Fréttir

Umfjöllun: Stórsigur á Þrótti

Það er spurning hvort KA-mönnum verði ekki mútað til að mæta á völlinn framvegis með góðum kræsingum, því fjöldinn allur af fólki mætti á KA-völl (hinn neðri) í kvöld og ber að fangna því! Húrra fyrir ykkur!

KA tekur á móti Þrótti í kvöld og ÞÚ MÆTIR! (myndband)

Í kvöld taka KA-menn á móti Þrótti í afar mikilvægum leik í 1. deildinni. Leikurinn fer sem fyrr fram á hinum iðgræna KA-velli niður í miðbæ, mikið verður um fínerí fyrir leik þar sem gulir og góðir KA-menn ætla að grilla pylsur fyrir KA-menn og aðra og fyrst um sinn verða gefnir sundboltar frá Nivea á meðan birgðir endast. Tendrað verður í grillinnu klukkan 18 en leikurinn hefst svo klukkan 19. Allir að henda í sig einni pylsu með öllu til að slaka á raddböndum svo hægt verði að þenja þau á meðan á leik stendur!

Grillveisla yngri flokka KA fyrir Þróttaraleikinn.

Á morgun, fimmtudaginn 11. ágúst, á meistaraflokkur KA heimaleik gegn Þrótti Reykjavík klukkan 19 á okkar iðagræna Akureyrarvelli. Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir okkar menn sem hafa hægt og sígandi verið að bæta fleiri stigum í sarpinn. Það er því afskaplega mikilvægt að allir KA-menn, stórir sem smáir, mæti á völlinn og hvetji strákana okkar til dáða.

Gamla myndin: Gulli í baráttu við Guðmund Óla

Gamla myndin að þessu sinni er tveggja ára gömul - Sævar hirðljósmyndari tók þessa mynd á Akureyrarvelli þann 18. júlí 2009 af Gunnlaugi Jónssyni, núverandi þjálfara KA en þáverandi þjálfara og miðverði Selfyssinga og Guðmundi Óla Steingrímssyni, þáverandi og núverandi leikmanni KA, að kljást um boltann. Selfyssingar sóttu ekki gull í greipar KA-manna í þessum leik því heimamenn sigruðu 2-0 með mörkum Bjarna Pálmasonar og Dávid Disztl. Selfyssingar fóru hins vegar rakleiðis upp sumarið 2009, en féllu aftur í fyrra. Eins og útlitið er núna stefna Selfyssingar aftur upp í ár og þeir færðust nær því takmarki með sigri KA í gær á Haukum. KA á eftir að taka á móti Selfyssingum í sumar - sá leikur verður á Akureyrarvelli annan föstudag - 19. ágúst kl. 18.15. Er ekki gráupplagt að endurtaka leikinn frá 18. júlí 2009 og leggja Selfyssinga að velli?

Ísland 1 Norðurlandameistari U-17 landsliða - Ævar Ingi KA-maður skoraði sigurmarkið!

Ævar Ingi Jóhannesson, KA-maðurinn bráðefnilegi, skoraði eina mark Íslands og sigurmarkið í úrslitaleik Íslands 1 og Danmerkur á Norðurlandamóti U-17 landsliða, sem háður var á Þórsvelli í dag. Ævar Ingi skoraði markið í fyrri hálfleik og þar við sat. Þessi árangur drengjalandsliðsins er frábær og full ástæða til að óska leikmönnum og þjálfurum innilega til hamingju með Norðurlandameistaratitilinn.

Góður sigur í Hafnarfirði

KA-menn tóku öll þrjú stigin heim með sér úr leiknum við Hauka á Ásvöllum í gær. KA-menn skoruðu tvö mörk en Haukar eitt.

3 fl. karla á faraldsfæti

Fjölmennur hópur 3 flokks karla fór á dögunum í æfinga og keppniosferð til Austurríkis nárnar tiltekið til Gaflenz.

Haukar heimsóttir.

Haukar taka á móti okkar mönnum í 15 umferð Íslandsmótsins í fótbolta á heimaveli sínum á Ásvöllum og hefst leikurinn kl 16.00

3 flokkur kvenna á Norway cup

Egill þjálfari 3 fl kvenna K.A hafði samband við pikkara í morgun og sagði fréttir af Norway cup og gengi liðsins á mótinu.

Norðurlandamót U-17 hefst á þriðjudag

Norðurlandamót U-17 landsliða pilta hefst nk. þriðjudag, en mótið verður spilað á völlum á Norðurlandi, m.a. á Akureyrarvelli, heimavelli KA. Mótið er spilað í tveimur riðlum og eru átta þátttökulið; Ísland 1 og 2, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Færeyjar og England. Athygli er vakin á því að ókeypis er á leikina og því er um að gera að fjölmenna á völlinn og sjá fótboltastráka framtíðarinnar á Norðurlöndum taka á því.