikina og því er um að gera að
fjölmenna á völlinn og sjá fótboltastráka framtíðarinnar á Norðurlöndum taka á því.
29.07.2011
Norski framherjinn Steinar Tenden gekk á nýjan leik í raðir KA í dag. Tenden gerði garðinn frægan með KA fyrir átta árum
árið 2003, en hefur síðan spilað í Noregi, síðast með Förde, sama liði og Elmar Dan Sigþórsson.
27.07.2011
2. flokkur lék nú fyrr í kvöld við KR-inga í A-deild 2. flokks. Fyrir leik mátti búast við spennandi leik, en annað kom á daginn.
Leikur KA var fínn í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera 2-0 undir og átti liðið að fá vítaspyrnu en eins og fyrri daginn
gengur erfiðlega fyrir KA að fá vítaspyrnu.
27.07.2011
Heimasíða yngri flokka KA liggur niðri eins og er. Unnið er að því að finna rót vandans og vonandi kemst síðan fyrr en síðar
í loftið aftur.
27.07.2011
Í kvöld klukkan 18:00 tekur 2.flokkur á móti KR ingum í gríðarlega mikilvægum leik. Bæði lið eru fyrir leikinn með 15 stig í
6 og 7 sæti deildarinnar en takist KA að sigra komast þeir uppí 4 sæti, tímabundið þó þar sem öll lið hafa ekki spilað jafn
marga leiki. Allir á KA völlinn í kvöld og styðjum strákana til sigurs í gríðarlega mikilvægum leik!
27.07.2011
KA sigraði HK í gær og að sjálfsögðu var Sævar Geir á staðnum og festi það sem fyrir augum bar á filmu
Myndirnar má sjá hér